Breytingin hefði skilað 10 milljörðum í fyrra

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra á …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra á fundinum áðan. mbl.is/Árni Sæberg

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra og Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra kynntu í dag breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjöld, en í þeim felst breyt­ing á skráðu afla­verðmæti fyr­ir bæði botn­fisk og upp­sjáv­ar­fisk. Áætl­ar ráðherra að breyt­ing­in hefði skilað auka 10 millj­örðum í veiðigjöld í fyrra, eða um tvö­föld­un. Stærst­ur hluti þess­ar­ar aukn­ing­ar mun lenda á stærri út­gerðum lands­ins.

Hanna Katrín sagði að með þess­ari breyt­ingu ætti að skapa aukn­ar tekj­ur sem myndu nýt­ast í innviðaupp­bygg­ingu á lands­byggðinni og nefndi hún sér­stak­lega vega­fram­kvæmd­ir. Sagði hún þetta jafn­framt vera mikið rétt­læt­is­mál svo að þjóðin fengi auk­inn hlut í arði af auðlind­inni. Þannig ætti þetta að leiða til þess að þjóðin fengi þriðjung hagnaðar og út­gerðin tvo þriðju hluta.

Mun­ur á milli Nor­egs og Íslands

Á fund­in­um fór Daði Már yfir þá skoðun sem gerð var af hálfu stjórn­valda og sagði að út­reikn­ing­ur veiðigjalds ætti að end­ur­spegla raun­veru­legt markaðsverð. Sagði hann mik­inn mun á afla­verði sem greitt væri fyr­ir t.d. norsk-ís­lenska síld, kol­munna, mak­ríl, þorsk og ýsu á fisk­markaði hér á landi og í Nor­egi. Lagt væri til að breyta viðmiði afla­verðmæt­is þess­ara teg­unda og fyr­ir upp­sjáv­ar­teg­und­irn­ar yrði miðað við op­in­ber gögn frá Fiski­stofu Nor­egs.

Sagði hann skoðun­ina hafa leitt í ljós að mun­ur­inn á afla­verði hér á landi og í Nor­egi væri mjög mik­ill og mun meiri en hægt væri að skýra af mögu­leg­um stærðar- eða gæðamun. Þannig væri verð hærra um sem nem­ur 58% á síld, 15% fyr­ir kol­munna og 124% fyr­ir mak­ríl í Nor­egi. „Rétt skal vera rétt,“ sagði Daði Már.

„Við erum að gera þetta í ykk­ar þágu“

Hanna Katrín sagði rík­is­stjórn­ina al­gjör­lega sam­stiga í að vinna að al­manna­hags­mun­um í þessu máli og að nú þegar væri málið komið í sam­ráðsgátt og hvatti hún al­menn­ing til þess að fylgj­ast vel með mál­inu. „Við erum að gera þetta í ykk­ar þágu.“

Sam­hliða þess­ari breyt­ingu mun frí­tekju­mark hækka og sagði Hanna Katrín að það myndi aðallega gagn­ast litl­um og meðal­stór­um út­gerðum, en að auk­in gjald­taka myndi helst lenda á stóru út­gerðunum. Til­tók hún að meg­in­rök­semd­ir fyr­ir veiðigjöld­um væru ann­ars veg­ar að standa und­ir kostnaði við þjón­ustu rík­is­ins við sjáv­ar­út­veg­inn, en þar und­ir falla meðal ann­ars rann­sókn­ir og eft­ir­lit, og svo að tryggja „þjóðinni beina og sýni­lega hlut­deild“ í arði af auðlind­inni.

Kom til greina að skoða að rukka gjöld aft­ur­virkt

Hanna Katrín var á fund­in­um spurð hvort það hefði komið til greina að skoða að rukka veiðigjald aft­ur í tím­ann sam­kvæmt þessu, þar sem þau hefðu bent á mik­inn mun á milli Íslands og Nor­egs. Neitaði hún því ekki að það hefði verið áhuga­vert að sjá áhrif­in aft­ur í tím­ann og að umræða hefði farið fram um ein­hverja aft­ur­virkni. Hins veg­ar hefði verið ákveðið að slá strik í sand­inn og horfa frek­ar til framtíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »