SFS fari offari í dómsdagsspám

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra telur SFS fara offari í málflutningi …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra telur SFS fara offari í málflutningi sínum um fyrirhugaða hækkun veiðigjalds. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

„Ég held þau séu að fara offari í sín­um dóms­dags­spám varðandi þetta mál. Ég er hins veg­ar meðvituð um það að þetta er mik­il breyt­ing og það er meðal ann­ars þess vegna sem ég hef verið mjög ákveðin í því að setja lín­una hér og ekki fara að tala um ein­hverj­ar töl­ur aft­ur í tím­ann,“ seg­ir Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra innt álits á full­yrðing­um Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi um að fyr­ir­huguð hækk­un veiðigjalds ógni rekstr­ar­grund­velli vinnslu ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.

Á blaðamanna­fundi í dag kynnti Hanna Katrín ásamt Daða Má Kristó­fers­syni fjár­málaráðherra frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um breyt­ing­ar á veiðigjaldi. Áætlað er að nýtt gjald hefði á síðasta ári skilað 10 millj­örðum krón­um meira en raun­in varð, en það er um tvö­falt hærri upp­hæð en fékkst inn­heimt.

„Það hef­ur verið mis­brest­ur í því að miða við raun­veru­legt markaðsverðmæti í tölu­verðan tíma en nú erum við að snúa blaðinu við,“ seg­ir Hanna Katrín og vís­ar til þess að út­gerðir sem einnig reka vinnslu hafa greitt gjald á grund­velli innra upp­gjörs sem hef­ur verið byggt á svo­kölluðu verðlags­stofu­verði en ekki verði á fisk­mörkuðum.

Þá tel­ur rík­is­stjórn­in rétt að miða við verð upp­sjáv­ar­teg­unda á fisk­mörkuðum í Nor­egi þar sem ekki er virk­ur markaður með þær teg­und­ir á Íslandi. Vert er að geta þess að í Nor­egi er ekki heim­ilt að reka bæði út­gerð og vinnslu. Þar eru jafn­framt ekki inn­heimt veiðigjöld.

Veiðigjöld sam­kvæmt gild­andi fyr­ir­komu­lagi hér á landi taka mið af af­komu veiða og sveifl­ast því reglu­lega milli ára. Hækkuðu því veiðigjöld ræki­lega fyr­ir fleiri stofna síðastliðin ára­mót, mest fyr­ir mak­ríl.

Ekki áhyggj­ur af inn­lendri vinnslu

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sendu frá sér yf­ir­lýs­ingu í dag þar sem þau mót­mæltu áform­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og sögðu þau ógna inn­lendri fisk­vinnslu.

„Tekj­ur veiða þurfa þá að aukast í takt við viðmið veiðigjalds­ins, með þeim áhrif­um að fisk­vinnsl­ur verða ósam­keppn­is­hæf­ar. Eins og reynd­in er í Nor­egi, mun fisk­ur þá í veru­leg­um mæli flytj­ast óunn­inn úr landi til rík­is­styrktra fisk­vinnsla í lág­launa­lönd­um á borð við Pól­land og Kína,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni.

Hanna Katrín seg­ist hafa litl­ar áhyggj­ur af því að tvö­föld­un veiðigjalds dragi úr inn­lendri vinnslu. „Ég hef ekki séð nein hald­bær rök fyr­ir því að svo ætti að vera. Fyr­ir­komu­lagið sem er hér er verðmætt, það er mik­il­vægt og býr til mik­il verðmæti og þessi til­tekna breyt­ing nær aðeins til afla­verðmæt­is­ins.“

„Ég ætla ekki að gefa lítið fyr­ir þau varn­ar­orð, ég skil hvaðan þau koma. Þau eru að halda hags­mun­um sinna um­bjóðanda á lofti. Við höf­um heyrt þetta áður, við höf­um átt í sam­töl­um við þau í þess­ari vinnu. Við höf­um tekið til­lit til þeirra sjón­ar­miða í ákveðnum atriðum og í öðrum erum við ekki sam­mála. Sam­ráð er ein­mitt til þess fallið að geta farið ennþá frek­ar ofan í það og síðan í gegn­um þá þing­legu meðferð sem málið fær.“

Frum­varpið var birt í sam­ráðsgátt í dag.

Ekki áhyggj­ur af kjara­samn­ing­um

Mik­il hækk­un veiðigjalds hef­ur áhrif á af­komu veiða. Hef­urðu áhyggj­ur af því að þetta geti haft áhrif á for­send­ur kjara­samn­inga?

„Nei ég hef það í sjálfu sér ekki. Það er kannski ekki okk­ar að hafa skoðanir á því hvernig þeir kjara­samn­ing­ar séu unn­ir. Það get­ur vel verið að þetta kalli á ein­hverj­ar aðgerðir af hálfu beggja samn­ingsaðila þar, en ég býst við að þeir leysi það.“

Hanna Katrín seg­ir rík­is­stjórn­ina koma til móts við þarf­ir smærri út­gerða með því að hækka frí­tekju­mark veiðigjalds, en það var 40% af fyrstu rúmu átta millj­ón­um króna á síðasta ári en upp­hæðin er vísi­tölu­tengd. Frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir 50% af fyrstu 10 millj­ón­um króna álagn­ing­ar og 30% álagn­ing­ar hvers árs hjá hverj­um gjald­skyld­um aðila upp að há­marki 20 millj­ón­um króna.

„Þegar við skoðuðum töl­ur yfir hverj­ir hefðu nýtt sér frí­tekju­markið áður til fulls kom í ljós svig­rúm til að ganga enn lengra. Ég held að það séu ein­mitt stór hluti af þess­um smærri út­gerðum sem munu njóta góðs af því og að hærra frí­tekju­mark muni draga veru­lega úr hamlandi áhrfi­um á þeirra rekst­ur.“

Ef þetta er rétt­læt­is­mál að greitt sé gjald fyr­ir af­not af nýt­ingu sam­eig­in­legri auðlind þjóðar­inn­ar, hvers vegna eiga sum­ir að vera und­an­skild­ir slíku gjaldi?

„Þessi spurn­ing á fylli­lega rétt á sér, en þarna erum við að koma til móts við það að það sé gríðarlegt ójafn­vægi í fjár­hags­leg­um styrk út­gerðanna eft­ir stærð. Vegna þess að þess­ar minni eru flest­ar á lands­byggðinni var það talið sam­fé­lags­lega hag­kvæmt og mik­il­vægt að gera þetta svona.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 568,37 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 470,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 371,62 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,19 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 249,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 228,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Rauðmagi 19 kg
Samtals 19 kg
26.3.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.762 kg
Þorskur 110 kg
Skarkoli 13 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.900 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 562 kg
Þorskur 561 kg
Skarkoli 51 kg
Sandkoli 42 kg
Samtals 1.216 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 568,37 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 470,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 371,62 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,19 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 249,97 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 228,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Rauðmagi 19 kg
Samtals 19 kg
26.3.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.762 kg
Þorskur 110 kg
Skarkoli 13 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.900 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 562 kg
Þorskur 561 kg
Skarkoli 51 kg
Sandkoli 42 kg
Samtals 1.216 kg

Skoða allar landanir »