Stærri útgerðir skilað góðum rekstri

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á kynningarfundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Við gerð frum­varps Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra um breyt­ingu á lög­um um veiðigjald var tekið sér­stakt til­lit til smærri og meðal­stóra út­gerða með hærra frí­tekju­marki.

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, var á kynn­ing­ar­fundi um frum­varpið spurður hversu mikið frí­tekju­markið verði hækkað.

Ráðherra sagði það verða hækkað mjög veru­lega en að einnig verði gerðar kerf­is­breyt­ing­ar á því með þrepa­skipt­ingu. Smá­atriðin krefj­ist frek­ari út­skýr­inga.

Breið póli­tísk sátt

Blaðamaður spurði Daða þá hvaða rök væru fyr­ir því að sum­ir verði und­anþegn­ir því að borga fyr­ir af­not af auðlind þjóðar­inn­ar en aðrir ekki.

„Það er mjög góð spurn­ing,“ sagði Daði og benti á að á Íslandi hafi verið breið póli­tísk sátt um að taka til­lit til stærðar út­gerðarfyr­ir­tækja í þessu til­liti. Í hina rönd­ina tók ráðherra und­ir með blaðamanni með því að segja að sá góði ár­ang­ur í rekstri sem hef­ur náðst í grein­inni hafi fyrst og fremst náðst hjá stærri út­gerðarfyr­ir­tækj­um.

Kjara­samn­ing­ar eru prag­ma­tísk ferli

Við ger­um upp við sjó­menn hér á grund­velli skipta­pró­sentu. Ekki er ná­kvæm­lega sama launa­kerfi hér og í Nor­egi og aðkoma veiðanna því allt öðru­vísi. Ef ríkið tek­ur meira í sinn hlut breyt­ist af­koma veiðanna í takti við það, ekki satt?

„Við erum ekki að breyta regl­un­um um verðlags­stofu skipta­verðs. Það eru bara út­reikn­ing­arn­ir á veiðigjald­inu sem eru að breyt­ast þannig að með hvaða hætti kjara­samn­ing­ar sjó­manna við út­gerðina þró­ast verður ein­fald­lega að koma í ljós.

Kjara­samn­ing­ar eru prag­ma­tísk ferli og ég ætla ekki að reyna að spá fyr­ir um það hvernig þeir muni þró­ast.“

Þú viður­kenn­ir þá að þetta gæti haft áhrif á kjara­samn­inga sjó­manna?

„Eins og ég segi, ég held að hvorki ég né þú vit­um hvernig kjara­samn­ing­ar sjó­manna eiga eft­ir að þró­ast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »