„Gæti orðið gríðarlegt högg fyrir okkur“

Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, óttast afleiðingar hækkun veiðigjalds á …
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, óttast afleiðingar hækkun veiðigjalds á atvinnutækifærin í sveitarfélaginu.

„Þetta var í raun­inni það sem maður óttaðist miðað við það sem búið var að boða,“ seg­ir Valdi­mar O. Her­manns­son sveit­ar­stjóri Vopna­fjarðar­hrepps í sam­tali við 200 míl­ur innt­ur álits á boðuðum breyt­ing­um á veiðigjaldi.

Rík­is­stjórn­in kynnti í gær frum­varps­drög sem gera ráð fyr­ir að veiðigjald á þorsk og ýsu miðist aðeins við afla­verðmæti á fisk­mörkuðum og að veiðigjald á norsk-ís­lenska síld, kol­munna og mak­ríl – svo­kallaðar upp­sjáv­ar­teg­und­ir – taki mið af verði á mörkuðum í Nor­egi. Þannig verði gjaldið reiknað á grund­velli mun hærra verðs en ger­ist í innri viðskipt­um út­gerða sem einnig reka vinnslu.

Gagn­rýn­end­ur hafa bent á að hærri kostnaður við hrá­efnið leiði fyrst og fremst til þess að vinnsla verði ekki sam­keppn­is­hæf.

 „Við erum mjög háð upp­sjáv­ar­veiðum hér á Vopnafirði, þetta er um 90% upp­sjáv­ar­afli,“ út­skýr­ir Valdi­mar og lýs­ir veru­leg­um áhyggj­um af mál­inu. „Ef það er minnk­andi kvóti og aukn­ar álög­ur þá er voðinn vís og þá þýðir það auk­in hagræðing og þar af leiðandi færri störf.“

Íbúa­fjöldi Vopna­fjarðar var 650 manns 1. janú­ar 2024. Sveit­ar­fé­lagið var hins veg­ar þriðja stærsta lönd­un­ar­höfn lands­ins árið 2023 en lönduðum afla hef­ur minnkað í takti við loðnu­brest síðustu ára. Á síðasta ári var landað tæp­lega 89 þúsund tonn­um, þar af voru tæp 18 þúsund tonn síld, 54 þúsund tonn kol­munni og rúm 15 þúsund tonn mak­ríll.

Mik­il­væg tekju­lind

Valdi­mar seg­ir sjáv­ar­út­veg­inn ótví­rætt stærsta vinnu­veit­and­an á svæðinu og að loðnu­brest­ur­inn á síðasta ári hafi leitt til þess að sveit­ar­fé­lagið varð af um hundrað millj­ón­um króna í tekj­ur, sveit­ar­fé­lag­inu er samt sem áður gert að tryggja íbú­um þjón­ustu.

„Þetta eru tekj­ur bæði í formi hafn­ar­gjalda og út­svar þeirra sem í grein­inni starfa. Við á Vopnafirði erum kannski sér­stak­lega háð þessu því hér er eng­in bol­fisk­vinnsla, þó það sé veitt hér er sá afli unn­inn ann­ar staðar. Þetta gæti orðið gríðarlegt högg fyr­ir okk­ur,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »