Stórfellt gáleysi leiddi til sviptingar

Rækjuvinnslan Kampi ehf. hefur verið svipt endurvigtunarleyfi.
Rækjuvinnslan Kampi ehf. hefur verið svipt endurvigtunarleyfi. Ljósmynd/Kampi

Kampi ehf. á Ísaf­irði hef­ur verið svipt end­ur­vi­gt­un­ar­leyfi frá og með 30. apríl næst­kom­andi vegna þess sem Fiski­stofa seg­ir stór­fellt gá­leysi. Snýst málið um að ekki hafi verið lög­gilt­ur vigt­un­ar­maður viðstadd­ur vigt­un afla 28. Ágúst 2024.

Fyr­ir­tæk­inu verður ekki heim­ilt að öðlast end­ur­vi­gt­un­ar­leyfi á ný fyrr en átta vik­um eft­ir svipt­ingu.

Fiski­stofa seg­ir í ákvörðun sinni um svipt­ing­una að at­hæfið varði bæðireglu­gerð um vigt­un og skrán­ingu sjáv­ar­afla og lög­um um um­gengni um nytja­stofna sjáv­ar.

Vigt­un­ar­maður­inn er­lend­is

Í máls­gögn­um kem­ur fram að 28. ág­úst 2024 hafi staðið til að end­ur­vi­gta rækju­afla Vestra BA-63 hjá Kampa ehf. En fiski­skipið hafði landað rækj­unni dag­inn áður. Var eft­ir­litsmaður á veg­um Fiski­stofu viðstadd­ur í tengsl­um við hefðbundið eft­ir­lit með vigt­un.

Eft­ir­litsmaður stofn­un­ar­inn­ar mætti kort­er fyr­ir átta að morgni og var vigt­un rækj­unn­ar þegar haf­in og búið að af­ísa sex kör af níu.

Fram kem­ur að einn lög­gilt­ur vigt­armaður sé skráður á end­ur­vi­gt­un­ar­leyfi Kampa ehf. en er eft­ir­litsmaður Fiski­stofu hafi verið við eft­ir­lit hafi ann­ar fram­kvæmt vigt­un­ina. Óskaði þá eft­ir­litsmaður upp­lýs­inga um hvar væri að finna lög­gilta vigt­un­ar­mann­inn og var greint frá því að hann væri stadd­ur er­lend­is.

Eng­inn lög­gilt­ur vigt­armaður var því á staðnum og hafi því vigt­un verið um­svifa­laust stöðvuð. Lög­gilt­ur vigt­armaður hjá höfn­inni var síðan feng­inn til að fram­kvæma vigt­un­ina.

Vestri BA-63 er 40 metra togari.
Vestri BA-63 er 40 metra tog­ari.

Óum­deilt að skorti lög­gild­ingu

Kampi grein­ir frá því í at­huga­semd­um sín­um við málið að vinnu­ferl­ar fyr­ir­tæk­is­ins vegna fjar­veru hafi ekki virkað sem skyldi. Þeim hafi frá at­vik­inu verið breytt þannig að sam­bæri­legt at­vik komi ekki fyr­ir á ný. Jafn­framt hafi vigt­armaður­inn sem ekki var með til­skil­in leyfi verið send­ur á nám­skeið til lög­gild­ing­ar.

„Óum­deilt er að vigt­un á afla úr fiski­skip­inu Vestri BA-63 þann 28. ág­úst 2024, var fram­kvæmd af starfs­manni Kampa ehf. sem ekki var lög­gilt­ur vigt­armaður. Þá hef­ur einnig komið fram að aðeins einn lög­gilt­ur vigt­armaður starfaði hjá Kampa efh. og sá aðili hafi verið er­lend­is þann dag sem vigt­un­in fór fram,“ seg­ir í rök­stuðningi Fiski­stofu.

Fiski­stofa seg­ir einnig óljóst hverj­ir verk­ferl­arn­ir hafi verið sem Kampi vís­ar til í at­huga­semd­um sínu, en „þó svo að verk­ferl­ar hafi brugðist hefði átt að vera skýrt fyr­ir vigt­un­ar­leyf­is­hafa að vigta aldrei afla án lög­gilds vigt­ar­manns. Það er eitt af meg­in skil­yrðum þess að aðilar fái end­ur­vi­gt­un­ar­leyfi.“

Þá seg­ir að þar sem brotið sé staðfest er stofn­un­inni skylt sam­kvæmt lög­um að aft­ur­kalla vigt­un­ar­leyfið. Þá sé einnig kveðið á um í lög­um að slíkt leyfi geti ekki feng­ist á ný fyrr en eft­ir átta vik­ur frá leyf­is­svipt­ingu.

„Fiski­stofa tel­ur að málsaðili hafi sýnt af sér stór­fellt gá­leysi með því að tryggja ekki að lög­gilt­ur vigt­armaður væri til staðar þegar afli fiski­skip­inu Vestri BA-63 var færður í hús til end­ur­vi­gt­un­ar og vinnslu,“ seg­ir í ákvörðun Fiski­stofu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Loka