Þyngir róður fjölskylduútgerða

Mikil hækkun veiðigjalda mun hafa áhrif á afkomu rótgróinna fjölskylduútgerða …
Mikil hækkun veiðigjalda mun hafa áhrif á afkomu rótgróinna fjölskylduútgerða víða um landið. mbl.is/Gunnlaugur

„Það er alltaf verið að horfa á þessi sex stóru fé­lög en við erum bara alls ekki í sömu aðstæðum og þau,“ seg­ir Hall­dór Krist­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Krist­ins J. Friðþjófs­son­ar ehf., um þau áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hækka veiðigjöld til muna.

Hann seg­ir ljóst að fólk átti sig ekki á því hvaða hlut­verki all­ar smærri út­gerðir gegna í nærsam­fé­lagi sínu og bend­ir á að út­gerðir hafi stutt við fjár­mögn­un nýs björg­un­ar­skips, æsku­lýðs- og íþrótt­astarf og fleira. „Það eru ákveðin sam­fé­lags­verk­efni sem við þurf­um að standa á bak við og það verður mjög erfitt, ég hef áhyggj­ur af því að þetta hverfi. Þetta er bara lands­byggðarskatt­ur.“

Í grein­ar­gerð frum­varps rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hækk­un veiðigjalda kem­ur fram að með fyr­ir­huguðum breyt­ing­um yrði veiðigjald yf­ir­stand­andi árs 45,59 krón­ur á kíló fyr­ir þorsk sem er 59% hærra gjald en til­kynnt var um síðastliðin ára­mót. Í til­felli ýsu yrði gjaldið 24,9 krón­ur á kíló og er það tæp­lega 24% aukn­ing frá því sem nú er.

„Það virðist ekk­ert vera sem megi lifa nema ein­hverj­ir króka­bát­ar og stór­út­gerð, leynt og ljóst er verið að þurrka út þessa millistærðarbáta og drag­nóta­báta. Þetta er ekki flókn­ara en það,“ seg­ir Guðlaug­ur Óli Þor­láks­son sem ger­ir út drag­nóta­bát­inn Haf­borgu EA frá Gríms­ey.

„Það er ekki nóg að það sé stans­laus niður­skurður á afla­heim­ild­um held­ur er líka aukn­ing í allskon­ar álög­um hvert sem er litið hvort sem það er aðkeypt þjón­usta, sala á fisk­mörkuðum, hafn­ar­gjöld, kol­efn­is­gjald eða hvað sem þetta allt heit­ir,“ seg­ir hann.

Rætt var um áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Alþingi í gær.

Arðgreiðslur sem hlut­fall af hagnaði eru mun minni í sjáv­ar­út­vegi en í öðrum at­vinnu­grein­um, að sögn Birtu Kar­en­ar Tryggva­dótt­ur, hag­fræðings Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Hún seg­ir að grein­in hafi nýtt góð ár til að niður­greiða skuld­ir og fjár­festa í bætt­um tækja­búnaði, nýj­um og hag­kvæm­ari skip­um o.fl.

„Rekstri í sjáv­ar­út­vegi fylg­ir tölu­verð óvissa og því þurfa fyr­ir­tæk­in að hafa svig­rúm til að bregðast við,“ seg­ir Birta.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 1.709 kg
Þorskur 588 kg
Steinbítur 453 kg
Ýsa 172 kg
Sandkoli 41 kg
Þykkvalúra 26 kg
Samtals 2.989 kg
31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »