Líney Sigurðardóttir skrifar frá Þórshöfn
Aðeins einn bátur stundar nú grásleppuveiðar frá Þórshöfn og fékk hann aðeins ellefu tonna grásleppukvóta úthlutaðan og verður vertíðin stutt. Afli línubáta hefur verið góður upp á síðkastið, að því er fram kemur í blaði 200 mílna sem kom út síðastliðna helgi.
Grásleppan freistar ekki lengur smábátasjómanna á Þórshöfn, aðeins einn stundar nú grásleppuveiðar frá Þórshöfn og lagði hann fyrstu netin um síðustu helgi. Það er Halldór Rúnar Stefánsson á Hólma ÞH-56 sem hefur stundað grásleppuveiðar samfleytt frá árinu 2008 en sleppti úr árunum 2021-2022 sem eru einmitt meðal viðmiðunaráranna. Hann á þó lengri vertíðarsögu að baki en þá sem háseti hjá öðrum.
Halldór segir sjómenn hérna almennt ósátta við kvótasetningu grásleppunnar: „Viðmiðunarárunum var breytt þegar kvótinn var settur á og kemur það illa út fyrir okkur á Þórshöfn en kvóti er miðaður við veiði báta síðustu fjögur ár. Sem dæmi má nefna að lítil sókn var hér árin 2021-2022, eingöngu vegna lágs verðs, og höfðu menn því ekki áhuga á að skemmta skrattanum með að veiða fyrir það verð.“
Halldór telur að verðið núna mætti vera betra en hann er í föstum viðskiptum og lítil hækkun er frá síðasta ári.
Hann fékk núna á bát sinn 11 tonna grásleppukvóta en meðaltal síðustu grásleppuvertíða hans hefur verið í kringum 40 tonn. „Þetta veldur því að menn hætta þessu, það er erfitt að redda mannskap fyrir örfáa daga. Svo er veiðiskylda á grásleppunni núna og menn missa kvótann ef þeir uppfylla ekki þá veiðiskyldu en brösuglega gengur að fá leigukvóta,“ sagði hann enn fremur.
Góð veiði var í byrjun vertíðar og veður hagstætt svo hann reiknar með sögulega stuttri grásleppuvertíð og er byrjaður að fækka netunum: „Ætli þetta verði nema svona fjórir til fimm róðrar, þá er þessi 11 tonna kvóti búinn,“ sagði Halldór að lokum.
Tveir línubátar róa nú frá Þórshöfn og veiði hefur verið með ágætum. Stutt sigling er á miðin og fiskurinn er stór og fallegur, aðallega þorskur, sagði Jóhann Halldórsson á Degi ÞH-110.
Línufiskurinn fer á Fiskmarkað Þórshafnar en nú styttist í hrygningarstoppið sem er um miðjan mánuðinn.
Veiðigjöld hafa verið mikið í umræðunni og sýnist sitt hverjum. Í sjávarbyggðunum kemur stór hluti útsvarstekna sveitarfélaga frá fiskveiðum og fiskvinnslu, samkvæmt greiningu á uppruna útsvarstekna nokkurra sveitarfélaga sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi létu gera. Þar kemur fram að í Langanesbyggð var sá hluti 44% árið 2024.
Undanfarin ár hefur strandveiðin verið stöðvuð á miðju sumri þegar hvað besti veiðitíminn er að hefjast á svæði C, Norður- og Austurlandi. Þetta hefur komið sér mjög illa fyrir strandveiðisjómenn á þessu svæði. Veiðibann vegna hrygningar þorsksins fyrir norðan er frá 15. apríl og fiskurinn er vart búinn að hrygna þegar strandveiðar byrja.
Þeir sem eru búnir að hrygna eru þá grannir og holdlitlir og gefa af sér mjög lélega nýtingu og þar með lágt verð fyrir fiskinn.
Í febrúar sendu þrír skipstjórar frá sér tillögu um að breyta strandveiðikerfinu þannig að hver bátur fengi sína veiðidaga. Þetta er tilraun til að jafna aðstöðu milli báta og svæða og myndi um leið auka verðmæti strandveiðiaflans til muna.
Ekki varð úr að taka upp nýtt fyrirkomulag fyrir næsta strandveiðisumar og verður því að mestu óbreytt sóknarmark og verið hefur undanfarin ár nema lofað hefur verið 48 dögum og það í stjórnarsáttmála valkyrjanna, sögðu skipstjórarnir þrír og vona að það standi svo Norður- og Austurland sitji ekki enn og aftur með sárt ennið á miðju sumri þegar best fiskast.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 24.4.25 | 522,13 kr/kg |
Þorskur, slægður | 24.4.25 | 637,70 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 24.4.25 | 394,31 kr/kg |
Ýsa, slægð | 24.4.25 | 331,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 24.4.25 | 209,36 kr/kg |
Ufsi, slægður | 24.4.25 | 193,94 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 24.4.25 | 186,89 kr/kg |
Litli karfi | 8.4.25 | 10,00 kr/kg |
24.4.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.045 kg |
Langa | 650 kg |
Þorskur | 202 kg |
Steinbítur | 98 kg |
Karfi | 80 kg |
Ufsi | 51 kg |
Keila | 34 kg |
Sandkoli | 3 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 3.165 kg |
24.4.25 Skúli ST 75 Grásleppunet | |
---|---|
Steinbítur | 46 kg |
Samtals | 46 kg |
24.4.25 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 3.805 kg |
Langa | 367 kg |
Steinbítur | 252 kg |
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 44 kg |
Karfi | 35 kg |
Keila | 35 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 4.662 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 24.4.25 | 522,13 kr/kg |
Þorskur, slægður | 24.4.25 | 637,70 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 24.4.25 | 394,31 kr/kg |
Ýsa, slægð | 24.4.25 | 331,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 24.4.25 | 209,36 kr/kg |
Ufsi, slægður | 24.4.25 | 193,94 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 23.4.25 | 20,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 24.4.25 | 186,89 kr/kg |
Litli karfi | 8.4.25 | 10,00 kr/kg |
24.4.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.045 kg |
Langa | 650 kg |
Þorskur | 202 kg |
Steinbítur | 98 kg |
Karfi | 80 kg |
Ufsi | 51 kg |
Keila | 34 kg |
Sandkoli | 3 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 3.165 kg |
24.4.25 Skúli ST 75 Grásleppunet | |
---|---|
Steinbítur | 46 kg |
Samtals | 46 kg |
24.4.25 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 3.805 kg |
Langa | 367 kg |
Steinbítur | 252 kg |
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 44 kg |
Karfi | 35 kg |
Keila | 35 kg |
Skarkoli | 1 kg |
Samtals | 4.662 kg |