TG raf ehf
Starfsemin
TG raf er löggiltur rafverktaki sem býður upp á faglega þjónustu við útgerðir, bæði um borð í skipum og í vinnslum. Sérhæfing TG raf hefur legið í viðhaldsþjónustu og breytingum í skipum en einnig í þjónustu við höfn, fiskvinnslur og verksmiðjur ásamt því að aðstoða viðskiptavini sína við þróun inn á stýringar og sjálfvirkni. Áhersla hefur verið lögð á heildarlausn í hverju verkefni fyrir sig þar sem teymi innan fyrirtækisins vinnur að hönnun, teikningu og raflögn ásamt því að sama teymi sinnir viðhaldi í framhaldinu. Mikil hagræðing skapast þannig við vinnu og öll þekking viðhelst innan vinnuteymis í gegnum hönnun, teikningu, raflögn og áframhaldandi viðhaldsþjónustu.
Meðal verkefna sem TG raf hefur séð um er öll raflagnavinna og stýringar á millidekki togara við breytingar, hönnun og uppsetning aðvörunarkerfa og útleiðsluvöktunarkerfa um borð í skipum, rafstýring á frystikerfum og hönnun og uppsetning á skjámyndakerfum fyrir fiskvinnslur.
Tengiliðir
Tómas Guðmundsson
Rafvirkjameistari og sviðstjóri skipasviðs
Á þitt fyrirtæki erindi í Þjónustuskrá 200 mílna? Kynntu þér málið!