Orkan sótt í íslenska jökla

Líklegast er e-tron í sínu náttúrulega umhverfi í námunda við …
Líklegast er e-tron í sínu náttúrulega umhverfi í námunda við íslenska jökla. Íslensk raforka byggist að miklu leyti á vatnsafli sem sótt er til þeirra. Það átti við um rafmagnið sem hlaðið var á bílinn í Vík í Mýrdal og Skaftafelli. mbl.is/RAX

Það var ekki laust við að nokk­ur fiðring­ur færi um okk­ur Ragn­ar Ax­els­son þegar við lögðum í hann. Ferðinni var heitið að bökk­um Fjalls­ár­lóns í Öræf­um. Þar var ætl­un­in að ná mynd­um af nýj­ustu há­tækn­inni úr smiðju Audi, e-tron 55 raf­bíln­um sem trygg­ir þýska fram­leiðand­an­um nýj­an og sterk­ari sess á hinum ört vax­andi raf­bíla­markaði bæði vest­an­hafs og aust­an.

Það var spenna í loft­inu enda ferðalagið um 370 kíló­metr­ar á ein­um fjöl­farn­asta kafla þjóðveg­ar­ins.

Eft­ir að hafa fengið bíl­inn af­hent­an hjá starfs­fólki Heklu tók nokk­urt lær­dóms­ferli við, ekki síst það að átta sig á tækni­skip­an inn­an­rým­is­ins.

Á þeim tíma þegar bíll­inn var prófaður var ekki enn búið að skrá á göt­una ein­tök með nýja mynda­véla­spegla sem færa aft­ur­sýn bíl­stjór­ans í litla skjái í fram­h­urðum bíls­ins. Það er búnaður sem tek­inn er að ryðja sér til rúms víða er­lend­is og er reynd­ar tals­vert þarfaþing þegar kem­ur að raf­bíl­um enda dreg­ur tækn­in úr loft­mót­stöðu og get­ur aukið drægi bíls­ins nokkuð auðveld­lega um sjö kíló­metra.

Eitt af því sem vakti nokkra lukku var að þegar áfangastaður­inn var stillt­ur inn í leiðsögu­kerfi bíls­ins mátti rita nafn staðar­ins með fingri á snerti­skjá. Það ger­ir það mögu­legt, jafn­vel í akstri, að færa inn breytt­an áfangastað án þess að taka aug­un af veg­in­um (ör­ygg­is­ins vegna ekki mælt með þessu en í al­gjörri neyð er þetta vel ger­legt).

Þá var einnig komið að því að velja akst­urs­still­ingu bíls­ins. Þar má m.a. velja á milli þess að bíll­inn meti sjálf­ur hvaða henti hverj­um aðstæðum fyr­ir sig, „com­fort“, „dynamic“, „efficiency“, „indi­vidual“, „all­road“ og „of­froad“.

Að sjálf­sögðu sagði skyn­sem­in manni, þegar lagt var í lang­ferð, að velja „efficiency“ en of freist­andi reynd­ist að velja „dynamic“, ekki síst þegar Sand­skeiðið og Hell­is­heiðin voru framund­an. Við höfðum einnig ákveðið áður en lagt var í hann að stoppa í Vík og henda hleðslu á bíl­inn og því kom ekki að sök þótt aðeins meira en minna væri tekið út úr raf­hlöðunni á kíló­metr­un­um framund­an. Lengst af ferðar héld­um við þeirri still­ingu og raun­ar aðeins einu sinni sem reyndi á of­froad-still­ing­una en hana nýtt­um við þegar við kom­um bíln­um á ákjós­an­leg­an stað við Fjalls­jök­ul svo smella mætti góðri mynd af hon­um með þá hrika­legu sýn í bak­grunni. Í of­froad-still­ing­unni hækk­ar bíll­inn um 3,5 cm og með einni skip­un til má hækka bíl­inn um 1,5 cm til viðbót­ar. Allt í allt 5 cm sem mun­ar um þegar ekið er um grýtt svæði og óslétt.

Það var tilkomumikið að setja e-tron í samband skammt frá …
Það var til­komu­mikið að setja e-tron í sam­band skammt frá Skafta­felli í skjóli jökla. Í fjarska teygði sjálf­ur Hvanna­dals­hnjúk­ur í Öræfa­jökli, hæsta fjall lands­ins, sig til him­ins. Hann mæl­ist nú 2.109,6 metr­ar á hæð. mbl.is/​RAX

Ferðalagið

Skemmst er frá því að segja að bíll­inn stóð und­ir öll­um vænt­ing­um ferðalang­anna og meira til. Snerpa og stöðug­leiki ein­kenna e-tron og sver hann sig þar í ætt við aðrar dross­í­ur frá sama fram­leiðanda. Raf­mótor­arn­ir tveir, sem hleypa afli út á sitt­hvorn öxul­inn tryggja þá upp­lif­un að maður aki um á sann­kölluðum sport­bíl, jafn­vel þótt stærðin standi ein­hvern veg­inn mitt á milli Q5 og Q7. Aft­ari mótor­inn er nokkuð kraft­meiri en sá fremri en sam­an­lagt tryggja þeir bíln­um ríf­lega 400 hest­öfl til að vinna með. Líkt og með flesta aðra raf­bíla trygg­ir þung raf­hlaða, um 700 kg, að þyngd­arpunkt­ur er afar lág­ur og það dreg­ur ekki úr stöðug­leika­til­finn­ingu þegar þeyst er eft­ir veg­in­um. Raf­hlaðan er ekki aðeins þung. Hún er hlaðin orku og upp á 95 kWh. Af því eru 83,6 kWh nýt­an­leg og við góðar aðstæður trygg­ir það bíln­um raun­d­rægni upp á tæpa 400 km. Raf­hlaðan er hlaðin með „týpu 2“ tengi og á 11 kW AC hleðslu tek­ur um níu tíma að full­hlaða bíl­inn. Fyr­ir þá sem eru að flýta sér er vissu­lega hægt að fara með bíl­inn á hraðhleðslu­stöð en í fyrr­nefndri hleðslu eykst drægni hans um 40 km á klukku­stund sem er dágott. Sem gam­all raf­bíla­eig­andi verð ég líka að nefna að hleðslu­lokið á vinstri hlið bíls­ins, sem er ská­hallt ofan við framdekkið, er mjög töff og það opn­ast með ein­stak­lega el­eg­ant hætti þegar skip­un er gef­in þar um. Ekki hef ég reynslu af því í frosti en líkt og með bens­ín­lok geta hleðslu­lok­in verið með vesen. Það gild­ir hins veg­ar um e-tron eins og aðra raf­bíla að best fer á því að hlaða þá inn­an­dyra – og yfir nótt er betra að láta þá standa þar einnig. Reynd­ar seg­ir Audi að ný hita­stýr­ing á raf­hlöðunum í þess­um bíl geri það að verk­um að kald­ar vetr­ar­næt­ur eigi ekki að hafa áhrif á af­köst og frammistöðu raf­hlöðunn­ar þegar lagt er í hann.

Í raun má segja að aðeins eitt atriði hafi komið minna skemmti­lega á óvart en önn­ur. Það er sú staðreynd að veg­hljóð í bíln­um er nokk­urt en það skýrist fyrst og fremst af því að ekk­ert er vél­ar­hljóðið og því öll um­hverf­is­hljóð, bæði af snert­ingu dekkja við mal­bik og eins vind­gnauð frá spegl­um, kem­ur sterk­ar fram en þar sem bens­ín- eða dísil­vél­ar draga at­hygl­ina frá öðrum hljóðum í um­hverf­inu.

Framljósin eru sportleg og vitna um snerpu og hönnun sem …
Fram­ljós­in eru sport­leg og vitna um snerpu og hönn­un sem miðar að því að draga sem mest úr loft­mót­stöðu. mbl.is/​RAX

Verðið kem­ur á óvart

E-tron 55 quattro kem­ur í grunn­inn í þrem­ur út­færsl­um. Þær eru all­ar staðlaðar hvað vélarafl varðar en auka­hlut­ir sem lúta að þæg­ind­um og út­liti valda því að all­miklu mun­ar í verði milli bíla. Þannig kost­ar grunnút­færsl­an tæp­ar 9,8 millj­ón­ir. Er sá bíll í raun hlaðinn út­búnaði en hann kem­ur þó með tausæt­um og í hann vant­ar einnig atriði eins og hita í sæti, drátt­ar­beisli, bakk­mynda­vél og lykla­laust aðgengi. Þegar komið er í „design“-út­færsl­una er verðið komið í tæp­ar 11,4 millj­ón­ir en þá er bíll­inn út­bú­inn með metallic-lakki, 20 tommu ál­felg­um (19 tomm­ur í grunnút­færsl­un) og fyrr­nefnd­um út­búnaði sem vant­ar í grunnút­færsl­una. Vilji fólk teygja sig ofar í verði er hægt að fá „design plus“-út­færslu á tæp­ar 12,4 millj­ón­ir. Þá er e-tron á 21 tommu felg­um, með valcona-leðurá­klæði, Bang & Oluf­sen-hljóm­kerfi, 360° mynda­vél, raf­magns­færslu á stýris­hjóli og ýmsu til viðbót­ar.

Í öll­um út­færsl­um eru kaup­end­ur að fá þó nokkuð fyr­ir pen­ing­inn.

Fer sín­ar eig­in leiðir

Þegar verðið á e-tron 55 er borið sam­an við verð annarra „sam­bæri­lega“ bíla á markaðnum er hann sam­keppn­is­hæf­ur. Hann er í öllu falli á svipuðum slóðum og Jagu­ar I-PACE og Mercedes Benz EQC. Þegar kem­ur að ytra út­liti sver e-tron sig þó meira í ætt við nýj­ustu viðbót­ina við Benz-fjöl­skyld­una en þá hjá Jagu­ar. Því ræður að báðir fram­leiðend­ur hafa fetað sig nær klass­ísk­um lín­um sem sverja sig ótví­rætt í ætt við það sem áður hef­ur komið fram frá þeim meðan Jagu­ar fet­ar ein­stigið nær því að hanna bíl sem er aug­ljós­lega raf­vædd­ur. Af þess­um sök­um er ekki ósenni­legt að e-tron 55 muni höfða til fjöld­ans og þeirra sem vilja geta ekið á raf­magni án þess að skera sig úr með aug­ljósri vís­an til afl­gjaf­ans að baki kraft­in­um. Þeir hinir sömu þurfa þrátt fyr­ir það síður en svo að skamm­ast sín fyr­ir fák­inn. Hann er ein­stak­lega sport­leg­ur, bæði að fram­an og aft­an og renni­leg­ur er hann séð frá hlið. Audi e-tron 55 hef­ur allt sem prýða má góðan bíl – og raun­ar frá­bær­an bíl.

Audi e-tron 55 quattro

» 408 hest­öfl/​664 Nm

» Úr 0-100 km/ klst. á 5,7 sek.

» Há­marks­hraði 200 km/ klst.

» Fjór­hjóla­drif­inn

» Drægni 360-400 km

» Far­ang­urs­rými 660 l

» Eig­in þyngd 2.490 kg

» Kolt­ví­sýr­ings­los­un 0 g/ km

» Umboð: Hekla

» Verð frá 9.790.000 kr.

Audi ákvað að e-tron 55 bíllinn yrði smíðaður í verksmiðjuhúsnæði …
Audi ákvað að e-tron 55 bíll­inn yrði smíðaður í verk­smiðju­hús­næði sem áður var notað til að setja sam­an A1 stall­bak­inn. Það er staðsett í Brus­sel.

Há­tækni­verk­smiðja í Brus­sel

Audi ákvað að e-tron 55 bíll­inn yrði smíðaður í verk­smiðju­hús­næði sem áður var notað til að setja sam­an A1 stall­bak­inn. Það er staðsett í Brus­sel. Hús­inu var um­bylt og fyllt af nýj­ustu tækni og sjálf­virk­um ró­bót­um. Bygg­ing­in er um 540 þúsund fer­metr­ar en á þaki henn­ar er 37 þúsund fer­metra sól­ar­sella sem fram­leiðir allt að 3.000 mega­vatt­stund­ir af raf­magni. Seg­ir fyr­ir­tækið að sú fram­leiðsla spari um 700 tonn af kolt­ví­sýr­ingi sem ann­ars færi út í and­rúms­loftið af völd­um starf­sem­inn­ar. En Audi hef­ur gengið lengra í því skyni að kol­efnis­jafna fram­leiðsluna í Brus­sel og þannig hef­ur vatns­notk­un og loftræst­ing verið löguð að ýtr­ustu stöðlum sem ger­ir verk­smiðjuna eina þá um­hverf­i­s­vænstu í heimi. Sömu staðla hef­ur móður­fé­lagið sett varðandi upp­bygg­ingu verk­smiðjunn­ar í Stutt­g­art sem fram­leiða mun hinn raf­drifna Porsche Taycan.
Felgurnar setja punktinn yfir i-ið. Hann kemur með 19 tomma …
Felg­urn­ar setja punkt­inn yfir i-ið. Hann kem­ur með 19 tomma felg­um en fyr­ir rétt verð má stækka þær upp 21 tommu og þá verður e-tron sport­legri en allt sem sport­legt er. mbl.is/​RAX
Bíllinn er rýmri að innan en hann virðist að utan. …
Bíll­inn er rýmri að inn­an en hann virðist að utan. Afar vel fer um bíl­stjór­ann, einkum á lang­keyrslu. Inn­an­stokk­ur og akst­ur­eig­in­leik­ar spila þar sam­an. mbl.is/​RAX
Rafmótorarnir taka sitt pláss. Þrátt fyrir það er ágætt hólf …
Raf­mótor­arn­ir taka sitt pláss. Þrátt fyr­ir það er ágætt hólf í húddi bíls­ins þar sem gott er að koma fyr­ir hleðslukapli sem grípa má til. mbl.is/​RAX
Ágætis pláss er fyrir farþega í aftursætum. Það er þó …
Ágæt­is pláss er fyr­ir farþega í aft­ur­sæt­um. Það er þó á mörk­un­um að þar sé gott að koma fyr­ir stór­um barna­bíl­stól en það á við um marga bíla í dag. mbl.is/​RAX
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »