Skorar hátt á krúttskalanum

ORA 300 PRO er sprækur í akstri og tilvalinn fyrir …
ORA 300 PRO er sprækur í akstri og tilvalinn fyrir borgar búa sem leggja áherslu á útlitið. Eyþór Árnason

Leiðrétt: Í þess­ari um­sögn sem upp­haf­lega birt­ist í Bíla­blaði Morg­un­blaðsins 16. janú­ar var ritað að AC-hleðslu­geta bíls­ins væri hraðari en DC-hleðslu­geta. Rétt er að DC-hleðslu­geta er hraðari og er vel­v­irðing­ar beðist á þessu rang­hermi. Hér að neðan hef­ur um­rædd­ur hluti grein­ar­inn­ar verið felld­ur út.

Skvísu­bíl­ar hafa ávallt verið í miklu upp­á­haldi hjá mér; litl­ir, nett­ir og sæt­ir bíl­ar með stíl­hreinni og gjarn­an lita­sam­ræmdri inn­rétt­ingu og hljóðkerfi sem hægt er að blasta há­værri popp­tónlist í.

Skvísu­bíll er fyrsta orðið sem kom upp í huga mér þegar ég barði ORA 300 PRO-bíl­inn fyrst aug­um fyr­ir fram­an bílaum­boðið Heklu.

Bíll­inn sem mér áskotnaðist var hvít­ur með svörtu þaki og var út­bú­inn stór­um og glæsi­leg­um skjá sem teyg­ir sig yfir mæla­borðið bíl­stjóra­meg­in. Þegar sest er inn í farþega­rýmið synda fagr­ir Koi-vatnakarp­ar yfir mæla­borðið við stutta lag­línu sem lík­ist einna helst lagi úr spila­dós. Byrj­un­in lofaði því góðu.

Bíln­um svip­ar einna helst til Citroën-bjöllu, Mini Coo­pers eða Fiat 500, sem all­ir eru skvísu­bíl­ar að mínu skapi. Allt frá því að syst­ir mín klessti Fiat 500-bíl for­eldra okk­ar hef ég lifað við sár­ar minn­ing­ar þess er fest voru kaup á notaðri Nis­s­an Micru, sem lyktaði af hunda­hár­um og draug­um fyrri eig­enda, í stað Fiats­ins. Var ég því yfir mig ánægð að fá tæki­færi til að bruna um á fyrsta flokks skvísu­bíl að nýju, raf­vædd­um í þokka­bót.

Eitt stakk þó í aug­un er ég sett­ist inn í bíll­inn. Lít­ill skynj­ari með mynda­vél and­spæn­is bíl­stjóra­sæt­inu. Bíla­sal­an hafði gert mér viðvart um til­vist skynj­ar­ans og höfðu gant­ast með að ég skyldi ekki einu sinni reyna að taka upp sím­ann eða reyna að varalita mig á ferð. Skynj­ar­inn fór strax í taug­arn­ar á und­ir­ritaðri sem hef­ur aldrei verið mikið fyr­ir að láta skipa sér fyr­ir, hvorki af for­eldr­um né kenn­ur­um og hvað þá tölv­um. Ég hét því þó að leggja alla for­dóma til hliðar og ganga að bíln­um og skynj­ar­an­um með opn­um hug.

Bílinn er snotur og skartar hönnun, bæði að innan sem …
Bíl­inn er snot­ur og skart­ar hönn­un, bæði að inn­an sem að utan, sem mun án efa stand­ast tím­ans tönn. Eyþór Árna­son

Kín­versk­ir bíl­ar smeygja sér inn á evr­ópsk­an markað

ORA 300 PRO-bíll­inn er nýj­asta afurð bíla­fram­leiðand­ans GWM eða Great Wall Motor. Nafnið vís­ar að sjálf­sögðu til eins þekkt­asta mann­virk­is heims, Kínamúrs­ins, en GWM er einn stærsti og elsti bíla­fram­leiðandi lands­ins. Merkið hef­ur um langt skeið verið leiðandi í sölu á jepp­um, jepp­ling­um og pall­bíl­um í Kína, en hef­ur nú fært sig yfir í borg­ar­bíl­ana.

Bíll­inn heit­ir réttu nafni Fun­ky Cat, þar sem evr­ópska skrif­stofa merk­is­ins taldi upp­runa­legt nafn bíls­ins Good Cat ekki duga á evr­ópsk­um markaði. Rök þessa eru und­ir­ritaðri ókunn­ug, en svo virðist sem Fun­ky Cat-nafnið sé einnig lítt notað í mörg­um lönd­um, þar á meðal hér­lend­is og er bif­reiðin ein­ung­is aug­lýst sem ORA 300 PRO. Per­sónu­lega þykir mér hún missa krútt­stig með nýju nafn­gift­inni.

Bíla­fram­leiðend­ur í Kína hafa vissu­lega gerst fram­sækn­ari á alþjóðamarkaðnum á síðustu árum í kjöl­far raf­bíla­væðing­ar­inn­ar og hafa hægt og ró­lega látið meira á sér bera á evr­ópsk­um markaði. Marg­ir hverj­ir geta boðið upp á betri verðmiða en evr­ópsk­ir og banda­rísk­ir fram­leiðend­ur og hafa einnig sér­hæft sig í raf­hlöðum sem þola hita- og kulda­breyt­ing­ar bet­ur en aðrar.

Áhyggj­ur hafa verið uppi um að verðmun­in­um fylgi skerðing á gæðum og að stöðlum fram­leiðslu og hönn­un­ar á bíl­um í Kína sé háttað öðru­vísi. Það á þó svo sann­ar­lega ekki við í til­felli ORA 300 PRO sem er, að mati ör­ygg­is­ráðs, ívið ör­ugg­ari en marg­ir bíl­ar á vest­ræn­um markaði.

Eru ekki all­ir spennt­ir?

Bíll­inn er met­inn ör­ugg­ast­ur í flokki lít­illa fjöl­skyldu­bíla að mati Evr­ópska bíla­ör­ygg­is­ráðsins (EURO NCAP) sem gef­ur hon­um fimm ör­ygg­is­stjörn­ur. Er hann því ef­laust til­val­inn fyr­ir glanna­lega ung­ling­inn til að róa taug­ar áhyggju­fullra for­eldra; eldri borg­ara sem eru orðnir óör­ugg­ari á vegi eða Elvan­se-svelta at­hygl­is­brest­spésa.

Skynj­ar­inn fylg­ist vissu­lega vel með at­hygl­is­getu bíl­stjór­ans og ger­ir hon­um viðvart ef hann tel­ur augu öku­manns­ins leita of lengi af um­ferðinni eða ef hann virðist vera far­inn að þreyt­ast. Bíll­inn gef­ur þá fyr­ir­skip­an­ir um að hafa aug­un á veg­in­um og minn­ir öku­mann einnig á að bremsa ef bíll er fyr­ir fram­an hann. Tók ég sér­stak­lega eft­ir því að fyr­ir­mæli bíls­ins urðu tíðari eft­ir því sem ég blaðraði meira við farþega mér við hlið.

Það er ef­laust ekki fyr­ir alla að láta skipa sér fyr­ir í akstri en þrátt fyr­ir eig­in þrjósku tók það mig styttri tíma að venj­ast af­skipt­um skynj­ar­ans af akstr­in­um en ég hafði bú­ist við. Mætti jafn­vel segja að ég hafi tamið mér betri akst­ur­svenj­ur fyr­ir vikið af hreinni og beinni sam­visku­semi og regluþræls­lund.

Bif­reiðin leyf­ir öku­manni ekki að keyra af stað belt­is­laus­um sem kann einnig að ergja marga og þykja stjórn­samt. Þó má segja að það sama hafi átt við þegar marg­ir bíla­fram­leiðend­ur bættu við virkni sem spil­ar taugatrekkj­andi hljóð þegar keyrt er af stað án bíl­belt­is, sem nú er í öll­um nýj­um bíl­um. Má jafn­vel minn­ast þess er regl­ur voru sett­ar um að bíl­belti skyldu vera í öll­um bif­reiðum, sem marg­ir áttu erfitt með að fella sig við í upp­hafi. Er því einnig hægt að álykta sem svo að um sé að ræða nýj­an lið í þróun bíl­belta og að inn­an skamms muni eng­ir bíl­ar halda af stað fyrr en all­ir farþegar séu spennt­ir í belt­in.

Augljóst er að nostrað hefur verið við smáatriði innréttingarinnar.
Aug­ljóst er að nostrað hef­ur verið við smá­atriði inn­rétt­ing­ar­inn­ar. Eyþór Árna­son

Kem­ur skemmti­lega á óvart í akstri

Bíll­inn er afar nett­ur og er því ein­stak­lega hraður og lip­ur á vegi. Býr hann einnig yfir skyn­vædd­um hraðastilli sem er hugsaður til að halda ör­uggri fjar­lægð frá öku­tæk­inu fyr­ir fram­an og lyfti ökumaður fæti af brems­unni dreg­ur bíll­inn afar skjótt úr hraðanum. Hröð heml­un­in er þó ekki alltaf sniðug, þá sér­stak­lega ef ann­ar bíll fylg­ir fast á hæla manns. Í öllu falli verður akst­ur­inn ei­lítið kipp­kennd­ur og þreyt­andi þegar stans­laust er gefið í og dregið úr. Ýmsar aðrar ör­ygg­is- og þæg­ind­astill­ing­ar fylgja bíln­um, þar á meðal árekstr­ar­vökt­un að fram­an og aft­an með neyðar­heml­un, en sem bet­ur fer kom ekki til þess að blaðamaður þyrfti að reyna á hana. Þess skal þó geta að hægt er að slökkva á flest­um still­ing­un­um höfði þær ekki til bíl­stjóra.

ORA 300 PRO kem­ur aft­ur á móti skemmti­lega á óvart í bæði hraðakstri og á erfiðari veg­um. Þrátt fyr­ir að vera ef­laust hugsaður meira fyr­ir borg­ar­lífs­stíl er hann afar góður og stöðugur á gróf­ari veg­um, sem hef­ur ekki alltaf verið raun­in þegar kem­ur að kín­versku bíl­un­um. Hægt er að skipta á milli fjög­urra akst­urs­still­inga: Auto, Normal, Sport og Eco, en bíll­inn tek­ur afar vel við sér í beygj­um af fram­hjóla­bíl að vera.

Hvað varðar stefnu­ljós bíls­ins er hönn­un þeirra afar skemmti­leg, þar sem þau eru hring­laga og inn­byggð í fram­ljós­in, sem minna einna helst á stór augu. Hönn­un aft­ur­ljós­anna er ekki síður ein­stök en auk tveggja minni ljósa neðst á bíln­um er inn­byggð ljós­rönd í aft­ur­rúðuna.

Sjálf stefnu­ljós­astill­ing­in er aft­ur á móti mjög viðkvæm og þarf sér­stak­lega fín­gerðar og ná­kvæm­ar hreyf­ing­ar til að slökkva á stefnu­ljós­un­um, en einnig eru þau lengi að slökkva á sér sjálf­krafa. Eins og gef­ur að skilja get­ur það leitt til vand­ræða og rugl­ings á vegi þegar stefnu­ljós­in slökkva ekki á sér held­ur breyta um stefnu og biður und­ir­rituð því öku­menn á Arn­ar­nes­veg­in­um síðla dags 16. des­em­ber for­láts á rugl­ings­legri stefnu­ljósa­gjöf.

Þess má einnig geta að ekki er rúðuþurrka á aft­ur­rúðu bíls­ins, sem kann ef­laust að eiga sér skýr­ingu í ólíku veðurfari í upp­runa­landi öku­tæk­is­ins. Hvað sem því líður reynd­ist það þó síður hent­ugt í des­em­berslabb­inu hér á landi að sjá ekki al­menni­lega út um aft­ur­rúðuna. Framrúða bíls­ins er aft­ur á móti búin veru­lega góðri rúðuþurrku og rign­ing­ar­skynj­ara, sem set­ur þurrk­urn­ar sjálf­krafa af stað þegar vart verður við regndropa.

Hönn­un sem stenst tím­ans tönn

Inn­rétt­ing bíls­ins er ein­stak­lega fal­leg og skemmti­leg bólstrun er ráðandi fyr­ir út­lit henn­ar. Í til­felli láns­bíls­ins var inn­rétt­ing­in ásamt bólstr­un­inni grá/​svört með blá­um saumi en hægt er að velja aðrar lita­sam­setn­ing­ar. Blái saum­ur­inn popp­ar upp út­lit inn­rétt­ing­ar­inn­ar á fágaðan hátt sem mun að öll­um lík­ind­um stand­ast tím­ans tönn.

Sæti bíls­ins eru ekki ein­göngu mjúk held­ur einnig auðveld­lega still­an­leg og er afar þægi­legt að sitja við stýri í bíln­um. Kom það einnig sér­stak­lega á óvart hve rúm­góður ORA 300 Pro er með til­liti til þess hve lít­ill og nett­ur hann er. Fóta­rými er afar gott bæði í aft­ur­sæt­um og fram­sæt­um og skottið ágætt miðað við stærð bíls­ins. Hljóðkerfi var einnig af­bragðsgott og góður ómur í bíln­um. Stóðst hann einnig sím­tals­próf leyfi ég mér að full­yrða eft­ir að hafa prufu­keyrt síma­kerfið vel og mikið til að stytta mér stund­ir í akstr­in­um.

ORA-láns­bíll­inn var tví­lit­ur, hvít­ur og svart­ur, en hann er einnig fá­an­leg­ur í tví­litu rauðu og svörtu ásamt ein­litu svörtu, hvítu og rauðu og grænu, en und­ir­ritaðri þykir bíll­inn í litn­um Starry Green sér­stak­lega eigu­leg­ur. Mæla­borðið er ein­stak­lega fal­legt og slétt og er frá­gang­ur á út­liti bíls­ins til mik­ils sóma og aug­ljóst að nostrað hef­ur verið við smá­atriðin.

Lang­ur skjár mæla­borðsins fell­ur vel að bíln­um og er ekki stór og klunna­leg­ur þrátt fyr­ir að taka mikið pláss. Skjár­inn skipt­ist í raun í tvo 10,25" snerti­skjái sem sækja sjálf­krafa upp­færsl­ur. Eru báðir skjá­ir afar snögg­ir að bregðast við skip­un­um og auðvelt að tengja við Apple Car Play og Android Auto.

Blaðamanni þótti vanta fleiri flýtileiðir í mælaborð bílsins.
Blaðamanni þótti vanta fleiri flýti­leiðir í mæla­borð bíls­ins. Eyþór Árna­son

Mögu­leik­ar á still­ing­um ORA 300 PRO eru ótelj­andi og er bíll­inn af­skap­lega vel bú­inn nýj­asta hug­búnaði sem nú­tíma­bíl­stjór­ar kunna að vilja not­ast við. Þar á meðal má nefna radd­stýr­ingu sem er æði þjál, en bæði er hægt að velja rödd henn­ar og helstu tungu­mál ver­ald­ar. Er hún ansi ræðin og er fjöldi fyr­ir­skip­ana og spurn­inga sem hún skil­ur og svar­ar. Þar á meðal er hægt að vekja bíl­inn með setn­ing­unni „Hello Ora“ eða setn­ingu að eig­in vali.

Einnig voru skemmti­leg hljóð, sem minna helst á tölvu­leiki á borð við Wii Sport, ein­kenn­andi fyr­ir tölvu­kerfi bíls­ins og setja bíl­inn enn hærra á krúttskal­an­um. Mynda­vél­ar­kerfi kem­ur einnig skemmti­lega á óvart og veit­ir 360° út­sýni um­hverf­is hann, en hægt er að nota snerti­skjá­inn til að snúa mynd­inni og skoða um­hverfi bíls­ins frá fleiri hliðum áður en haldið er af stað.

Miðstöðvar­kerfi bíls­ins fell­ur þó ekki endi­lega að gam­aldags smekk blaðamanns á hitastill­ing­um utan tveggja takka sem kveikja og slökkva á rúðublástri, og á ferðinni er það tölu­vert bjást­ur að stilla hit­ann á snerti­skján­um. Á það sér­stak­lega við þegar kveikt er á Apple Car Play, þar sem ekki er ein ein­föld leið til að fara aft­ur í hitastill­ing­arn­ar í al­menna kerfi bíls­ins.

Ekki er hægt að líta fram hjá verðmiðanum í mati bíls­ins, tæp­ar 5,9 millj­ón­ir, sem telst afar gott í sam­an­b­urði við sam­bæri­lega bíla. Ef til þess er litið að ORA 300 PRO er spræk­ur í akstri, lít­ill og snot­ur má segja að hann sé til­val­inn fyr­ir borg­ar­búa, eða jafn­vel skvís­ur sem leggja áherslu á út­lit við bíla­valið. Bif­reiðin myndi án efa einnig duga vel á vegi í ut­an­bæjar­ferðum, ef far­ang­ur­inn er létt­ur og þol­in­mæði á hleðslu­stöðvum er höfð með í för.

GWM ORA 300 PRO

  • Afl mótors: 126 kW /171 hö.
  • Tog: 250 Nm.
  • Hröðun (0-100km): 8,3 sek.
  • Drægni: 310 km (WLTP)
  • Fram­hjóla­drif­inn
  • Stærð raf­hlöðu: 48 kWst
  • DC Hleðslu­geta: 64 kW á klst.
  • Hleðslu­geta með heima­stöð: Allt að 11 kW á klst.
  • Umboð: Hekla
  • Verð: 5.890.000 kr

Grein­in birt­ist upp­haf­lega í Bíla­blaði Morg­un­blaðsins 16. janú­ar 2024.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka