Nútímalegri Dacia Duster

Kynningin fór fram við sjávarsíðuna í Lissabon og naut bíllinn …
Kynningin fór fram við sjávarsíðuna í Lissabon og naut bíllinn sín sérlega vel á klettasyllu með brimið í baksýn.

Dacia Dust­er var ann­ar mest seldi fólks­bíll­inn á Íslandi á síðasta ári. Það er því ekki skrýtið að eft­ir­vænt­ing sé far­in að byggj­ast upp fyr­ir nýrri og end­ur­bættri út­gáfu bíls­ins sem vænt­an­leg er nú í sum­ar, þriðju kyn­slóðinni.

Fram­leiðand­inn efndi til for­sýn­ing­ar á bíln­um í Lissa­bon í Portúgal í nóv­em­ber síðastliðnum og þangað mættu blaðamenn víðsveg­ar að úr heim­in­um til að berja grip­inn aug­um. Það var ekki að sjá annað á mann­skapn­um en að hann væri hæst­ánægður með það sem fyr­ir augu bar.

Dacia Dust­er, sem kem­ur upp­haf­lega frá Rúm­en­íu, hef­ur í gegn­um árin fengið hrós fyr­ir hag­stætt verð og ein­fald­leika, þó að sum­um gæti kannski fund­ist hann ganga þar full­langt. Það er því bæði kost­ur og galli en með nýju út­gáf­unni hef­ur ýmsu bæði skemmti­legu og nota­drjúgu verið bætt í öku­tækið sem ætti að kæta bæði gagn­rýn­end­ur og unn­end­ur bíls­ins.

Dacia Dust­er er á ferm­ing­ar­aldri. Hann á fjór­tán ára af­mæli í ár og nýt­ur góðs af því að vera í eigu Reu­nault-bíla­fyr­ir­tæk­is­ins franska. Sann­prófaðar nýj­ung­ar í Renault skila sér að jafnaði um þrem­ur árum síðar inn í Dust­er­inn eins og for­stjóri Dacia talaði um á kynn­ing­ar­fundi í strand­húsi við hvít­ar og klett­ótt­ar Lissa­bon­strend­ur. Þar stóð nýi Dust­er­inn til sýn­is í öllu sínu veldi.

Upplýsingakerfið er rúmlega tíu tommur og býður upp á helsta …
Upp­lýs­inga­kerfið er rúm­lega tíu tomm­ur og býður upp á helsta sem þarf, þar á meðal Apple Car Play og Android Auto.

Sval­ur og nota­drjúg­ur

For­stjór­inn talaði ít­rekað um að nýi Dust­er­inn væri „sval­ur“ (e. cool), um­hverf­i­s­vænn (e. eco) og nota­drjúg­ur (e. economical) en til sýn­is voru tvær mis­mun­andi út­gáf­ur og fengu blaðamenn ein­ung­is að ganga í kring­um bíl­inn og setj­ast inn en ekki aka að þessu sinni.

Öku­tækið er í takt við tím­ann að því leyti að 20% end­urunnið Starkle-plast er í plast­hlíf­um að utan. Eru þessi hlut­ar bif­reiðar­inn­ar merkt­ir með end­ur­vinnslu­merk­inu til ít­rek­un­ar, auk þess sem litl­ar hvít­ar dopp­ur í plast­inu gefa enn­frem­ur sterk­lega til kynna að um end­ur­vinnslu sé að ræða.

Lógóið er eins og bíll­inn sjálf­ur að ytra og innra byrði orðið kantaðra, nú­tíma­legra og stór­skorn­ara og mér duttu strax í hug lín­urn­ar í Land Rover Def­end­er þegar ég sá far­ar­tækið fyrst en þetta út­lit virðist vera í tísku nú um stund­ir. Það ger­ir bíl­inn óneit­an­lega gæja­leg­an og gef­ur þau skila­boð að hann sé til í ærsl og sprell.

Mikið var á kynn­ing­unni talað um nýtt kerfi sem Dacia kall­ar „Youclip“, en í það er hægt að smella ýms­um auka­hlut­um bæði í innra rými og skott, hlut­um eins og ljósi, hanka, síma­hald­ara og gla­sa­hald­ara. Þetta er skemmti­legt en maður spyr sig hvort þetta sé eitt­hvað sem fólk al­mennt kem­ur til með að nota. Sjá­um til með það.

Allt í allt eru átta staðir þar sem hægt er að koma smell­un­um fyr­ir. Aft­an á höfuðpúðum (hægt að smella þar til dæm­is spjald­tölv­um fyr­ir krakk­ana), í miðjunni að aft­an, tveir í skotti, einn á mæla­borði og einn hjá fót­um í farþega­sæti.

Þetta snjalla kerfi, eins og for­stjór­inn lýs­ir því, verður í öll­um nýj­um Dacia-bíl­um í framtíðinni.

Útlitið er orðið kantaðra og stórskornara rétt eins og lógóið.
Útlitið er orðið kantaðra og stór­skorn­ara rétt eins og lógóið. Þórodd­ur Bjarna­son

Meiri tor­færu­bíll

Nýi bíll­inn er sem sagt enn meiri tor­færu­bíll en sá gamli og búið að buffa hann svo­lítið upp. Full­yrti for­stjór­inn að maður væri sem fyrr að fá mikið fyr­ir pen­ing­inn, enda hef­ur það alltaf verið stefna Dacia.

Eitt af því sem sann­prófað hef­ur verið í Renault-bíl­um er tvinn­vél­in sem nú má finna und­ir húdd­inu á nýja Dust­ern­um. Hún var ein­fald­lega tek­in af Renault-hill­unni og komið fyr­ir í Dacia Dust­er 2024. Vél­in ætti að gefa kost á um helm­ings­orku­sparnaði og kol­efn­isút­blást­ur minnk­ar um 10% ef keyrt væri ein­göngu á bens­íni.

Bíll­inn er 166 sm á hæð, 1,8 metr­ar á breidd, 434 sm á lengd, en 209 mm frá jörðu í tví­hjóla­drifsút­gáf­unni og 217 í fjór­hjóla­drifsút­gáf­unni. Skottið er síðan 472 lítr­ar.

Eins og menn þekkja úr fjölda annarra bíla býður sjálf­skipt­ing­in í fjór­hjóla­drifs­bíln­um upp á fjöl­val eft­ir því hvernig ökuaðstæðum bíll­inn er í. Þar má nefna snjóval, sand­val og ójöfn­ur. Svo er sjálf­virkni­val fyr­ir dag­lega notk­un, ásamt um­hverf­i­s­væna Eco-kost­in­um. Af þessu má ráða að bíll­inn er til í hvað sem er hvenær sem er. Einnig er hægt að fá bíl­inn með hefðbund­inni sex gíra gír­skipt­ingu.

Inni er bíll­inn með 10,1 tommu snerti­skjá með leiðsögu­kerfi og flestu því sem menn eiga að venj­ast nú til dags í svona búnaði, þar á meðal Android Auto og Apple Car Play.

Útgáf­urn­ar sem voru til sýn­is í Lissa­bon kall­ast Extreme og Jour­ney. Þær eru tvær af fjór­um sem Dust­er hyggst kynna á ár­inu. Jour­ney er hugsaður meira fyr­ir borg­ar­notk­un en Extreme fyr­ir önn­ur og kröfu­h­arðari æv­in­týri uppi í sveit.

Ekki er boðið upp á díslbíl í Evr­ópu frá og með þess­ari 2024-út­gáfu.

Sætin í Extreme-útgáfunni eru bæði sportleg og vatnsheld og þægilegt …
Sæt­in í Extreme-út­gáf­unni eru bæði sport­leg og vatns­held og þægi­legt er að sitja í þeim. Þórodd­ur Bjarna­son

Gott höfuðpláss

Þegar innra byrðið er skoðað nán­ar má sjá þar tvö USB-tengi fyr­ir farþega. Það var þægi­legt að sitja í bíln­um og höfuðpláss var gott. Ekki er boðið upp á neinn „óþarfa“ eins og raf­magn í sæt­um, enda er ein­fald­leik­inn hér í fyr­ir­rúmi, eins og Dacia hef­ur löng­um státað af.

Það sem ein­kenn­ir Extreme-út­gáf­una er að kop­ar­lit­ur endu­spegl­ast inni og úti. Lit­ur­inn er í spegli, í felg­unni og svo inni í bíln­um líka. Nokkuð lag­legt.

Sæt­in eru vatns­held í Extreme og auðvelt að þrífa þau. Það er mjög sval­ur fíd­us, sér­stak­lega ef maður kem­ur grút­skít­ug­ur inn í bíl­inn beint úr sveita­verk­um eða ann­arri úti­vist.

Sex hátal­ar­ar bíls­ins skapa ágæt­is hljóð auk þess sem ýms­ar still­ing­ar eru í boði í kerf­inu, eins og bassi sem læt­ur manni líða eins og á dans­gólf­inu á Ibiza. Talk-still­ing­in á að auðvelda hlust­un á hlaðvörp.

Dust­er-unn­end­ur fá hér tals­vert fyr­ir sinn snúð og ljóst er að þessi nýja út­gáfa er klár­lega lík­leg til að stækka aðdá­enda­hóp bíls­ins enn frek­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka