Vígalegur sportjeppi mættur

Svipur Jaguar-bíla er nokkuð afgerandi og einkennist helst af bogadregnu …
Svipur Jaguar-bíla er nokkuð afgerandi og einkennist helst af bogadregnu vélarhúddinu, áberandi framenda þar sem haldið er í sígilt útlit og mjúkum línum í hliðum. Árni Sæberg

Það eru tæp sjö ár liðin frá því að bílaum­boðið BL hóf að flytja inn Jagu­ar eft­ir að hafa nælt sér í umboðið fyr­ir vörumerkið sem við þekkj­um að mestu úr bíó­mynd­um. Þar er að vísu und­an­skil­in Jagu­ar-bif­reið Nó­bels­skálds­ins sem það lagði fyr­ir fram­an sveita­set­ur sitt með sund­laug­inni sam­hliða því sem það lofaði lífið aust­an járntjalds­ins – en það er nú önn­ur saga.

Sportjepp­inn Jagu­ar F-Pace, sem jafn­framt er fyrsti sportjepp­inn (SUV) frá Jagu­ar, var vin­sæl­ast­ur Jagu­ar-bif­reiða fyrstu tvö árin eft­ir að sala þeirra hófst hér á landi, en hef­ur á liðnum árum þurft að lúta í lægra haldi fyr­ir frænda sín­um, raf­magn­sjepp­an­um I-Pace sem notið hef­ur vin­sælda eins og marg­ir aðrir raf­magns­bíl­ar.

Jagu­ar kynnti þó ný­lega til leiks nýja út­gáfu af F-Pace; aldrif­inn F-Pace SE R-Dynamic, sem kem­ur í ten­gilt­vinnút­færslu (e. Plug-in Hybrid). Vitað er að marg­ir Jagu­ar-unn­end­ur hafa beðið eft­ir þess­ari út­gáfu bíls­ins, en þetta er fyrsti ten­gilt­vinn­bíll­inn frá Jagu­ar. Bíll­inn er nú þegar fá­an­leg­ur hér á landi.

Líkt og bú­ast mátti við er bif­reiðin ríku­lega búin öll­um helsta þæg­inda- og ör­ygg­is­búnaði og sver sig vel inn í vandaða fram­leiðslu Jagu­ar. F-Pace SE R-DYN PHEV er búin fjög­urra strokka bens­ín­vél og 105 kW raf­mótor. Það er kraft­mik­il blanda sem gef­ur um 404 hest­öfl og 640 Nm tog með 8 gíra sjálf­skipt­ingu. Hröðunin frá 0-100 km/​klst. er aðeins 5,3 sek­únd­ur. Upp­gef­in drægni á raf­magni ein­göngu er um 65 km, en raf­hlaðan er 17,1 kWst. Upp­gef­inn tími á 80% hleðslu er 30 mín­út­ur.

Jaguar F-Pace SE R-DYN PHEV er búin fjögurra strokka bensínvél …
Jagu­ar F-Pace SE R-DYN PHEV er búin fjög­urra strokka bens­ín­vél og að auki 105 kW raf­mótor. Það er kraft­mik­il blanda sem gef­ur um 404 hest­öfl og 640 Nm tog með 8 gíra sjálf­skipt­ingu. Árni Sæ­berg

Haldið í sí­gilt út­lit

Eins og sjá má á mynd­un­um hér á síðunni er þetta glæsi­leg­ur bíll. Fram­leiðand­inn er vissu­lega þekkt­ur fyr­ir fágaða og vandaða bíla og þrátt fyr­ir að Jagu­ar sé nú hluti af Land Rover, sem einnig fram­leiðir lúx­us­bíla, hef­ur Jagu­ar náð að halda ein­kenn­um sín­um sæmi­lega. Svip­ur Jagu­ar-bíla er nokkuð af­ger­andi og ein­kenn­ist helst af boga­dregnu vél­ar­húdd­inu, áber­andi fram­enda þar sem haldið er í sí­gilt út­lit og mjúk­um lín­um í hliðum.

Meðal staðal­búnaðar Jagu­ar F-Pace SE R-DYN PHEV má nefna tólf mis­mun­andi still­ing­ar á upp­hit­an­leg­um fram­sæt­un­um, Mer­idi­an-hljóm­flutn­ings­kerfi sem m.a. er stjórnað á rúm­lega 11 tommu PiVi-afþrey­ing­ar­snerti­skjá, hita í stýri, framrúðu, rúðup­issi og hliðarspegl­um, nálg­un­ar­vara að fram­an og aft­an auk þess sem bíll­inn er bú­inn 20 tommu tví­lit­um ál­felg­um, raf­drifn­um aft­ur­hlera og sjálf­virk­um Premium LED-aðalljós­um með ein­kenn­andi dag­ljós­um. Til viðbót­ar við þetta allt sam­an geta eig­end­ur bætt við ým­iss kon­ar auka­búnaði, svo sem glerþaki, 360° mynda­véla­kerfi, lang­boga og fleira.

Líkt og búast mátti við er bíllinn ríkulega búinn öllum …
Líkt og bú­ast mátti við er bíll­inn ríku­lega bú­inn öll­um helsta þæg­inda- og ör­ygg­is­búnaði og sver sig vel inn í vandaða fram­leiðslu Jagu­ar. All­ar still­ing­ar eru vel aðgengi­leg­ar öku­manni meðan á akstri stend­ur. Árni Sæ­berg

Fínn upp og niður Kamb­ana

Reynsluakst­ur F-Pace SE R-Dynamic gef­ur góða til­finn­ingu fyr­ir bíln­um. Við akst­ur inn­an borg­ar reyn­ist bíll­inn afar þægi­leg­ur í flesta staði. Viðbragðið er fínt og upp­lif­un­in af akstri er al­mennt góð. Bíln­um var einnig ekið um Suður­land og hann sæm­ir sér vel á þjóðveg­um lands­ins. Það er stund­um ágæt­is viðmið, eða mæli­kv­arði á þæg­indi, að aka bíl upp og niður Kamb­ana fyr­ir ofan Hvera­gerði til að sjá hvernig hann hag­ar sér. Við akst­ur niður Kamb­ana, á sæmi­leg­um hraða, er bíll­inn stöðugur niður helstu beygj­ur og maður finn­ur ekki mikið fyr­ir hraða eða sveigj­um. Akst­ur upp Kamb­ana síðar sama dag, aft­ur á sæmi­leg­um hraða, gef­ur einnig góða raun. Hann er kraft­mik­ill en ef finna má að ein­hverju þá mætti viðbragðið í gír­skipt­ing­unni vera ör­lítið betra og við inn­gjöf hikst­ar bíll­inn lít­il­lega. Við akst­ur á svo öfl­ug­um bíl ætl­ast maður til þess að skipt­ing­in gangi snurðulaust fyr­ir sig, sér­stak­lega þegar stillt er á spor­takst­ur sem á að gefa meiri kraft. Maður get­ur þó skipt yfir í bein­skipt­an sem virk­ar bet­ur í slík­um aðstæðum og þá geng­ur skipt­ing­in að því er virðist hraðar fyr­ir sig. Er­lend­ir bíla­blaðamenn hafa bent á það sama.

Heilt yfir var akst­ur­inn ljúf­ur og bíll­inn stóð und­ir vænt­ing­um.

Við akst­ur inn­an­bæjar er bíll­inn þægi­leg­ur. Stýrið er ná­kvæmt og svar­ar vel, beygjura­díus­inn er knapp­ur og viðbragðið alla jafna snarpt. Fjöðrun­in er fín og ýtir und­ir stöðug­leika bíls­ins. Maður finn­ur það í hring­torgi, við ótelj­andi hraðahindr­an­ir á höfuðborg­ar­svæðinu og eins þegar keyrt er á mis­góðum þjóðveg­um. Allt viðmót er vandað og maður upp­lif­ir sig eins og maður hafi eitt­hvert al­vöru er­indi á göt­una – sem er jú kost­ur. Ökumaður fær fljótt til­finn­ingu fyr­ir því hvernig best er að stilla akst­urslag bíls­ins eft­ir því hvort maður er að keyra inn­an­bæjar eða á þjóðvegi. Það skipt­ir ekki höfuðmáli, en eyk­ur vissu­lega upp­lif­un og gæði ef maður er með þær still­ing­ar á hreinu.

F-Pace er ekki fjölskyldubíll í þeim skilningi, enda markhópurinn frekar …
F-Pace er ekki fjöl­skyldu­bíll í þeim skiln­ingi, enda mark­hóp­ur­inn frek­ar eldra fólk sem á upp­kom­in börn. Það fer þó vel um tvo full­orðna ein­stak­linga í aft­ur­sæt­um bíls­ins og glerþakið ger­ir mikið fyr­ir út­sýnið. Árni Sæ­berg

Að njóta tækn­inn­ar

Viðmótið inn­an bíls­ins gef­ur góða upp­lif­un. Efn­is­val og um­gjörð inn­rétt­inga er til fyr­ir­mynd­ar, sæt­in eru þægi­leg og rúm­góð fyr­ir öku­mann og farþega. Hönn­un á inn­rétt­ing­um er öll til fyr­ir­mynd­ar, þeir Jagu­ar-menn kunna þetta vel.

Snerti­skjár­inn er flott­ur og býður upp á ótelj­andi mögu­leika til að stilla bíl­inn og viðmót hans eft­ir hent­ug­leika. Það er dá­lít­ill galli að maður þurfi að ýta nokkuð fast á skjá­inn (miðað við snerti­skjái al­mennt) en það venst hratt og inn­an fárra daga er maður far­inn að spila á skjá­inn eins og pí­anó. Eins og með aðra bíla þá á maður ekki að láta tækn­ina koma sér úr jafn­vægi held­ur njóta henn­ar.

Ætla má að helstu keppi­naut­ar bíls­ins séu Volvo XC60, BMW X3 og Alfa Romeo Stel­vio, og það mætti bæta Audi Q8 og Lex­us RX við þenn­an lista af vönduðum bíl­um sem eru í boði. Nýja út­gáf­an af Jagu­ar F-Pace stend­ur und­ir vænt­ing­um og veit­ir öðrum lúx­us-sportjepp­um harða sam­keppni og mun vekja áhuga þeirra sem vilja ten­gilt­vinn­bíla.

Farangursrýmið er rúmlega 480 l fyrir aftan aðra sætaröð en …
Far­ang­urs­rýmið er rúm­lega 480 l fyr­ir aft­an aðra sætaröð en um 1.300 l ef aft­ur­sæt­in eru felld niður. Árni Sæ­berg

Jagu­ar F-Pace SE R-Dynamic

Um 400 hest­öfl

5,3 sek. í 100 km hraða

640 Nm tog með 8 gíra sjálf­skipt­ingu

Eyðsla: 6,3-6,7 l/​100 km í blönduðum akstri

Los­un CO2: Um 37 g/​km

Heild­arþyngd um 2,7 tonn

Há­marksþyngd í drætti um tvö tonn

Upp­gef­in drægni á raf­magni ein­göngu er um 65 km við bestu aðstæður

Umboð: BL

Verð: 14,6-15,2 m.kr.

 

Grein­in birt­ist upp­haf­lega í Bíla­blaði Morg­un­blaðsins 21. nóv­em­ber 2023

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka