Strangheiðarleg steranotkun

Ineos Grenadier vekur athygli hvar sem hann fer. Dregur jafnvel …
Ineos Grenadier vekur athygli hvar sem hann fer. Dregur jafnvel athyglina frá Reynisdröngum í haugasjó. Bíllinn vekur hughrif og yfir honum hvílir ákveðin dulúð, með réttu. mbl.is/Brynjólfur Löve

Það var allt annað að sjá Manchester United spila á Old Trafford um liðna helgi. Leik­gleði og lausnamiðaður sókn­ar­leik­ur. Þétt­leiki í vörn­inni. 4-3 sig­ur á Li­verpool er ekki eitt­hvað sem maður hefði veðjað á þegar flautað var til leiks. En maður hefði svo sem ekki trúað því að Jim Ratclif­fe, breski auðmaður­inn sem þessi grein er að hluta helguð, yrði hlut­skarp­ast­ur í kapp­hlaup­inu um fót­bolta­fé­lagið forn­fræga, svona í ljósi þess að hann atti þar kappi við rík­ustu ol­íu­sj­eika í heimi, sem kalla alls ekk­ert ömmu sína. Bara hreint ekki neitt – ekki einu sinni ömm­ur sín­ar!

En karl­inn hafði bet­ur og virðist vera á ein­hverri leið með að snúa fé­lag­inu frá villu síns veg­ar, sem það hef­ur nær sam­fellt verið á frá ár­inu 2013, þegar Sir Alex yf­ir­gaf sviðið. Og þetta hef­ur Ratclif­fe reynd­ar sér­hæft sig í að gera. Hann hef­ur auðgast á efna­fram­leiðslu, sem hann hef­ur byggt upp í kring­um kaup á fyr­ir­tækj­um sem voru í basli. Hann sér tæki­fær­in þar sem aðrir sjá þau ekki.

Aldrei í tæri við vatn?

Þar kom­um við ein­mitt að Grena­dier. Bíl sem Ratclif­fe hef­ur látið hanna og smíða og koma á markað. Meðan all­ir bíla­fram­leiðend­ur leggja nótt við nýt­an dag til að koma með nýja raf­bíla á markaðinn, og hóta því að standa sig í vel í vetn­isþró­un­inni líka, sá auðkýf­ing­ur­inn tæki­færi í að upp­fylla þarf­ir þeirra sem vilja dísildreka sem tekst á við ítr­ustu aðstæður með bros á vör. Þar kikk­ar ef­laust inn fortíðarþrá veiðimanns­ins sem elskaði Def­end­er eins og hann var, áður en hon­um var breytt í banka­stjórajeppa sem hef­ur það eina hlut­verk að taka of mikið pláss í um­ferðinni. Örlög flestra bíla af þeirri teg­und minna á sund­kapp­ann sem aldrei komst í tæri við vatn.

En Grena­dier er af öðrum toga spunn­inn. Útlitið minn­ir sann­ar­lega um margt á gamla Def­end­er­inn og sæk­ir einnig inn­blást­ur í Geland­ewagen, sem af ýms­um ástæðum hef­ur hlotið sömu ör­lög og sundmaður­inn fyrr­nefndi. Ólíkt því rán­dýra lúx­us­skrímsli er Grena­dier sann­kallaður Spart­verji. Hann hef­ur það eina hlut­verk að þjösn­ast í gegn­um verk­efni dags­ins, berj­ast fum­laust og hafa sig­ur.

Það er hægt að renna heilu vörubretti inn í bílinn …
Það er hægt að renna heilu vöru­bretti inn í bíl­inn ef báðar skott­h­urðirn­ar eru opnaðar. Þar má koma fyr­ir nettu hrein­dýri ef svo ber und­ir. En viðlegu­búnaður fer líka vel. Plássið er drjúgt, ekki síst á hæðina. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

1.000 kíló­metra stefnu­mót

Því fylgdi tals­verð til­hlökk­un að kom­ast í tæri við hann ný­verið og ekki skemmdi fyr­ir að verk­efnið fólst í að bruna eft­ir suður­strönd­inni og alla leið á Höfn. Á leiðinni vissi ég af mörg­um góðum stöðum til þess að reyna klár­inn. Kannski ör­lít­ill beyg­ur yfir því að eiga fyr­ir hönd­um 1.000 kíló­metra á stálklumpi sem sum­ir hafa sagt að lík­ist frem­ur hertrukki og jafn­vel skriðdreka en jeppa sem borg­ar­börn hafa ánægju af að slá um sig með.

Sann­ar­lega voru það viðbrigði að setj­ast upp í Grena­dier beint úr raf­bíln­um sem ég ek um á dags­dag­lega. Hann fer ekki í graf­göt­ur með það til hvers hann er kom­inn í þenn­an heim. Sjón­rænt er hann harður í horn að taka og þegar maður legg­ur af stað finn­ur maður strax fyr­ir því að maður er með óhefðbundið tæki í hönd­un­um. T.d. hef­ur hann ekki fyr­ir því að slaka til baka þegar maður hef­ur lagt á hann í léttri beygju. Maður þarf að temja fák­inn og segja hon­um til hvers er ætl­ast. Þeir sem trúa á sjálf­stýr­ingu gæt­ur end­urupp­götvað hug­takið við að setj­ast við stjórn­völ­inn á þessu tæki. En þetta er ekki löst­ur á bíln­um. Miklu frek­ar til marks um að þarna kemst ökumaður­inn í tengsl við það sem hann er að gera. Ráði og rænu er ekki rænt af hon­um með sjálf­virkni og gerviþæg­ind­um sem helst hafa það að leiðarljósi að breyta bíl í baðmull.

Mynd­ir tala sínu máli hér en þó má hafa nokkra hluti bak við eyrað. Mestu skipta án efa hjar­irn­ar sem að sjálf­sögðu eru utanáliggj­andi. Það er yf­ir­lýs­ing og ekk­ert minna svo það sé á hreinu. Svo eru það ljós­in. Hring­laga að fram­an og aft­an. Minna á gamla Range Rover og fyrr­nefnd­an Geland­ewagen en það sem ger­ir þau skemmti­leg er að til­finn­ing­in er sú að þau gangi í gegn­um bíl­inn, úr grill­inu og aft­ur á skott­hlut­ann. Manni ligg­ur við að spyrja hvort þarna sé um ljós­hólk ein­hvers kon­ar að ræða. Það und­ir­strik­ar á sína vísu styrk­leik­ann sem skín af bíln­um.

Þá er skott­h­urðin tvö­föld og á minni hurðinni er stigi sem nýt­ist vel, ekki síst ef topp­ur­inn er nýtt­ur und­ir tjald­búnað eða til geymslu búnaðar af öðru tagi (ég gæti hugsað mér að koma upp stór­um kampa­vín­skæli á toppn­um.) Á stærri hurðinni hang­ir svo vara­dekkið. Það er hægt að fá jeppa í dag án vara­dekks og kvoða sögð duga ef það skyldi springa!

Ann­ars er ytra byrðið grodda­legt og þar spil­ar með skemmti­leg­um hætti sam­an sprautað ál og plast og svo glitt­ir í stálið. Ekki síst við stuðar­ana að fram­an og aft­an. Þar er nauðsyn­legt að geta fest spotta eða kaðal, jafn­vel koma fyr­ir spili fyr­ir þá sem vilja láta taka sig al­var­lega.

Stjórnborðið ofan við höfuð bílstjórans er mikilvægur hluti af karakternum. …
Stjórn­borðið ofan við höfuð bíl­stjór­ans er mik­il­væg­ur hluti af karakt­ern­um. Gef­ur hon­um her­legt yf­ir­bragð. Það er eins og með hurðirn­ar. Það þarf að ýta, þetta eru takk­ar. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Ein­falt sem end­ist

Að inn­an er hugað að tvennu. Ein­fald­leika og end­ingu. Allt sem þar ber fyr­ir augu (að snerti­skján­um und­an­skild­um) er hugsað til þess að þola vatn og nokk­urn ágang. Gír­skipt­ing­in er aug­ljós­lega úr smiðju BMW, rétt eins og drifið og vél­in eru, en að öðru leyti er harðneskju­leg­ur ein­fald­leik­inn við völd. Takk­ar sem hægt er að fást við og eng­in þörf á að nota skjá­inn fyrr­nefnda frek­ar en maður vill. Ýmis­legt í ljós­a­stýr­ingu og drif­mál­um sem stýrt er frá svæði ofan við öku­mann og farþega og minn­ir þannig helst á farþegaþotu. Þar eru einnig takk­ar sem hægt er að for­rita til þess að gefa meld­ing­ar um raf­magn, hvort sem það teng­ist spili eða öðru slíku. Allt gef­ur það bíln­um magnað yf­ir­bragð.

Ekki verður kom­ist hjá því að nefna bíl­flaut­urn­ar. Já, í fleir­tölu. Ann­ars veg­ar er það sú hefðbundna sem maður not­ar á ökufanta og fól sem taka ekki af stað á ljós­um en hanga þess í stað á Face­book! Hún er á sín­um hefðbundna stað. En á stýr­inu hægra meg­in er rauður hnapp­ur sem á stend­ur „Toot“. Það er flauta fyr­ir hjól­reiðamenn og gang­andi veg­far­end­ur sem ekki eiga sér ills von. Þetta er í raun fá­rán­leg­ur búnaður. Húm­or. En kem­ur reynd­ar til af því að Ineos (sem fram­leiðir bíl­inn) held­ur úti hjólaliði. Þeir hafa greini­lega lent í öku­fönt­um sem spara ekki flaut­una, þegar „toot“ hefði dugað. Og sannaðu til. Það eru lífs­gæði að geta valið milli flauta. Góður vin­ur sem kann gott að meta sagðist helst vilja eiga bíl með þrem­ur flaut­um. Minna má það ekki vera!

Skrölt­ir ekki í sund­ur

Allt að einu. Ineos Grena­dier er síðasti al­vöru jepp­inn sem smíðaður var. Veit ekki hvort þeir verða fleiri (fram­leiðand­inn er meira að segja stokk­inn á raf­bíla­vagn­inn einnig). En hann er kom­inn til að vera og mun þjóna þeim sem vilja kljást við al­vöru aðstæður án þess að skrölta í sund­ur. Það er hrein­lega frá­bært að láta hann tak­ast á við ótrú­leg­ar brekk­ur, stór­grýti og vatn. Hann vex í þeim aðstæðum. Hnykl­ar vöðvana og minn­ir okk­ur á að lífið er meira en lág­marks loft­mótstaða, snerpa og mýkt. Allt á sinn stað, allt á sína stund, líkt og Pré­dik­ar­inn minn­ir á.

Flatskjárinn er það eina sem ég hreifst ekki af. En …
Flat­skjár­inn er það eina sem ég hreifst ekki af. En það er kost­ur að fyr­ir fram­an stýris­hjólið er ekki skjár sem trufl­ar akst­urs­upp­lif­un­ina mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Ineos Grena­dier Trailma­ster

Sex sí­lyndra dísil­vél

Sídrif 4X4

Hest­öfl 249

Tog 550 Nm

Lægsti punkt­ur 26,4 cm

Vaðdýpt 80 cm

Fimm manna

Eig­in þyngd 2.650 kg

Heild­arþyngd 3.500 kg

Drátt­ar­geta 3.500 kg

90 lítra eldsneyt­i­stank­ur

0-100 km/​klst. á 9,9 sek.

Eyðla 10,5-12,2 lítr­ar á 100 km

Verð frá 18.500.000 kr.

Verð á reynsluakst­urs­bíl
20.500.000 kr.

Umboðsaðili á Íslandi:
Ineos Grena­dier á Íslandi/
Verðir ehf.

Stýrishjólið er þægilegt og tiltölulega einfalt þótt gott hefði verið …
Stýris­hjólið er þægi­legt og til­tölu­lega ein­falt þótt gott hefði verið að hafa hita í því. Rauði hnapp­ur­inn er hjól­reiðaf­laut­an. Al­gjör snilld í til­gangs­leysi sínu. All­ur stjórn­búnaður bíl­stjóra er mjög aðgengi­leg­ur. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve
Það er eiginlega móðgun við Grenadier að aka honum á …
Það er eig­in­lega móðgun við Grena­dier að aka hon­um á mal­biki. Hon­um líður bet­ur þegar hann fær að kljást við gróf­ara yf­ir­borð. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka