„Waku waku“ í vínhöfuðborg heimsins

Það er ekki að ástæðulausu að Suzuki Swift er í …
Það er ekki að ástæðulausu að Suzuki Swift er í hópi vinsælustu smábíla. Framsætin eru nokkuð rúmgóð en aftursætin ekki heppileg fyrir langan akstur með hávaxna farþega. Þóroddur Bjarnason

Blaðamaður fékk á dög­un­um tæki­færi til að svífa segl­um þönd­um á splunku­nýj­um, lipr­um og létt­um Suzuki Swift í upp­sveit­um Bordeaux í Frakklandi, vín­höfuðborg­ar heims­ins eins og henni er lýst á Wikipediu.

Leiðin lá um hverja vín­ekruna á fæt­ur ann­arri en eng­inn tími gafst þó til að bregða sér í víns­makk í þetta skiptið enda hefði það lík­lega ekki farið nógu vel sam­an með akstr­in­um.

Þar sem ég ók um sveit­irn­ar voru bænd­ur víða á fjór­um fót­um í mold­inni að búa vínviðinn und­ir vorið og sum­arið. Þeir sinntu hon­um af mik­illi natni enda mik­il­vægt að tryggja að vínþrúg­urn­ar, sem tínd­ar eru af trján­um á haust­in, verði sem safa­rík­ast­ar og bragðbest­ar þegar full­um þroska er náð.

Það er ekk­ert að því að segja að Swift­inn hafi verið sem eðal­vín í akstri á frönsku göt­un­um, a.m.k. miðað við bíl í hans verð- og stærðarflokki; flau­els­mjúk­ur og fal­leg­ur á lit­inn. Það sem strax vakti einnig at­hygli við bif­reiðina var furðugott innra­rými og höfuðpláss en skilj­an­lega í smá­bíl eins og þess­um er plássið fyr­ir full­vaxna karl­menn af aðeins skorn­ari skammti aft­ur í en frammi í. Veg­hljóð var ásætt­an­legt en ekki var ekið á hraðbraut­um held­ur mis­góðum sveita­veg­um. Sæt­in gefa góðan bakstuðning og eru sport­leg að auki.

Níu tommu upp­lýs­inga­skjár­inn var ágæt­ur en ekki sá flott­asti sem ég hef séð. Í bíln­um er þó hægt að nota Apple Car Play og Android Auto án vand­kvæða og miðstöðvar­stjórn­un er í tökk­um fyr­ir neðan skjá­inn.

Ágætt geymslupláss er á miðsvæði milli sæta og pláss þar fyr­ir tvö glös auk þess sem hægt er að setja flösk­ur í hurðir.

Segja má að lit­ur­inn á bíln­um sem ég fékk út­hlutaðan hafi verið í góðum stíl við glans­andi blá­ar vín­berjaþrúg­ur héraðsins en fullu nafni heit­ir hann Frontier Blue Pe­arl Metallic og er nýr frá fram­leiðand­an­um. Aðrir lit­ir voru einnig í boði, mis­vin­sæl­ir meðal blaðamanna. Þar á meðal rjómagul­ur, eða Cool Yellow Metallic, og sex lit­ir aðrir auk fjög­urra tví­litra bíla. Lakkið er borið á í þrem­ur lög­um sem eyk­ur dýpt lit­anna.

Suzuki Swift hef­ur lengi notið vin­sælda á Íslandi og á síðasta ári var hann ann­ar vin­sæl­asti bíll fram­leiðand­ans á eft­ir Suzuki Jimny en 144 Suzuki-bíl­ar seld­ust á Íslandi í fyrra.

Sjálfvirk hraðastýring og annar öryggisbúnaður aðstoðar ökumann.
Sjálf­virk hraðastýr­ing og ann­ar ör­ygg­is­búnaður aðstoðar öku­mann. Þórodd­ur Bjarna­son

Örugg­ari og meng­ar minna

Á kynn­ing­ar­fund var mætt stór sendisveit frá Jap­an, þar á meðal maður að nafni Koichi Suzuki, sem mér þótti mjög traust­vekj­andi. Ekki er þó hægt að slá því föstu að hann sé í hinni eig­in­legu Suzuki-bíla­ætt enda er nafnið annað vin­sæl­asta eft­ir­nafnið í Jap­an og 1,75 millj­ón­ir manna sem bera það.

Koichi hljóp á nokkr­um staðreynd­um. Hann sagði viðstödd­um að Suzuki-fyr­ir­tækið hefði verið stofnað árið 1920 og þar ynnu í dag 70 þúsund starfs­menn. Ársvelt­an væri 4,6 trilljón­ir jena, eða tæp­lega 4.300 millj­arðar ís­lenskra króna. Sölu­spá­in fyr­ir árið í ár væri 3,1 millj­ón öku­tæki.

Í Evr­ópu seld­ust 221 þúsund Suzuki-bíl­ar í fyrra. Mest af Vit­ara, þá S-Cross og svo Swift. Aðrir seld­ust minna. Sam­tals hafa níu millj­ón Swift bíl­ar selst frá upp­hafi í heim­in­um.

Kochi sagði okk­ur frá kol­efn­is­stefnu fé­lags­ins sem stefn­ir að því að verða hlut­laust að þessu leyti í Evr­ópu og Jap­an árið 2050 og árið 2070 í Indlandi, en þetta eru þrjú helstu markaðssvæðin. Koichi bætti við að nýi bíll­inn hentaði vel menntuðu barna­fólki í stór­borg­um. For­svars­menn Suzuki telja að nýja mód­elið muni laða að enn fleiri viðskipta­vini en fyrri út­gáf­ur hafa gert, enda sé bíll­inn ör­ugg­ari og akst­urs­upp­lif­un­in betri. Þá mengi hann minna og sé með nýrri afl­rás.

Búið er að koma enn sparneytnari vél fyrir undir húddinu
Búið er að koma enn spar­neytn­ari vél fyr­ir und­ir húdd­inu Þórodd­ur Bjarna­son

Gleði á göt­un­um

Hönnuður­inn Masao Ko­bori sagði á kynn­ing­unni að þetta væri fjórða kyn­slóð af Swift og miðaði þá við að sú fyrsta hefði komið 2004. Suzuki miðar við það ár því þá var vörumerkið fyrst notað í Jap­an en Suzuki Swift á sér mun lengri sögu í Evr­ópu.

Hönn­un­ar­for­senda var að bíll­inn fram­kallaði „waku waku“-til­finn­ingu, eða „gam­an gam­an“. Hann hjálpaði manni að upp­lifa heim­inn með eig­in aug­um. Akst­ur­inn ætti þannig alltaf að vera spenn­andi æv­in­týri. Því er eig­in­lega ekki hægt að mót­mæla.

Mark­hóp­ur nýja Swifts­ins eru þeir sem vilja þægi­legt innra­rými, hvort sem þeir eru ein­ir á ferð eða með fé­laga. Fólk sem not­ar bíla dag­lega, opn­ar sam­fé­lags­miðla reglu­lega, hef­ur dá­læti á hönn­un og kann að meta stíl sem get­ur end­ur­speglað per­sónu­leika þess.

Góð upp­lif­un er einnig lyk­il­atriði hér; létt­leiki, gott grip á veg­in­um og góð stýr­ing.

Í bíln­um er hraðastýr­ing (þ.e. cruise control) sem elt­ir næsta bíl á und­an og hef­ur lág­marks­bil á milli bíla á 120 km hraða á klukku­stund verið minnkað um 15% í þess­um nýja bíl og há­marks­bil um 30%. Þá hæg­ir bif­reiðin sjálf­krafa á sér í beygj­um og er með veg­línu­tækni sem hef­ur einnig fengið yf­ir­haln­ingu frá síðasta mód­eli.

Farþegarýmið er vel heppnað og skemmtilegt áklæði á sætunum.
Farþega­rýmið er vel heppnað og skemmti­legt áklæði á sæt­un­um. Þórodd­ur Bjarna­son

Heppi­leg­ur í snatt og skutl

Christiano Za­not út­lits­hönnuður seg­ir að mark­miðið hafi verið að fólk yrði yfir sig hrifið af út­liti bíls­ins og sagði hann frá því hve mikið púður hefði verið sett í leit­ina að hinu hár­rétta út­liti, þó svo að við fyrstu sýn sjái maður ekki stór­kost­leg­ar breyt­ing­ar á milli þriðju og fjórðu kyn­slóðar.

Áklæðið á bíln­um er með góðri áferð og fal­leg­um smá­atriðum. Tveir litatón­ar eru ráðandi í innra­rými bíls­ins og í sæt­un­um.

Bíl­inn lét al­mennt vel að stjórn og varð maður lítið var við hið svo­kallaða Mild Hybrid-kerfi sem bíll­inn er bú­inn. Kerfið er raf­hlaða sem veit­ir þriggja strokka og 1.200 rúm­senti­metra vél­inni stund­um smá stuðning. Swift­inn minn var bein­skipt­ur en sjálf­skipt­ing er einnig í boði.

Mér fannst bíll­inn þægi­leg­ur, stíl­hreinn og aðlaðandi og ætti að henta vel í ís­lenskt snatt, skutl og hvers kon­ar út­rétt­ing­ar inn­an­bæjar sem utan.

Farangursrýmið er 265 lítrar en stækkar í 589 með sætin …
Far­ang­urs­rýmið er 265 lítr­ar en stækk­ar í 589 með sæt­in felld niður. Þórodd­ur Bjarna­son

Nýr Suzuki Swift

Afl: 82 hest­öfl þar af 3 frá raf­mótor/​108 Nm

Gír­kassi: 5 gír­ar / CVT sjálf­skipt­ing

Drægni: 4,4 l/​100 km (WLTP)

Heild­arþyngd: 949 kg

Lengd: 3.860 mm

Breidd: 1.735 mm

Hæð: 1.495 mm

Far­ang­urs­rými: 265 l

Umboð: Suzuki bíl­ar hf.

Verð ligg­ur ekki fyr­ir

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka