Eins og að keyra iPhone

Ekki er á nokkurn hátt á Volvo EX30 að finna …
Ekki er á nokkurn hátt á Volvo EX30 að finna né sjá að um sé að ræða ódýrasta og minnsta Volvo-jeppann á markaðinum og tekur hann sig afskaplega vel út í vorsólinni Eggert Jóhannesson

Það verður ef­laust seint úk­ljáð hvort Android eða iP­ho­ne sé betri sími enda smekks­atriði hvor gerðin fell­ur bet­ur að þörf­um not­enda. Það verður þó að viður­kenn­ast að iP­ho­ne-sím­arn­ir eru ein­fald­ir og þjál­ir í notk­un – í raun svo auðveld­ir að því hef­ur verið haldið fram að jafn­vel smá­börn geti lært á þá upp á eig­in spýt­ur.

Það sama mætti segja um Volvo EX30 þó ef­laust sé best að halda börn­un­um frá stýr­inu. Bíll­inn meik­ar nefni­lega sens eins og iP­ho­ne-sími og býr yfir væg­ast sagt þjál­um og nátt­úru­leg­um flýti­leiðum, eig­in­leik­um og still­ing­um ásamt stíl­hreinu út­liti með míni­malísku yf­ir­bragði. Leyf­ir und­ir­rituð sér jafn­vel að full­yrða að fæst­ir þurfi að líta á leiðbein­ing­arn­ar að jepp­lingn­um til að átta sig á því hvar allt það helsta sé – sem er ekki sjálfsagt í nýj­um snjall­bíl­um.

Ef skandí-krimmi væri bíll

EX30 sæk­ir aug­ljós­an inn­blást­ur í ein­fald­leika og sjálf­bærn­istísku Norður­land­anna en hönn­un hans vís­ar í „mid-cent­ury mód­ern“ stíl, skandi­nav­íska hönn­un og nátt­úru norðurs­ins – ef skandí-krimmi væri bíll væri hann Volvo EX30.

Þá er EX30 hannaður með það að sjón­ar­miði að hafa minnsta kol­efn­is­fót­spor allra Volvo-bíla frá upp­hafi og er því að miklu leyti gerður úr end­ur­nýj­an­leg­um og end­urunn­um efn­um. Um 25 pró­sent alls áls og 17 pró­sent alls stáls og plasts sem notað er í EX30 eru end­urunn­in og um 30 pró­sent klæðning­ar­inn­ar úr end­urunnu plasti, auk þess sem end­urunn­in og end­ur­nýj­an­leg efni eru notuð í yf­ir­borðsfleti.

Þar að auki eru stíl­hrein og sport­leg sæti bíls­ins úr end­urunnu pólíester, en það dreg­ur þó alls ekki úr lúx­us­fíl­ingn­um inni í bíln­um. Þvert á móti hef­ur hann öll ein­kenni fyrsta flokks bíls – á afar sann­gjörnu verði. Í raun má segja að EX30 dragi svip sinn frá Tesl­unni bæði í út­liti og eig­in­leik­um og geri það satt best að segja aðeins bet­ur. EX30 er því til­val­inn fyr­ir þá sem vilja stíl­hrein­an og míni­malísk­an snjall­bíl en kaupa ekki „gimmik“ auðkýf­ings­ins Elons Musks.

Það leik­ur eng­inn vafi á því að um er að ræða lúx­us­fjöl­skyldu­bíl þegar EX30 er ann­ars veg­ar þegar tekið er mið af eig­in­leik­um hans, akst­urs­upp­lif­un og ekki síst hraða. Þrátt fyr­ir að vera minnsti jeppi Volvo til þessa er ekki fyr­ir því að finna inni í bíln­um sem er ein­stak­lega rúm­góður bæði í loft­hæð og um­máli. Stíl­hreinu út­liti bíls­ins get­ur aft­ur á móti fylgt ei­lít­il leit að helstu atriðunum líkt og bolla­hald­ara und­ir kaffi­mál sem er með mik­il­væg­ari nauðsynj­um í bif­reið að mati und­ir­ritaðrar, sem þurfti þó ekki að ör­vænta lengi þar sem bolla­hald­ar­inn er fal­inn und­ir hægri sætis­armi bíl­stjór­ans. Má segja að það sé ríkj­andi stefna í bíln­um að fela alla vasa og hólf til að halda öku­tæk­inu eins snyrti­legu og auðið er. Því er einnig að finna falið hanska­hólf und­ir skjá bíls­ins sem opn­ast þegar þrýst er á takka á skján­um. Fald­ir krók­ar og kim­ar bíls­ins gleðja því hjörtu snyrtip­inna en það get­ur tekið nokkr­ar til­raun­ir að finna.

EX30 nýtir allt pláss vel til að halda öllu snyrtilegu …
EX30 nýt­ir allt pláss vel til að halda öllu snyrti­legu og er sér­stak­ur geymslu­staður fyr­ir alla start­kapla og auka rúðup­iss und­ir húddi. Eggert Jó­hann­es­son

Hraður með norður­ljós­astill­ingu

Býr bíll­inn einnig yfir ljósa- og hljóðstill­ing­um þar sem hægt er að velja á milli nokk­urra val­mögu­leika eft­ir því hvernig skapi bíl­stjór­inn er í eða hvers kyns stemn­ingu hann kýs sér hverju sinni. Einn val­mögu­leik­anna kall­ast Nort­hern Lig­hts en það var skemmti­leg til­vilj­un að sek­únd­um eft­ir að und­ir­rituð setti still­ing­una á í bíln­um dönsuðu hin raun­veru­legu norður­ljós yfir him­in­inn í Borg­ar­f­irðinum. Var það væg­ast sagt töfr­um lík­ast að fylgj­ast með mögnuðum ljós­un­um í gegn­um þakrúðu bíls­ins sem og á skján­um. Auk norður­ljós­astill­ing­ar­inn­ar er hægt að velja á milli; regn­skóg­ar, eyja­hafs­strand­ar, miðsum­ars og rökk­urs.

EX30 er einnig bú­inn hágæða hljóðkerfi, eða hljóðstöng, sem ligg­ur þvert yfir mæla­borðið og veit­ir framúrsk­ar­andi hljóðupp­lif­un í bíln­um sem er í þokka­bót ein­stak­lega hljóðlát­ur á vegi. Hljómb­urður bíls­ins not­ast við hönn­un rým­is­ins til þess að fram­kalla rétt­an óm og dreifa hljóðinu en ekki eru hátal­ar­ar í hurðum öku­tæk­is­ins líkt og er van­inn í flest­um bíl­um.

Ekki er hægt að tala um ágæti EX30 án þess að minn­ast á hraða. Bíll­inn stát­ar af hvorki meira né minna en 420 hest­öfl­um og fer úr 0 í 100 á 3,6 sek­únd­um í fjór­hjóla­drif­inni út­gáfu, sem er al­gjör óþarfi fyr­ir fjöl­skyldu­bíl. Volvo á aft­ur á móti skilið mikið lof fyr­ir að leggja áherslu á hraða bíls­ins – bara af að því þeir geta það.

Prufuakst­ur­inn fór aft­ur á móti fram á aft­ur­hjóla­drif­inni út­gáfu og var hröðun henn­ar 5,3 sek­únd­ur og há­marks­vélarafl 272 hö. sem er enn af­skap­lega gott. Drægni bíls­ins er einnig af­bragðsgóð eða allt að 476 km á raf­magni, en raf­hlöðugeta hans er um 69 kWst og tek­ur 26 mín­út­ur að hlaða hann úr 10 pró­sent­um upp í 80 pró­sent í DC-hleðslu­stöð en um 8 klst. að full­hlaða í heima­hleðslu.

Takka­leysið næst­um því fyr­ir­gefið

Tölvu­skjár bíls­ins er hágæða skjár og svip­ar mjög til hefðbund­ins iPad-skjás þar sem hann er ílang­ur en ekki breiður líkt og oft­ast er raun­in í bíl­um. Skjár­inn er aft­ur á móti Google-drif­inn en teng­ist auðveld­lega við Apple CarPlay. Bíll­inn er nær al­veg takka­laus og reiðir sig nán­ast al­farið á skjá­inn fyr­ir utan tvo takka fyr­ir bíllæs­ing­una og bíl­rúðurn­ar, sem eru staðsett­ir ná­lægt hægri hönd bíl­stjór­ans. Eins og flest­ir sem þekkja und­ir­ritaða vita fer það sér­stak­lega í taug­arn­ar á mér þegar nýir bíl­ar hafa gjör­sam­lega fjar­lægt alla takka úr farþega­rým­inu en í til­felli EX30 er takka­leysið næst­um því fyr­ir­gefið.

Volvo hef­ur nefni­lega tek­ist að fjar­lægja flesta takka og setja þá upp á skján­um með slíku sniði að bíl­stjór­inn þarf ekki að taka aug­un af veg­in­um of lengi. All­ar helstu nauðsynj­ar eru beint við fing­ur­góma hans en ít­ar­legri still­ing­ar, sem er æski­legra að leita að í kyrr­stöðu, er einnig auðvelt að finna. Mál­in geta þó flækst ei­lítið ef ökumaður vill fikta í ljós­astill­ing­um sjálf­ur, en þær mættu vera aðeins auðfundn­ari.

EX30 er þó að mestu leyti afar snjall án þess að taka of frekju­lega fram fyr­ir hend­urn­ar á bíl­stjór­an­um. Und­ir­ritaðri til mik­ill­ar gleði kom í ljós á leið upp í Borg­ar­fjörð að kvöldi til að bíll­inn nem­ur mót­kom­andi um­ferð og kveik­ir og slekk­ur á háu ljós­un­um sjálf­ur.

Þá er einnig hleðslu­flöt­ur fyr­ir snjallsíma við hægri hönd bíl­stjór­ans, en ekki er hægt að hlaða fleiri en einn síma í einu þó að pláss sé fyr­ir tvo. Hreint út sagt er innra kerfi bíls­ins auðskilj­an­legt, sem hef­ur reynst mörg­um hönnuðum snjall­bíla hæg­ara sagt en gert.

Þó er vert að minn­ast á nokk­ur atriði sem gera það að verk­um að EX30 á agnarögn í land til þess hægt væri að kalla hann al­veg snjall­an. Fyrst og fremst mætti fín­pússa snjalllæs­ingu bíls­ins ei­lítið því hug­mynd­in sjálf er afar skemmti­leg – þegar hún virk­ar. Bíln­um er hægt að læsa með þumalputta og aflæsa aft­ur ef lyk­ill­inn er ná­lægt bíln­um en get­ur endað með niður­lægj­andi og ör­vænt­ing­ar­full­um til­raun­um til að opna bíl­h­urðina úti á miðju bíla­stæði.

Því skal einnig haldið til haga að bíll­inn á það til að vera smá frekju­leg­ur í akst­urs­skipt­ingaaðstoð og var full­af­skipta­sam­ur í hvert skipti sem ég geispaði eða leit á skjá­inn til að fikta í still­ing­um. Sjálf­virka bíla­stæðalagn­ing­in sem Volvo býður upp á kem­ur sér aft­ur á móti afar vel um leið og ökumaður leyf­ir sér að sleppa og treysta. Einnig var­ar bíll­inn bíl­stjóra við gang­andi, hjólandi og ak­andi veg­far­end­um áður en stigið er út úr bíln­um en sá eig­in­leiki bjargaði ef­laust lífi Hopp-hjól­reiðamanns sem átti leið fram hjá heim­ili blaðamanns í miðbæn­um.

Takkaleysi bílsins er næstum því fyrirgefið en Volvo hefur tekist …
Takka­leysi bíls­ins er næst­um því fyr­ir­gefið en Volvo hef­ur tek­ist að fjar­lægja flesta takka og setja þá upp með sniði sem virk­ar. Eggert Jó­hann­es­son

Nýtt upp­á­hald

Pláss í bíln­um er af­bragðsgott og stund­um auðvelt að gleyma að um sé að ræða minnsta jeppa bíla­fram­leiðand­ans. Plássið í skott­inu er einnig ríf­legt en hægt er að fjar­lægja falsk­an botn úr því og auðvitað leggja niður sæt­in til að koma fleiru fyr­ir. Leiðin í prufuakst­urs­ferðinni lá upp í Hít­ar­dal­inn í Mýra­sýslu og passaði skottið, sem rúm­ar 318 lítra, akkúrat und­ir helg­ar­ferðarfar­ang­ur fjög­urra full­orðinna ásamt inn­kaup­um.

Má því ætla að bíll­inn henti best fyr­ir litla fjöl­skyldu eða par. Hann er þó ef­laust æski­legri fyr­ir fjöl­skyld­ur þar sem börn­um á heim­il­inu fer fækk­andi frem­ur en fjölg­andi.

Þá var einnig gam­an að finna ýms­ar „fald­ar“ mynd­ræn­ar lýs­ing­ar og skreyt­ing­ar í bíln­um. Til að mynda er fal­in mynd af skóg­ar­lendi og elg í aft­ur­sæt­inu sem smærri ferðalöng­um gætu þótt gam­an að koma auga á, en þar að auki má finna mynd­ræna lýs­ingu á því hvað kann að passa í skottið, eins og ferðatösk­ur, barna­vagn­ar og vél­menni, til að gleðja full­orðna fólkið.

EX30 nýt­ir allt pláss vel til að halda öllu snyrti­legu og því þarf ekki leng­ur að geyma auka rúðuvökva og start­kapla í skott­inu, held­ur er sér­stak­ur geymslu­staður fyr­ir alla „leiðin­legu“ hlut­ina und­ir húddi bíls­ins.

Heilt yfir litið er Volvo EX30 hágæða há­tækni­bíll á meira en sann­gjörnu verði fyr­ir það sem kaup­and­inn fær út úr kaup­un­um. Þó að enn megi fín­pússa nokk­ur smá­atriði verður ekki frá því litið að bíll­inn ber ekki ein­ung­is með sér út­lit lúx­us­bíls held­ur eig­in­leika snjöll­ustu snjall­bíla og hraða hröðustu sport­bíla.

Ekki er á nokk­urn hátt á hon­um að finna né sjá að um sé að ræða ódýr­asta og minnsta Volvo-jepp­ann á markaðinum og kæmi hann vel til greina til fjár­fest­ing­ar þegar gamli Ford Focus­inn minn gef­ur á end­an­um upp önd­ina.

Stílhreinni gerast farþegarýmin varla. Skandinavíska naumhyggjan kemur vel út.
Stíl­hreinni ger­ast farþega­rým­in varla. Skandi­nav­íska naum­hyggj­an kem­ur vel út. Eggert Jó­hann­es­son

Volvo EX30 Rechar­ge Ultra LRRWD

Afl­rás: Aft­ur­hjóla­drif­inn

Rafsvið: allt að 476 km

Raf­orku­eyðsla: 17 kWst/​100
km

Há­marks­vélarafl: 272
hö./​200 kW

Hröðun: 0-100 km/​klst: 5,3
sek­únd­ur

Há­mark­s­tog: 343 Nm

Há­marks­hraði: 180 km/​klst

Far­ang­urs­rými: 318 lítr­ar

Verð frá: 6.890.000 kr.

Verð á reynsluakst­urs­bíl:
8.390.000 kr.

Umboðsaðili Volvo á Íslandi/
Brim­borg

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka