Vígalegur og þægilegur lúxusjeppi

Mikill bragur er yfir bílnum og þar sem sést til …
Mikill bragur er yfir bílnum og þar sem sést til EQE SUV fer ekki á milli mála að þar er á ferð bifreið úr röðum topp-bílaframleiðanda. Arnþór Birkisson

Það var á björt­um maí­degi sem und­ir­rituð gekk upp að Mercedez-Benz-umboðinu á Íslandi og fékk af­henta lykl­ana að sín­um fyrsta Benz til reynsluakst­urs, nán­ar til­tekið EQE SUV. Sjald­an hef­ur reynsluakst­ur komið sér bet­ur því svo virðist sem ég hafi kallað fram eig­in ör­lög með því að minn­ast á að gamli Ford Focus­inn minn kynni brátt að gefa upp önd­ina í síðasta bíla­dómi mín­um. Var það því afar kær­komið að hafa bíl til af­nota á ný, hvað þá að fá að skipta út strætó­ferðunum fyr­ir Benz.

Í fyrstu kem­ur EQE fyr­ir sjón­ir sem hefðbund­inn og stíl­hreinn jeppi en þegar nær er litið má sjá að hönnuðir Mercedes-Benz hafa hugað gaum­gæfi­lega að ótal smá­atriðum sem skapa eina lúx­us­heild. Mik­ill brag­ur er yfir bíln­um og eng­inn vafi á að þarna er á ferð bíll úr röðum topp-bíla­fram­leiðanda – án þess þó að heild­ar­út­kom­an sé „of mikið“.

Bíllinn er mjúkur, hljóðlátur og nokkuð fimur á vegi.
Bíll­inn er mjúk­ur, hljóðlát­ur og nokkuð fim­ur á vegi. Arnþór Birk­is­son

Minn­ir á Lou­is Vuitt­on

Sem dæmi er grill bíls­ins skreytt mörg­um Mercedes-lógó­um og minn­ir einna helst á Lou­is Vuitt­on-mynstrið fræga, en líkt og með hand­tösk­urn­ar er lín­an á milli glyss og glæsi­leika fín. Tekst þó afar vel til í þessu til­felli þar sem rest­in af ytri sér­kenn­um bíls­ins er ögn lát­laus­ari og stíl­hreinni og því meira en rétt­læt­an­legt að líkja Benz­in­um og merkja­tösk­unni sam­an.

Að sinni ákvað ég að láta á það reyna að fá liðsauka til að setj­ast und­ir stýri og keyra bíl­inn svo ég gæti séð hann á vegi og varð síður en svo fyr­ir von­brigðum. Það gleður augað veru­lega að sjá að hvert ein­asta smá­atriði er þaul­hugsað og hannað með ásetn­ingi.

Til að mynda hafa ljós bíls­ins, sem eru mjó og hvöss, ým­is­legt skemmti­legt að geyma sem bíl­stjór­inn kann aldrei að taka eft­ir en aðrir veg­far­end­ur fá svo sann­ar­lega að njóta. Þegar bíll­inn er ræst­ur kvikna mis­mun­andi part­ar aðalljós­anna hver af öðrum – nán­ast eins og til að byggja upp eft­ir­vænt­ingu. Eru ljós­in þar að auki af­bragðsgóð og skila meira en 1,3 millj­ón pixl­um í hvoru aðalljósi og laga sig stöðugt að breytt­um um­ferðar-, vega- eða veður­skil­yrðum. Eru aft­ur­ljós­in sömu­leiðis skemmti­leg með þrívíðri skrúfu­laga hönn­un og er út­kom­an bæði áhuga­verð og töff.

EQE veld­ur öku­mönn­um með felgu­blæti eng­um von­brigðum en felg­ur hans eru 21 tommu ál­felg­ur sem eru fal­leg­ar og ei­lítið framtíðarleg­ar. Þá er ávallt gam­an að sjá að hugað hafi verið að sam­ræmi í hönn­un bíls­ins að inn­an og utan en loftrist­irn­ar í EQE eru svipaðar í lag­inu og felg­urn­ar. Þá er bíll­inn einnig gædd­ur inn­fell­an­leg­um silf­ur­hand­föng­um að utan sem skjót­ast út er hendi er rennt meðfram þeim eða ef bíln­um er aflæst. Inn­fell­an­leg hand­föng og sjálf­virk­ar læs­ing­ar virðast sí­fellt verða tíðari í nýrri bíl­um og tekst hönnuðum mis­vel upp í út­færslu á þeim. EQE er svo sann­ar­lega til fyr­ir­mynd­ar hvað þetta snert­ir og slapp blaðamaður al­ger­lega við klunna­leg­ar og vand­ræðal­eg­ar til­raun­ir til að opna, loka og læsa bíln­um – sem er svo sann­ar­lega ekki sjálf­gefið í snjall­bíl­um!

Grill bílsins er skreytt fíngerðu Mercedes-stjörnumynstri sem minnir ef til …
Grill bíls­ins er skreytt fín­gerðu Mercedes-stjörnu­mynstri sem minn­ir ef til vill sumpart á Lou­is Vuitt­on-mynstrið fræga Arnþór Birk­is­son

La-Z-Boy-há­sæti

Á fram­hlið bíls­ins er að finna lítið hólf, sem er satt best að segja ekki ósvipað þvotta­vél­ar­hólfi. Eft­ir smá hausaklór og snögga leit á Google kom aft­ur á móti í ljós að um er að ræða hólf til að fylla á rúðuvökv­ann. Er það svo sem ekki í frá­sög­ur fær­andi en það var á þessu stigi máls sem það rann upp fyr­ir mér að ekki er hægt að opna húddið á Mercedes-Benz-bíl­um einn og óstudd­ur – eins og marg­ir í hærra skattþrepi en und­ir­rituð vissu ef­laust þegar.

Inn­rétt­ing bíls­ins og al­mennt viðmót bera þess merki að þæg­indi voru höfð í fyr­ir­rúmi við hönn­un hans. Sæti bíls­ins eru hreint út sagt ótrú­lega þægi­leg og auðveld­lega still­an­leg og sitja afar hátt uppi, og er því nán­ast eins og maður keyri um sitj­andi í La-Z-Boy-há­sæti. Er einnig gam­an að sjá að hönnuðirn­ir hafa fengið að leika sér ei­lítið því sæt­is­still­ing­ar­takk­inn er eins í lag­inu og sætið sjálft og er hægt að stilla mis­mun­andi hluta sæt­is­ins með því að þrýsta á sam­svar­andi parta takk­ans. Þá hafa þeir ekki látið þar við sitja held­ur er hand­fangið inni í bíln­um eins í lag­inu og takk­inn og sætið. Aug­ljóst er að áhersla hef­ur verið lögð á að nægt pláss sé til reiðu fyr­ir bíl­stjór­ann og er í raun eins og ætl­un­in sé að bíl­stjór­inn geti hreiðrað um sig í bíln­um lengi í senn.

Þægindi eru í fyrirrúmi í bílnum og eru sætin á …
Þæg­indi eru í fyr­ir­rúmi í bíln­um og eru sæt­in á við hæg­inda­stóla. Arnþór Birk­is­son

Rúm­góður og kósí

Á hægri hönd bíl­stjóra í miðju­stokk er að finna þrjú stór og rúm­góð hólf. Eitt með hleðslu fyr­ir síma og höld­ur fyr­ir bíllykla og drykkjar­mál. Afar djúpt hólf er einnig und­ir sætis­arm­in­um og opin hirsla und­ir miðju­stokk­in­um. Eitt er þó út á hirsl­urn­ar ófáu að setja og það er að sum­ar þeirra eru ör­lítið óaðgengi­leg­ar en til að mynda þarf maður að teygja sig inn um nán­ast falið hólf til að setja sím­ann á hleðslu­flöt. Þá eru sæt­in einnig ör­lítið aðskil­in og eru nán­ast eins og hólf vegna alls búnaðar­ins í miðju­stokkn­um sem skil­ur þau að. Þarf það þó alls ekki að vera slæmt og get­ur jafn­vel verið ör­lítið kósí í löng­um bíl­ferðum að bíl­stjóri og farþegi séu nán­ast hvor í sínu híðinu.

Þá er pláss og þæg­indi ekki síðri í aft­ur­sæt­um EQE og er nóg fótapláss og höfuðpláss til að geta teygt úr sér á löng­um ferðalög­um. Pláss í skott­inu er mikið og gott sem blaðamaður lét á reyna í Húsa­smiðjunni til að sækja efni í yf­ir­stand­andi fram­kvæmd­ir heima við. Var lítið mál að fella niður sæti bíls­ins til að koma fyr­ir 2,3 metra löngu timbri, en und­ir sjálfu skott­inu er einnig minna „falið“ skott þar sem hægt var að skella öðrum inn­kaup­um og smá­dóti á meðan. Er því al­veg ljóst að bíll­inn hent­ar und­ir allt haf­ur­task hvers­dags­ins, ferðatösk­ur, barna­vagna og meira að segja kúlup­anil úr bygg­ing­ar­vöru­versl­un.

Má í raun þakka til­komu raf­magns­drifs­ins fyr­ir hver rúm­góður EQE SUV er en fjar­vera gír­kass­ans skil­ar auknu plássi fyr­ir bæði farþega og far­ang­ur. Mercedez-Benz hef­ur ekki endi­lega verið að flýta sér inn á raf­bíla­markað en virðist þess í stað ætla að gera það vel og halda í gildi og staðla fram­leiðand­ans.

Hönnuðirnir hafa leikið sér eilítið við hönnun sætisstillingartakkans.
Hönnuðirn­ir hafa leikið sér ei­lítið við hönn­un sæt­is­still­ing­ar­takk­ans. Arnþór Birk­is­son

Eins og smjör á vegi

Ber akst­ur EQE SUV þessa sann­ar­lega merki en jepp­inn renn­ur eins og smjör á vegi. Er bif­reiðin mjúk, hljóðlát og fim og var ekki laust við að manni liði á köfl­um eins og í akst­urs­hermi. Hröðun reynsluakst­urs­bíls­ins er 6,6 sek­únd­ur sem er nokkuð gott. Er það þó fyrst og fremst aðdá­un­ar­vert hve hnykkjalaus og óaðfinn­an­leg hröðun bíls­ins er og eig­in­lega eins gott að mæla­borðið ávít­ar mann fyr­ir hraðakst­ur. Há­marks­vélarafl er 292 hö. og tog er 765 Nm og drægni bíls­ins er allt að 551 km. Stærð raf­hlöðunn­ar er 90 kWst og raf­hlöðugeta um 18,3-21,8 kWst/​100 km. AC-hleðslu­geta, eða heima­hleðsla, er 11 kW og DC-hleðslu­geta 170 kW.

Tvennu er þó ábóta­vant í akstri en það er fyrst og fremst gír­stöng­in sem er áföst stýr­inu á hægri hönd bíl­stjór­ans, líkt og löng hefð er fyr­ir hjá þess­um fram­leiðanda. Stöng­inni svip­ar mikið til rúðuþurrku-, eða stefnu­ljós­astang­ar og get­ur það reynst æði óhugn­an­legt og jafn­vel hættu­legt að skella óvart í bakk­gír við það að þrýsta stöng­inni niður af göml­um vana í rign­ingu. Sömu­leiðis geta fjöl­marg­ar bíla­stæðamynda­vél­ar bíls­ins gert manni lífið leitt en þær sýna hann frá öll­um mögu­leg­um hliðum og sjón­ar­horn­um þegar reynt er að bakka eða leggja bíln­um. Gætu jafn­vel skörp­ustu bíl­stjór­ar orðið ruglaðir í rím­inu og því öll­um fyr­ir bestu ef bíl­stjór­ar með jafn­vel snert af at­hygl­is­bresti finni leið til að slökkva á trufl­andi mynda­sýn­ing­unni.

Bíllinn er góður kostur fyrir foreldra sem eyða miklum tíma …
Bíll­inn er góður kost­ur fyr­ir for­eldra sem eyða mikl­um tíma í skutl og þurfa nægt pláss und­ir allt það dót sem fylg­ir föl­skyldu­líf­inu. Arnþór Birk­is­son

Lag­ast að þörf­um bíl­stjór­ans

Ávallt er skemmti­legt þegar hægt er að stilla heim­il­is­bíl­inn eft­ir eig­in höfði og þörf­um og það er afar vel hægt að gera í EQE SUV. Bíll­inn lær­ir inn á þarf­ir bíl­stjór­ans og still­ir til að mynda sætið að lík­ama bíl­stjór­ans er hann kveik­ir á bíln­um. Helst er þó vert að minn­ast á hljóðkerfi bíls­ins sem ég leyfi mér að segja að myndi heilla jafn­vel smá­muna­söm­ustu tón­list­arnörda. Burmester 3D Surround-hljóðkerfið stend­ur svo sann­ar­lega und­ir vænt­ing­um og því ör­uggt að segja að hljóðáhuga­menn ættu að íhuga að fjár­festa í jepp­an­um – jafn­vel ef aðeins fyr­ir hljóðkerfið. Hægt er að velja á milli still­inga eft­ir því hvaða áhersl­ur hver og einn hef­ur í hlust­un, hvort sem það er sterk­ur bassi, bak­grunns­tónlist eða strengja­óm­ur. Einnig geta þeir sem kunna og vilja gert sín­ar eig­in still­ing­ar svipað og fram­leiðend­ur í tón­list­ar­hljóðveri – en blaðamaður mun seint ger­ast fræg fyr­ir tón­list­arkunn­áttu sína og lét því stöðluðu still­ing­arn­ar duga.

Al­mennt er það leiðandi stefna í bíln­um að laga hann að eig­in þörf­um. Auðvelt er að nota hann án þess að kynna sér mis­mun­andi takka og still­ing­ar hans en þeir sem kjósa að kynna sér og aðlaga öku­tæk­in sjálf­um sér hafa rík­an mögu­leika þar á og því í raun val­kvætt hversu mikið ökumaður kýs að kynn­ast bíln­um.

Viðmót skjás­ins og all­ir takk­arn­ir á stýr­inu kunna að vera ei­lítið yfirþyrm­andi í fyrstu en með því að kynna sér þá (eða biðja liðlega starfs­menn umboðsins um að kenna sér) er alls ekki of flókið að læra á still­ing­arn­ar til að fá sem mest út úr bíln­um.

Mikið pláss er í bílnum og ýmis rúmgóð og vel …
Mikið pláss er í bíln­um og ýmis rúm­góð og vel staðsett hólf. Arnþór Birk­is­son

Tækn­istill­ing­ar sem létta lífið

Í láns­bíln­um voru tveir skjá­ir, einn fyr­ir miðju og ann­ar á mæla­borði. Innra MBUX-marg­miðlun­ar­kerfi bíls­ins er ágæt­lega þjált í notk­un en út­litð fannst mér á köfl­um ei­lítið úr­elt og ekki falla að rest­inni að bíln­um, en það er að sjálf­sögðu smekks­atriði. Still­ing­arn­ar voru engu að síður auðfundn­ar og auðskilj­an­leg­ar. Kerfið inni­held­ur ótal tækn­istill­ing­ar sem aðstoða í akstri og greina þarf­ir og hreyf­ing­ar bíl­stjór­ans og bregðast við. Til dæm­is elt­ir les­ljósið þann sem not­ar það án snert­ing­ar og þak­glugg­inn opn­ast sömu­leiðis og lokast án þess að maður þurfi að ýta á hnapp. Var innra leiðsögu­kerfi Merceds ágætt en ég var engu að síður fljót að breyta yfir í Apple CarPlay og bölva bíla­hönnuðinum sem fann upp á því að miðstöðvarstill­ing­ar eigi heima á skjá en ekki tökk­um, enda ótrú­lega pirr­andi að þurfa að ýta á meira en einn hnapp til að kveikja á ein­faldri still­ingu.

Mercedez-Benz EQE SUV tekur sig vel út í virðulegum dökku …
Mercedez-Benz EQE SUV tek­ur sig vel út í virðuleg­um dökku lit. Arnþór Birk­is­son

Frá­bær kost­ur fyr­ir þá sem hafa efn­in

Verð bíls­ins er mis­mun­andi eft­ir hvaða gerð er val­in og er auk þess hægt að bæta við ýms­um auka­búnaði, svo sem MBUX-hy­per­skjá þvert yfir mæla­borðið. Er skjár­inn með sér sjón­varps­skjá fyr­ir farþega­sætið en klók akst­ursaðstoð bíls­ins trygg­ir að bíl­stjór­inn freist­ist ekki til að horfa á skjá­inn í staðinn fyr­ir veg­inn. Það kost­ar þó al­deil­is sitt, eða 1.260.000 kr.

Verðið er því í hærri kant­in­um sem kem­ur ekk­ert endi­lega á óvart þegar Mercedes-Benz og aðrir lúx­us-bíla­fram­leiðend­ur eiga í hlut. Heilt yfir er EQE SUV frá­bær kost­ur fyr­ir þá sem hafa efni á hon­um en þeir sem eru að leita eft­ir meira fyr­ir minna geta ef­laust fundið svipaða eig­in­leika í ódýr­ari bíl­um – en heild­ar-lúx­us­inn sem fylg­ir Benz­in­um verður ólík­lega falur fyr­ir minna.

EQE-SUV Benz­inn er nefni­lega óneit­an­lega lúx­us-jeppi sem stend­ur und­ir orðspori fram­leiðand­ans. Ökumaður trón­ar yfir um­ferðinni í háum sæt­um bif­reiðar­inn­ar sem er í senn víga­leg, há­tækni­leg og þægi­leg. Mikið pláss er í bíln­um bæði í fram­sæt­um, aft­ur­sæt­um og skotti og ýmis rúm­góð hólf eru vel staðsett um all­an bíl­inn. Hljóm­kerfi bíls­ins er í fremsta flokki og er hann ör­ugg­ur, hraður og til­komu­mik­ill á vegi.

EQE-SUV virðist í raun sér í lagi hent­ug­ur á Íslandi þar sem flest­ir fara ak­andi leiðar sinn­ar vegna veðurs og tak­markaðra al­menn­ings­sam­ganga. Vel er hægt að ímynda sér hann sem ákjós­an­leg­an kost fyr­ir for­eldra sem eyða mikl­um tíma í skutl inn­an­bæjar og þurfa þægi­leg­an bíl með nægt pláss und­ir allt það dót og drasl sem fylg­ir fjöl­skyldu­líf­inu. Sömu­leiðis má ímynda sér að hann sé hent­ug­ur í ferðalög út á land enda nægt pláss und­ir fjöl­skyldufar­ang­ur og unga ferðalanga í aft­ur­sæt­inu. For­eldr­um sem ekki vilja gefa eft­ir í stíl eða gæðum gæti vel hugn­ast EQE SUV enda er hann glæsi­leg­ur án þess að vera of spjátrungs­leg­ur.

Helstu stjórntæki eru við fingurgóma ökumanns og alls kyns aðstoðarbúnaður …
Helstu stjórn­tæki eru við fing­ur­góma öku­manns og alls kyns aðstoðarbúnaður reiðubú­inn að hjálpa við akst­ur­inn. Arnþór Birk­is­son

EQE SUV 350 4MATIC

Há­marks­vélarafl: 292 hö

Tog: 765 Nm

Raf­orku­eyðsla frá 18,3 til 21,8
kWst/​100 km

Stærð raf­hlöðu: 90 kWst

Drægni: 551 km

Hröðun: 6,6 sek­únd­ur

AC-hleðslu­geta: 11 kW

DC-hleðslu­geta: 170 kW

Drátt­ar­geta: 1.800 kg

21" ál­felg­ur

Allt að 1.686 l far­ang­urs­rými

MBUX hágæða marg­miðlun­ar-
kerfi

Verð á reynsluakst­urs­bíl:
17.290.000 kr.

Verð frá: 13.890.000 kr

Umboðsaðili: Mercedes-Benz
á Íslandi/​Askja

Frágangurinn er allur til fyrirmyndar.
Frá­gang­ur­inn er all­ur til fyr­ir­mynd­ar. Arnþór Birk­is­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka