Krúsað um í landi Krúnunnar

Bíllinn er glæsilegur og unir sér vél, hvort sem er …
Bíllinn er glæsilegur og unir sér vél, hvort sem er skoskri eða íslenskri náttúru. Jayson Fong

Ég var stadd­ur á ein­um af fjöl­mörg­um íþróttaviðburðum vetr­ar­ins um dag­inn þegar eldri maður vék sér upp að mér til að taka mig tali. Ég vissi hver hann var en þekkti hann þó ekki per­sónu­lega, hef séð hon­um bregða fyr­ir í íþrótta­hús­inu, og sjálfsagt höf­um við ein­hvern tím­ann heils­ast. Hann hóf sam­talið á því að biðja mig um að af­saka fram­hleypn­ina, en hann hafði þó séð hjá syni sín­um (sem ég þekkti) In­sta­gram-færslu hjá mér þar sem ég var stadd­ur í Skotlandi að reynsluaka nýj­um Land Cruiser.

„Er hann ekki al­veg geggjaður?“ spurði hann al­veg ófeim­inn og var greini­lega spennt­ur að heyra svarið. „Hann er mjög flott­ur,“ svaraði ég af hóg­værð. Hann sagði mér í óspurðum frétt­um að hann hefði lengi vel átt Land Cruiser en það væru þó kom­in nokk­ur ár síðan. Var bú­inn að eiga 200-týp­una og síðar 150-týp­una, en féll aldrei al­veg fyr­ir 120-týp­unni. Hann hafði þó farið að skoða nýj­ustu út­gáf­una, Land Cruiser 250, þegar bíll­inn var til sýn­is í Toyota fyrr í vor og verið dol­fall­inn yfir nýja bíln­um. Það er svo sem ekk­ert að ástæðulausu, menn hafa beðið eft­ir nýja bíln­um með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu vit­andi að hann væri á leiðinni, með nýrri hönn­un og nýju út­liti.

Maður sér vel í allar áttir, enda rúðurnar stærri en …
Maður sér vel í all­ar átt­ir, enda rúðurn­ar stærri en í fyrri út­gáf­um. Jay­son Fong

Löng saga að baki

Land Cruiser á að baki yfir 70 ára sögu og það er svo sem við hæfi að með nýj­ustu út­gáf­unni, Land Cruiser 250, sé leitað aft­ur til upp­run­ans í út­liti og hönn­un. Sumt breyt­ist þó ekki, þetta er í grunn­inn hefðbund­inn fjór­hjóla­drif­inn jeppi með öfl­uga vél, góða fjöðrun, eig­in­leika sem nýt­ast bæði á mal­biki og í erfiðum aðstæðum og þannig mætti áfram telja. Nýtt út­lit hans er sí­gilt, hann er meira kassa­laga en fyrri út­gáf­ur – sem hljóm­ar ekki vel á papp­ír en mynd­irn­ar tala sínu máli.

Land Cruiser 250 er fimmta kyn­slóð af sinni línu. Sú fyrsta, Land Cruiser 70, kom á markað um miðjan ní­unda ára­tug­inn og síðan þá hef­ur bíll­inn þró­ast mikið. Það hef­ur í raun ekki komið fram ný lína frá ár­inu 2009 þegar 150-lín­an kom á markað – og því var al­veg kom­inn tími á breyt­ing­ar. Eða hvað? Það er lítið hægt að al­hæfa í þessu, því Land Crusier hef­ur notið gíf­ur­legra vin­sælda hér á landi á liðnum árum. Það er því kannski ekki rétt að halda því fram að Land Cruiser-not­end­ur hafi verið að kalla eft­ir mikl­um breyt­ing­um, hvað þá nær al­veg nýj­um bíl, ef marka má sölu­töl­ur. Frá ár­inu 2020 hafa um 2.100 Toyota Land Cruiser verið ný­skráðir hér á landi, en miðað við fjölda íbúa eru þess­ar töl­ur fá­heyrðar í Evr­ópu. Það má þó al­veg ætla að nýj­asti bíll­inn verði ekki síður vin­sæll. Fyr­ir utan út­lit og gæði, sem hvort tveggja verða bara enn betra, þá á hann sér dygga stuðnings­menn hér á landi.

Nýr LC 250 er tíu cm lengri, 9,5 cm breiðari …
Nýr LC 250 er tíu cm lengri, 9,5 cm breiðari og ör­lítið hærri en fyr­ir­renn­ar­ar hans. Jay­son Fong

Heim­sókn í Balmoral

Það var rétt sem pabbi íþróttastráks­ins vísaði til; ég hafði þá ný­lega farið til Skot­lands að reynsluaka nýja bíln­um. Það var al­veg ástæða fyr­ir því að þessi reynsluakst­ur fór ekki fram á Spáni eða í Frakklandi; hér vor­um við komn­ir til að senda bíl­inn í vinnu. Þess má til gam­ans geta að Land Cruiser-nafnið kom nú fyrst til þar sem bíln­um var stillt upp sem keppi­naut Land Rover, þannig að það var kannski við hæfi að stilla reynsluakstr­in­um upp á heima­velli Land Rover.

Það var ekki laust við að maður upp­lifði sig eins og maður væri stadd­ur í þætti af The Crown, þá sér­stak­lega þegar komið var upp í sveit, þar sem menn klædd­ust tweed-föt­um, vax­jökk­um og græn­um stíg­vél­um. Við dvöld­um í Balla­ter í Aber­deen, í Norðaust­ur-Skotlandi. Þetta er lít­ill bær, litlu stærri en Hvolsvöll­ur, þannig að upp­lif­un­in var svo sann­ar­lega sú að við vær­um komn­ir í skoska sveit. Aðeins tíu kíló­metr­um vest­ar stend­ur Balmoral-kast­ali, hvar Elísa­bet II. Breta­drottn­ing dvaldi löng­um stund­um og varði sín­um síðustu dög­um í sept­em­ber 2022. Á loka­degi akst­urs­ins lögðum við lykkju á leið okk­ar til að kíkja á Balmoral-kast­ala, það er ekki á hverj­um degi sem maður kem­ur þangað. Við áttuðum okk­ur síðar á því að Toyota-menn biðu átekta eft­ir bíln­um við hót­elið til að þrífa hann eft­ir dag­inn, en það var samt þess virði að geta sagst hafa komið í Balmoral.

Toyota hafði flutt fjóra Land Cruiser til Skot­lands fyr­ir viðburðinn. Lagt var upp með akst­ur í þrenns kon­ar aðstæðum; á þjóðvegi, í fjall­lendi og í tor­færu. Akst­ur á þjóðvegi er, eins og bú­ast mátti við, nokkuð þægi­leg­ur. Þrátt fyr­ir að standa hærri en fyrri Land Cruiser-bíl­ar er 250-bíll­inn stöðugur og renn­ur mun bet­ur en 120- og 150-týp­an sem mér hef­ur stund­um fund­ist vagga ei­lítið á þjóðvegi. Þetta er fyrsti Land Cruiser-bíll­inn sem kem­ur með raf­knú­inni afl­stýr­ingu og grind­in er stífari en í fyr­ir­renn­ur­um hans.

Lúx­us­inn er orðinn meiri en hann var áður. Búið er að end­ur­hanna mæla­borðið þannig að all­ar still­ing­ar eru mjög aðgengi­leg­ar og glugg­arn­ir eru stærri en í fyrri út­gáf­um þannig að maður sér vel út all­an hring­inn. Hliðarspegl­ar eru stór­ir sem gefa manni góða yf­ir­sýn en skapa þó ekki vind­hljóð í akstri. Hvort sem ekið er inn­an bæj­ar eða út á þjóðvegi er bíll­inn þægi­leg­ur, með fín­an beygjura­díus og vart þarf að taka fram að hann er bú­inn öll­um þeim ör­ygg­is- og aðstoðarfíd­us­um sem gerðar eru kröf­ur um í nýj­um bíl­um í dag. Með öðrum orðum, það er hægt að nota hann í miðbæ Reykja­vík­ur og leggja hon­um í þröng stæði, en það er líka hægt að njóta þess að aka hon­um hratt og greiðlega út á þjóðvegi.

Farangursrýmið er rúmt, allt upp í um 700 l með …
Far­ang­urs­rýmið er rúmt, allt upp í um 700 l með fimm sæti uppi. Jay­son Fong

Að láta bíl­inn vinna

Akst­ur í fjall­lendi er eins og að drekka vatn. Maður get­ur stillt akst­ur­seig­in­leika bíls­ins ef maður vill (þó ekki nauðsyn­legt að breyta miklu), og bíll­inn tekst vel á við þær hindr­an­ir sem hon­um kunna að mæta. Við ókum hon­um yfir hefðbundna mal­ar­vegi, yfir grjótvegi, hol­ur, þúfur, læki og litl­ar ár og þannig mætti áfram telja og all­an tím­ann glumdi gamla kosn­ingalof­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins í huga manns: Árang­ur áfram – ekk­ert stopp. Mun­ur­inn er þó sá að Land Cruiser dug­ar mun leng­ur en kosn­ingalof­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Þá kom að því að reyna bíl­inn í erfiðari aðstæðum. Búið var að út­búa það sem heima­menn vildu meina að væri erfið þrauta­braut, full af drullu, vatni og að hluta til snjó. Það hafði þó rignt tölu­vert dag­ana á und­an og var braut­in því nokkuð hál á köfl­um. Það má ætla að drulla og snjór skapi að mörgu leyti sömu aðstæður, þannig að við skul­um gefa okk­ur að bíll­inn hagi sér að ein­hverju leyti eins. Það var aðeins hægt að leika sér með still­ing­ar á bíln­um, til dæm­is hægt að læsa drif­inu, og sem fyrr seg­ir er það allt mjög aðgengi­legt. Allt var þetta þó eitt­hvað sem bíl­inn réði vel við. Við vor­um aldrei ná­lægt því að festa okk­ur, bíll­inn lét vel að stjórn.

Í erfiðustu köfl­un­um var áhuga­vert að prófa þann fíd­us sem lík­lega mætti kalla skriðbúnað (e. crawl control). Þetta er ekki al­veg nýr eig­in­leiki en ég hafði þó ekki prófað hann áður. Hann lýs­ir sér í stuttu máli þannig að bíll­inn keyr­ir sjálf­ur en ökumaður stýr­ir og get­ur stjórnað hraðanum lít­il­lega með litl­um snún­ingstakka. Þó maður stilli hraðann í efstu still­ingu fer bíll­inn hægt (en ör­ugg­lega) yfir. Ég fór upp erfiða brekku þar sem ég keyrði sjálf­ur, en þar sem ég er van­ur að keyra í slík­um aðstæðum á jepp­um fannst mér þetta frek­ar ein­falt. Ég lét skriðbúnaðinn hins veg­ar þoka bíln­um niður aðra brekku sem var sleip og full af drullu, og ég skal viður­kenna að það var þægi­legt að vinna þetta með bíln­um. Á sama tíma get­ur maður séð á skjá aðstæður fyr­ir utan bíl­inn, til dæm­is í kring­um dekk­in, sem get­ur hjálpað manni við akst­ur í erfiðum aðstæðum.

Reynd­ir öku­menn kunna að fussa yfir slík­um tækni­búnaði en fyr­ir þá sem eru minna van­ir, eða vilja bara láta bíl­inn vinna fyr­ir sig, má hæg­lega mæla með því að nota þetta. Við skul­um orða það þannig að það er meiri reisn í því að nota búnaðinn og kom­ast á leiðar­enda held­ur en að þurfa að standa úti og moka sig út úr skafli eða slabbi.

Al­veg ótengt þessu, þá má nú nefna að bæði fram­endi og aft­ur­endi Land Cruiser eru sett­ir sam­an úr mörg­um pört­um, þannig að ef eitt­hvað skadd­ast í erfiðum aðstæðum er hægt að skipta um þann hluta sem skemm­ist en þess ger­ist ekki þörf að skipta um hálf­an bíl­inn.

Allar stillingar eru mjög aðgengilegar.
All­ar still­ing­ar eru mjög aðgengi­leg­ar. Jay­son Fong

Það sem skipt­ir máli

Maður velt­ir því oft upp hvað það er sem skipt­ir mestu máli þegar kem­ur að bíl­um. Fyr­ir suma er það merkið sjálft, fyr­ir aðra er það nota­gildið, verðið, gæðin, þæg­ind­in o.s.frv.

Það skipt­ir vænt­an­lega máli að geta notað bíl­inn inn­an­bæjar með hent­ug­um hætti. Sem fyrr seg­ir á það við um Land Cruiser 250. Það sama á við um akst­ur á þjóðvegi.

Það skipt­ir suma máli að hafa kost á því að geta keyrt utan þjóðveg­ar, hvort sem er á sveita­veg­um eða í meira krefj­andi aðstæðum. Það er óhætt að segja að þessi bíll mæti þeim kröf­um.

Síðan eru það þeir sem vilja bara Land Cruiser og helst ekk­ert annað. Þar mæt­ir nýi bíll­inn öll­um helstu kröf­um. Ég ætla að ger­ast svo djarf­ur að spá því að þessi eigi eft­ir að rok­selj­ast hér á landi á næstu árum. Pabbi íþróttastráks­ins sem ég nefndi hér í upp­hafi er ekki sá eini sem er að bíða eft­ir því að hann komi til lands­ins í al­menna sölu í haust.

Skjárinn sýnir aðstæður fyrir utan bílinn.
Skjár­inn sýn­ir aðstæður fyr­ir utan bíl­inn. Jay­son Fong

Land Cruiser 250

2,8 l tur­bo dísil­vél

Um 204 hest­öfl

Kem­ur í fimm út­færsl­um;
First Ed­iti­on, Lux­ury, VX,
GX Plus og GX

Umboð: Toyota á Íslandi

Verð: 16,5-25 m.kr.

Annað sem er bætt í LC 250 er að plássið …
Annað sem er bætt í LC 250 er að plássið fyr­ir farþega er mun betra. Jay­son Fong
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka