Töffaralegur í borg og sveit

Yaris Cross hentar vel bæði í innanbæjarakstur sem og á …
Yaris Cross hentar vel bæði í innanbæjarakstur sem og á sveitavegum. Þessi míni-jepplingur er bæði sparneytinn og smart og nýja útgáfan er mun hærri en sú gamla. Ásdís Ásgeirsdóttir

Veðurfarið í maí var ansi rysj­ótt og minnti oft og tíðum helst á vet­ur. Því sló blaðamaður ekki hend­inni á móti nokk­urra daga ferð til Mall­orca að prufu­keyra Toyota Yar­is Cross sem nú hef­ur verið „fínstillt­ur“ til þess að not­and­inn njóti enn frek­ar akst­urs og ör­ygg­is. Nota­legt var að stíga út úr vél­inni í tutt­ugu stiga hita og skilja gráa hvers­dags­leik­ann eft­ir heima um stund. Með í för var Toyota-maður­inn Páll Þor­steins­son. Bíl­stjóri á veg­um Toyota var til reiðu að keyra okk­ur á hót­el sem þjón­ar venju­lega helst golf­ur­um en hent­ar einnig vel til að taka á móti blaðamönn­um hvaðanæva úr heim­in­um sem komn­ir eru til að berja aug­um og prufu­keyra upp­færða út­gáfu af Yar­is Cross.

Við kom­una á hót­elið blöstu við skín­andi fal­leg­ir og sport­leg­ir bíl­ar í röðum; í afar fal­leg­um grágræn­um lit. Eft­ir góðan kvöld­verð ut­an­dyra var haldið í hátt­inn, en dag­ur­inn á eft­ir reynd­ist hvíld­ar­dag­ur, sem var kær­komið eft­ir ferðavolkið. Und­ir­rituð dreif sig í spa og nudd en rétt fyr­ir mat­inn fengu blaðamenn for­drykk og kynn­ingu á þess­um sport­lega litla jepp­lingi.

Fagrir og grágrænir stóðu bílarnir í röðum og biðu eftir …
Fagr­ir og grágræn­ir stóðu bíl­arn­ir í röðum og biðu eft­ir að blaðamenn reynsluækju þeim á Mall­orca Ásdís Ásgeirs­dótt­ir

Gamli Yar­is á ster­um

Yar­is hef­ur lengi verið vin­sæll smá­bíll á Íslandi en mikið vatn hef­ur runnið til sjáv­ar síðan hann kom fyrst á markað árið 1999. Smá­bíll­inn sá er nú mikið breytt­ur en fyr­ir fjór­um árum kom á markaðinn Yar­is Cross, og má þá segja að Yaris­inn hafi bæði stækkað og bætt á sig vöðvum. Cross er nefni­lega varla neinn smá­bíll, held­ur frek­ar míni-jepp­ling­ur, kraft­leg­ur og sport­leg­ur, og bæði smart og þægi­leg­ur í inn­an­bæjarsnatt sem og í ut­an­bæjarakst­ur. Hann er mun hærri en sá gamli þannig að bíl­stjóri og farþegar eiga auðvelt með að setj­ast inn í hann og sitja hærra en í venju­leg­um fólks­bíl. Útsýnið er gott og að inn­an er hann bjart­ur og nokkuð rúm­góður, en vel fór um farþega í aft­ur­sæt­inu hjá okk­ur í reynsluakstr­in­um. Þarna tekst Toyota að sam­eina eig­in­leika jepp­lings og fólks­bíls og setja hann auk þess í fal­leg­an bún­ing. Ekki er verra að bíll­inn er tvinn­bíll og því afar spar­neyt­inn, en vel er hægt að sleppa með að eyða fimm lítr­um á hundraðið, en hann er sjálf­hlaðandi. Ekki er að undra að Yar­is Cross er vin­sæll í Evr­ópu og hef­ur verið val­inn besti litli jepp­ling­ur­inn.

Betri tækni og meiri kraft­ur

Yar­is Cross er ekki al­veg nýr af nál­inni en nýja út­gáf­an er enn betri en sú fyrri. Hann er kraft­meiri en áður með hluta af fimmtu kyn­slóð af hybrid-kerf­inu frá Toyota. Fimmtán hest­öfl hafa bæst við og því er hann hálfri sek­úndu spræk­ari upp í hundrað. Skjár­inn er einnig nýr og flott­ari og afar auðveld­ur í notk­un, en hann er fá­an­leg­ur 9 eða 10,5 tommu marg­miðlun­ar­snerti­skjá, með snerti- og radd­stýr­ingu. Annað sem hef­ur bæst við í tækn­inni er sta­f­ræni lyk­ill­inn sem ger­ir þér kleift að deila aðgangi að bíln­um, og einnig er hægt að stilla loftræst­ing­una og ræsa Yar­is Cross í gegn­um MyToyota-appið á snjallsím­an­um þínum. Hjóðein­angr­un hef­ur einnig verið bætt með betri demp­ur­um á vél­ar­fest­ing­um og þykk­ara gleri í rúðum.

Þrjár still­ing­ar eru fyr­ir akst­ur­inn; Eco, Normal og Sport og ger­ir þessi stig­lausa gír­skipt­ing bíl­inn lipr­an og létt­an í akstri. Cross­inn er fram­hjóla­drif­inn en einnig er hægt að fá hann fjór­hjóla­drif­inn, sem auðveld­ar akst­ur í snjó og drullu.

Verk­fræðing­ar Toyota hafa nú tekið ann­ars fín­an bíl og gert hann not­anda­vænni og enn kraft­meiri.

Yaris Cross er léttur í stýri og lætur vel að …
Yar­is Cross er létt­ur í stýri og læt­ur vel að stjórn.

Góður í sveit og borg

En aft­ur að Mall­orca og reynsluakstr­in­um! Nýr dag­ur rann upp og sól skein í heiði, eins og lík­lega ger­ist oft á eyj­unni fögru. Eft­ir morg­un­mat fengu blaðamenn í hend­urn­ar eitt stykki skín­andi hrein­an Cross sem var til­bú­inn í akst­ur dags­ins. Það er alltaf sér­stök til­finn­ing að setj­ast inn í glæ­nýj­an bíl, strjúka hend­inni eft­ir sæt­un­um, fikta í nýj­um tökk­um, leggja af stað og gefa aðeins í. Fram und­an var þriggja tíma akst­ur um eyj­una með viðkomu í höfuðborg­inni Palma til að prófa inn­an­bæjarakst­ur.

Eins og venja er í reynsluakst­urs­ferðum var búið að stilla leiðina inn í staðsetn­ing­ar­tækið og var því auðvelt að rata með því að horfa á skjá­inn eða hlýða kven­manns­rödd­inni sem benti manni á að nú ætti að beygja. Oft­ast gekk það vel, enda Páll í fram­sæt­inu að passa upp á að blaðamaður færi rétta leið út úr hinum fjöl­mörgu hring­torg­um sem urðu á vegi okk­ar. Tókst okk­ur ágæt­lega að rata, þó stöku sinn­um þyrfti að snúa við, en í ró­leg­heit­un­um fund­um við alltaf réttu leiðina. Enda var eng­inn að flýta sér á svona fal­leg­um sum­ar­degi!

Ekið var í upp­hafi um sveita­vegi sem lágu síðar út á hraðbraut. Bíll­inn var eins og hug­ur manns í akstri, stýrið var létt og þægi­legt og frá­bært út­sýni og gott veður skemmdi ekki fyr­ir. Leiðin lá inn í Palma þar sem reyndi á inn­an­bæjarakst­ur­inn og sýndi það sig þar að bíll­inn hent­ar vel í borg­um þar sem hann er minni en hefðbundn­ir jepp­ling­ar. Yar­is Cross er eig­in­lega stór bíll í felu­bún­ingi lít­ils.

Eft­ir bíl­ferðina í Palma var aft­ur ekið út í sveit. Lands­lagið er nokkuð hrjóstr­ugt en þó voru tún græn og allt í blóma. Haf og fjöll, græn­ar grund­ir, vín­ekr­ur og litl­ir sveita­bæ­ir var það sem blasti við aug­um áður en við feng­um kaffi­sopa og kruðerí á dá­sam­leg­um stað, inn á milli vín­ekra. Í fjarska stóð göm­ul vind­mylla til að full­komna ann­ars guðdóm­legt út­sýni. Þarna var til­valið að hvíla sig yfir kaff­inu og taka mynd­ir af Cross­in­um í fal­lega lands­lag­inu.

Haldið var af stað á ný og keyrt eft­ir hlykkj­ótt­um sveita­veg­um, fram­hjá mörg­um spræk­um hjól­reiðamönn­um, og síðan brunað eft­ir hraðbraut­um í átt­ina aft­ur að hót­el­inu. Þarna fékk Cross­inn að prófa allt í senn, hraðbraut­ir, sveita­vegi og göt­ur borg­ar­inn­ar og stóð sig vel á alla kanta.

Yarisinn er sportlegur að aftan og á fallegum felgum. Útlitið …
Yaris­inn er sport­leg­ur að aft­an og á fal­leg­um felg­um. Útlitið er allt mjög krafta­legt Ásdís Ásgeirs­dótt­ir

Öryggið á odd­inn

Að sjálf­sögðu er ekki nóg að bíll­inn sé töff á að líta og þægi­leg­ur í akstri. Öryggið skipt­ir hvað mestu máli og þar er Toyota ekk­ert að spara. Boðið er upp á fimm ör­yggis­kerfi, árekstr­ar­viðvör­un­ar­kerfi eða árekstr­ar­viðvör­un­ar­kerfi með grein­ingu gang­andi eða hjólandi veg­far­enda eða öðrum öku­tækj­um, LDA-ak­reina­skynj­ara, sjálf­virkt há­ljósa­kerfi, um­ferðar­skilta­grein­ingu og sjálf­virk­an hraðastilli. Þannig er hægt að forðast hættu­leg­ar aðstæður og tryggja ör­yggi þitt og farþega þinna. Not­ast er við mynda­vél­ar og rat­sjá til að greina hættu á að keyra á gang­andi veg­far­end­ur og sjálf­virk­ur hraðastill­ir held­ur þér í lág­marks­fjar­lægð frá næsta bíl fyr­ir fram­an og minnk­ar lík­ur á að keyra aft­an á næsta bíl. Tak­ist öku­mann­in­um ekki að hemla í tæka tíð er hemlað sjálf­krafa til að forða árekstri eða draga úr höggi. Einnig er vel passað upp á að fara ekki yfir lög­leg­an há­marks­hraða sem get­ur verið hvim­leitt en auðvitað er best að keyra á lög­leg­um hraða og sleppa við hraðasekt­ir.

Bíll­inn „hugs­ar“ fyr­ir ýmsu öðru. Ef bíl­stjóri sofn­ar eða miss­ir meðvit­und fær ökumaður fyrst hljóðviðvör­un og ef það skil­ar eng­um viðbrögðum, hæg­ir bíll­inn á sér og stöðvast svo með hættu­ljós­in á. Einnig aflæs­ast dyr svo neyðaraðilar eiga aðgang að öku­manni ef þess ger­ist þörf.

Annað sem er hent­ugt er blindsvæðis­skynj­ari sem ger­ir öku­manni viðvart um bíla sem lenda í blinda svæðinu. Þannig nem­ur hann bæði bíla og hjól­reiðafólk, bæði með hljóðmerkj­um og stefnu­ljósi í hliðarspegli. Fyr­ir fólk sem á erfitt með að leggja í stæði, hjálp­ar Toyota Teamm­a­te-bíla­stæðakerfið þér að leggja bíln­um.

Lip­ur og hent­ug­ur

Eft­ir akst­ur­inn var blaðamaður orðinn ansi skot­inn í Yar­is Cross; hann er fyr­ir­ferðarlít­ill bíll með stóra nær­veru, lip­ur og smart með eig­in­leika sportjeppa. Yar­is hent­ar vel ein­stak­ling­um, er fínn hjóna­bíll eða fyr­ir minni fjöl­skyld­ur, og gæti hæg­lega hentað yngra fólki sem vill eiga smart pæju- eða gæj­a­bíl. Svo er hann á viðráðan­legu verði; rúm­lega sex millj­ón­ir. Í Yar­is Cross eru góð hljóm­tæki og ágætt skott og fer vel um alla farþega. Einnig er hægt að fá sportút­gáf­una, GR, sem er þá aðeins sport­legri í út­liti.

Það væs­ir sann­ar­lega ekk­ert um mann í Yar­is Cross.

Vel fór um bílstjórann undir stýri.
Vel fór um bíl­stjór­ann und­ir stýri.

Toyota Yar­is Cross

Bens­ín­vél 1,5 lítra og raf­mótor

Fram­drif/​fjór­hjóla­drif

116/​130 hest­öfl

0-100 km/​klst. á 11,2 – 11,8 sek­únd­um

Há­marks­hraði: 170 km/​klst.

CO2 los­un: 75-88 g/​km

Eyðsla í blönduðum akstri: 4,5 - 5,0 l/​100 km

Eig­in þyngd: 1190-1360 kg

Umboð: Toyota á Íslandi

Verð frá 6.460.000 kr.

Grein­in birt­ist upp­haf­lega í Bíla­blaði Morg­un­blaðsins 18. júní 2024.

Farangursrýmið var nokkuð drjúgt, miðað við bíl af þessari stærð.
Far­ang­urs­rýmið var nokkuð drjúgt, miðað við bíl af þess­ari stærð.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka