Sportjeppi í sportbílaformi

Macan 4 og Macan Turbo eru væntanlegir til Íslands síðar …
Macan 4 og Macan Turbo eru væntanlegir til Íslands síðar á árinu en hægt er að forpanta þá nú þegar. Þeir eiga eftir að njóta sín vel á íslenskum vegum og hafa það sem til þarf. Ljósmynd/Porsche

Það hef­ur ef­laust verið tölu­verð áskor­un fyr­ir þýska fram­leiðand­ann Porsche að koma fram með betri út­gáfu af sportjepp­an­um Porsche Macan, sem hef­ur frá því að hann var fyrst kynnt­ur árið 2015 verið mest seldi bíll­inn frá Porsche. Svo virðist sem fram­leiðand­an­um hafi þó tek­ist það með nýj­ustu út­gáf­un­um, Macan 4 og Macan Tur­bo. Báðir bíl­arn­ir eru alraf­magnaðir.

Macan 4 og Macan Tur­bo eru vænt­an­leg­ir til Íslands síðar á ár­inu en hægt er að forp­anta þá nú þegar.

Að flestu leyti er útlit bílsins kunnuglegt frá fyrri útgáfum …
Að flestu leyti er út­lit bíls­ins kunn­ug­legt frá fyrri út­gáf­um af Porsche Macan, þ.e. grunn­ur­inn er sá sami. Ljósa­búnaður­inn hef­ur þó verið upp­færður og helsta breyt­ing­in er línu­legri ljósa­búnaður að aft­an. Gísli Freyr

Flott upp­færsla

Það verður ekki annað sagt en að Porsche hafi tek­ist vel upp með upp­færsl­una á Macan. Það má hafa í huga að til að fram­leiða svo kraft­mik­inn bíl sem knú­inn er bens­ín eða dísi­lol­íu þarf öfl­uga vél með mikið slag­rými og strokk­un og um leið öfl­uga kæl­ingu. Í raun þarf það sama fyr­ir bíl sem knú­inn er raf­magni, þ.e. vél­in þarf að hafa sömu eig­in­leika auk skil­virkr­ar gír­skipt­ing­ar. Allt þetta tekst Porsche ágæt­lega.

Þá hef­ur Porsche með hverri upp­færslu á Macan tek­ist að gera bíl­inn sport­legri. Á því er eng­in und­an­tekn­ing nú. Nokkuð hef­ur verið lagt upp úr því að hanna bíl sem veit­ir litla loft­mót­stöðu, en í til­viki nýs Macan hef­ur Porsche tek­ist að ná vindstuðlin­um niður í 0,25 (var áður 0,35), sem er lægsti vindstuðull sem fram­leiðand­inn hef­ur náð.

Að flestu leyti er út­lit bíls­ins kunn­ug­legt þeim sem þekkja vel til Porsche, þ.e. grunn­ur­inn er sá sami og áður þó svo að bíll­inn sé sport­legri. Ljósa­búnaður bíls­ins hef­ur þó verið upp­færður, bæði að fram­an og aft­an, en helsta breyt­ing­in frá fyrri út­gáf­um er vænt­an­lega línu­legri ljósa­búnaður að aft­an. Bíll­inn kem­ur á 22” felg­um, sem gef­ur hon­um víga­legt út­lit.

Eins og gef­ur að skilja er ekk­ert grill fram­an á Macan, ekki frek­ar en öðrum raf­magns­bíl­um í dag, en þó má finna loft­inn­tak fyr­ir neðan húddið sem dreg­ur inn loft eft­ir þörf­um til að kæla batte­ríið sem ligg­ur und­ir bíln­um. Þá eru einnig ventl­ar til að hleypa lofti út að aft­an.

Ökumaður hefur fyrir framan sig 12,6“ skjá sem auðvelt er …
Ökumaður hef­ur fyr­ir fram­an sig 12,6“ skjá sem auðvelt er að stilla, auk fjöl­margra eig­in­leika í stýr­inu sjálfu. Ljós­mynd/​Porsche

Reynsluakst­ur­inn

Porsche bauð fjöl­miðlamönn­um að prufu­keyra bíl­inn í Anti­bes, rétt við Nice, í Frakklandi. Að kom­ast í suðrænt lofts­lag var út af fyr­ir sig ákveðinn lúx­us og það er að mörgu leyti sér­stök til­finn­ing að keyra nýj­an Porsche Macan upp um hæðir svæðis­ins. Það krefst þó ákveðinn­ar þol­in­mæði að kom­ast út úr borg­inni, vit­andi að maður er með öll þessi hest­öfl und­ir sér, n.t.t. 640 hest­öfl, sem fá ekki að njóta sín í hægri síðdeg­is­um­ferðinni. Það er þó hugg­un harmi gegn að vita að maður verður brátt kom­inn út á hraðbraut og þaðan upp í hæðirn­ar þar sem hægt er að nýta allt það sem bíl­inn hef­ur upp á að bjóða.

Vart þarf að nefna hversu gam­an það er að keyra svona bíl á hraðbraut í út­lönd­um. Há­marks­hraðinn á hraðbraut­inni var 130 en hér var uppi sama viðhorf og til ís­lenskra laga um smá­sölu á áfengi, þar sem lög­in eru aðeins til viðmiðunar og fram­kvæmd­in síðan allt önn­ur. Bíl­inn ligg­ur vel á um 150-160 km hraða þó lík­lega sé erfitt að halda hon­um lengi á þeim hraða á ís­lensk­um veg­um. Í nýj­um Macan sit­ur ökumaður aðeins lægra en í fyrri út­gáf­um, auk þess sem bíl­inn er um 12 mm lægri en fyrri út­gáf­ur, og það er lík­lega við þess­ar aðstæður sem maður skil­ur af hverju verið er að lækka bíl­inn. Það gef­ur meiri sport-til­finn­ingu að sitja aðeins neðar og hjálp­ar öku­manni að hafa góða stjórn á bíln­um.

Útlit mælaborðsins er kunnuglegt. Það sem er nýtt er að …
Útlit mæla­borðsins er kunn­ug­legt. Það sem er nýtt er að farþegi í fram­sæti hef­ur aðgang að 10,9” skjá fyr­ir sig. Ljós­mynd/​Porsche

Þegar upp í hæðirn­ar er komið gef­ur bíll­inn ekk­ert eft­ir. Hann ligg­ur vel í beygj­um, jafn­vel á mikl­um hraða, og í raun finn­ur maður aldrei fyr­ir því að bíll­inn sé að streða nokkuð. Mótor­inn í bíln­um er fyr­ir aft­an aft­ari öxul­inn (Porsche er þekkt­ur fyr­ir að hafa þyngd­arpunt­inn aft­ar­lega í bíl­um sín­um) en þá gef­ur 5° snún­ingseig­in­leiki í aft­ari hjóla­búnaði bíln­um góðan stuðning í kröpp­um beygj­um.

Það er gam­an frá því að segja að starfsmaður Bíla­búðar Benna, sem er umboðsaðili Porsche á Íslandi, fylgdi okk­ur tveim­ur fjöl­miðlamönn­um í akst­ur­inn. Eitt­hvað fannst hon­um við feimn­ir við að taka á bíln­um í hlíðum fjall­anna fyr­ir ofan Nice og bað því kurt­eis­is­lega um að fá að keyra ör­stutt­an spöl sjálf­ur. Við urðum að sjálf­sögðu við því. Þar sýndi hann okk­ur hvað bíll­inn get­ur í raun og veru, þegar farið var í krapp­ar beygj­ur á um­tals­verðum hraða, látið á það reyna hversu hratt bíll­inn kemst úr kyrr­stöðu upp í 100 km hraða – já, það tek­ur aðeins 3,3 sek­únd­ur, og hvernig hægt er að nýta aðra eig­in­leika bíls­ins í akstri. Auðvitað keyr­ir eng­inn bíl á svo mikl­um hraða í kröpp­um beygj­um til lengri tíma, og hvað þá með farþega, en það er þó ágætt að fá að kynn­ast því hvaða eig­in­leika bíll­inn hef­ur. Sú kynn­ing var mik­il­væg.

Rétt er að taka fram að hægt er að stilla fjöðrun­ina á bíln­um eft­ir aðstæðum, eða láta bíl­inn um að gera það sjálf­an enda tækn­in orðin slík að hann ræður við það sjálf­ur.

Farangursrýmið býður upp á um 540 l geymslupláss, sem verður …
Far­ang­urs­rýmið býður upp á um 540 l geymslupláss, sem verður um 1.350 l ef sæt­in eru felld niður. Ljós­mynd/​Gísli Freyr

Aðbúnaður til fyr­ir­mynd­ar

All­ur aðbúnaður er til fyr­ir­mynd­ar, bæði fyr­ir öku­mann og farþega. Macan Tur­bo er leður­klædd­ur að inn­an, ekki bara í sæt­um held­ur eru stýrið og mæla­borðið einnig þakin leðri. Í Macan 4 er hægt að velja leður­líki eða fíber ef svo ber und­ir.

Þá er skemmti­leg­ur fíd­us að geta stillt hljóðið á bíln­um sjálf­um. Eins og aðrir raf­magns­bíl­ar er bíll­inn hljóðlát­ur, en hægt er með nokkuð ein­föld­um hætti í skjá bíls­ins að stilla á vél­ar­hljóð ef þannig má að orði kom­ast, þannig að þeir sem inn í bíln­um sitja fá þá til­finn­ingu að verið að sé að gefa vél­inni vel inn – en þetta er ekki síður gagn­legt fyr­ir gang­andi eða hjólandi sem verða þá fyrr var­ir við bíl­inn.

Mæla­borðið er að mestu sta­f­rænt. Ökumaður hef­ur fyr­ir fram­an sig 12,6“ skjá sem auðvelt er að stilla og nota eft­ir hent­ug­leik, fyr­ir miðju er 10,9“ snerti­skjár sem frek­ar auðvelt er að læra á og nota með skil­virk­um hætti – og ef­laust eru fídus­ar þar sem við náðum ekki að nota í tveggja daga reynsluakstri en lær­ast þó fljótt með tím­an­um fyr­ir þann sem not­ar bíl­inn til lengri tíma. Þá er skemmti­leg viðbót fyr­ir farþega sem sit­ur frammi í, það er er ann­ar 10,9“ skjár sem ým­ist er að hægt að stilla á sjón­varps­efni eða leiðsögu­kerfi. Þegar bíll­inn fer af stað sér ökumaður ekki á þann skjá, aðeins farþegi, þannig að hann ætti ekki að trufla öku­mann­inn. Það er einnig fín upp­setn­ing á leiðbein­ing­um sem varp­ast upp í framrúðu fyr­ir öku­mann (e. head-up display), þá sér­stak­lega ef verið er að nota leiðsögu­kerfi við akst­ur. Það er ekk­ert út á aðbúnaðinn, ör­ygg­isþætti eða aðra upp­lif­un af bíln­um að setja.

Síðan er eft­ir að koma í ljós hvort Macan verður vin­sæll hér á landi, en sjálfsagt á að hann eft­ir að veita bæði bróður sín­um Cayenne ein­hverja sam­keppni sem og öðrum sportjepp­um – sem sí­fellt verða betri og flott­ari.

Porsche var með til sýnis undirvagn Macan. Hér sést 800 …
Porsche var með til sýn­is und­ir­vagn Macan. Hér sést 800 V raf­hlaðan, sem skipt er í tvær 400 V raf­hlöður sem liggja á botni bíls­ins. Mótor­inn sjálf­ur er aft­ar­lega sem fær­ir þyngd­arpunkt­inn aft­ar, líkt og í öðrum Porsche-bíl­um. Ljós­mynd/​Gísli Freyr

Porsche Macan 4 og Tur­bo

5,2 og 3,3 sek­únd­ur í 100 km hraða

Hest­öfl: 408 – 639

Drægni: 613 km (Macan 4) og 591 km (Tur­bo)

Hleðsla upp í 80%: 21 mín

Umboð: Bíla­búð Benna

Verð: Frá 14,9 m.kr.

Grein­in birt­ist upp­haf­lega í Bíla­blaði Morg­un­blaðsins 18. júní 2024.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka