Er ekki lítill þótt hann sé smár

„LBX er eilítið frábrugðinn systkinum sínum úr Lexus-fjölskyldunni í útliti …
„LBX er eilítið frábrugðinn systkinum sínum úr Lexus-fjölskyldunni í útliti en til að mynda er hann fyrsti Lexusinn sem skartar ekki „snældulaga“ grilli sem hingað til hefur einkennt alla Lexus-bíla.“ Eyþór Árnason

Er ég hóf störf sem bíla­blaðamaður hjá Morg­un­blaðinu var mér tjáð að oft gæti reynst erfiðara að skrifa um góða bíla en þá slæmu. Það vafðist því óneit­an­lega fyr­ir mér í fyrstu að setja orð á blað um Lex­us LBX-bíl­inn sem ég tók til reynsluakst­urs í byrj­un ág­úst, en fátt er út á hann að setja. Fyr­ir utan smá klúður af eig­in hálfu í start­hol­un­um, sem leiddi til þess að ég þurfti að fara með skottið á milli lapp­anna í umboðið og biðja um start, rann bíll­inn mjúk­lega af stað. Var strax ljóst frá fyrstu ak­reina­skipt­ingu að LBX er til­komu­mik­ill, áreiðan­leg­ur en ekki síst skemmti­leg­ur í akstri.

Hreyf­ist ekki hár á höfði

Býr hann yfir öfl­ugri blend­ingsafl­rás og hef­ur upp á ým­is­legt að bjóða í akstri. Móður­fyr­ir­tækið Toyota var jú frum­kvöðull á sviði þró­un­ar tækn­inn­ar á sín­um tíma og því við fáu öðru að bú­ast en góðum akstri og eyðslugrönn­um bíl. Í blend­ings­bíl­um, eða tvinn­bíl­um eins og þeir eru einnig kallaðir, vinna bens­ín og raf­magn í sam­ein­ingu að því að tryggja um­hverf­i­s­væn­an og spar­neyt­inn akst­ursmáta og eru bíl­arn­ir raun­ar sjálf­hlaðandi – og því aldrei þörf á að stinga þeim í sam­band.

Mód­elið sem und­ir­rituð fékk til af­nota var nán­ar til­tekið Lex­us Relax Premium með fjór­hjóla­drifi. Eru val­kost­irn­ir mun fleiri þegar kem­ur að LBX en geng­ur og ger­ist þegar jepp­ling­ar af svipaðri stærð eru ann­ars veg­ar og því strax áber­andi að LBX er bíll á lúx­usskala. Hægt er að velja á milli El­eg­ant, Emoti­on, Relax og Cool sem fást bæði í fram­hjóla­drif­inni út­færslu og fjór­hjóla­drif­inni. Fyr­ir of­an­tald­ar týp­ur er hægt að velja á milli þriggja búnaðarpakka: Tech, Premium og Advanced, en LBX er að sjálf­sögðu einnig fá­an­leg­ur í staðal­út­færslu með fram­hjóla­drifi og Orig­inal Ed­iti­on, og þá er hann öllu bú­inn og fjór­hjóla­drif­inn.

LBX býr yfir 1,5 lítra þriggja strokka bens­ín- og raf­mótor­blöndu, sem skil­ar 136 hest­öfl­um, ásamt ra­f­rænni skipt­ingu, en hægt er að sjá á mæla­borðinu hvernig bíll­inn skipt­ir á milli mótor­anna tveggja í akstri. Er hröðun hans ekki af verri end­an­um og fer LBX frá 0-100 á inn­an við 9,2 sek­únd­um. Ekki ber á því inni í bíln­um sem er frár og stöðugur í senn og geys­ist af stað án þess að hár hreyf­ist á höfði bíl­stjór­ans. Ekki er laust við að hann urri ei­lítið þegar fast er gefið í sem þarf þó alls ekki alltaf að vera slæmt, að mati und­ir­ritaðrar, enda ekki laust við að maður sakni þess að það heyr­ist aðeins í bíl­um, í örri raf­bíla­væðing­unni.

Fallegar 18″ krómfelgur eru einkennandi fyrir útlit bílsins og er …
Fal­leg­ar 18″ króm­felg­ur eru ein­kenn­andi fyr­ir út­lit bíls­ins og er stíll hans með japönsku ívafi. Eyþór Árna­son

Ríki frændi Yar­is Cross

Hugs­an­leg­ar sam­setn­ing­ar á inn­rétt­ingu bíls­ins eru einnig fjöl­marg­ar en hægt er að velja á milli fjög­urra sæt­is­efna, fjög­urra ör­ygg­is­belt­islita, 15 sætasaum­slita og tveggja út­saumsstíla fyr­ir hurðir bíls­ins. Kost­irn­ir eru ekki síðri þegar kem­ur að ytra byrðinu sem er hægt að sér­sníða enn frek­ar enda hægt að velja á milli níu eintóna og sjö tveggja tóna ytri lita. Sjálf er ég veik fyr­ir fal­leg­um saumi og fal­legu áklæði og er það væg­ast sagt til­fellið í LBX. Fal­leg­ur saum­ur dreg­ur línu í gegn­um bak stóls­ins en sama saum má finna á mæla­borði, miðju­stokk og dyr­um og eru all­ir snertiflet­ir bíls­ins mjúk­ir við snert­ingu – sem staðfest­ir enn frek­ar að LBX er ekki hefðbund­inn lít­ill jepp­ling­ur held­ur Lex­us-jepp­ling­ur.

LBX er ei­lítið frá­brugðinn systkin­um sín­um úr Lex­us-fjöl­skyld­unni í út­liti en til að mynda er hann fyrsti Lex­us­inn sem skart­ar ekki „snældu­laga“ grilli sem hingað til hef­ur ein­kennt alla Lex­us-bíla. Er hann í staðinn bú­inn grilli sem mynd­ar svipað mynstur og má finna í býkúpu og gef­ur bíln­um afar skemmti­legt og ný­stár­legt út­lit og er ekki laust við að yf­ir­bragðið nikki ei­lítið til Jap­ans. Fal­leg­ar 18″ króm­felg­ur eru sömu­leiðis ein­kenn­andi fyr­ir út­lit bíls­ins og skörp ljós­in virðast nán­ast pírð.

Bíln­um svip­ar engu að síður óneit­an­lega til bíls úr röðum móður­fyr­ir­tæk­is­ins Toyota og er LBX eins og ríki og fíni frændi Yar­is Cross. Inn­an Lex­us-fjöl­skyld­unn­ar er LBX aft­ur á móti minnst­ur og í þokka­bót ódýr­ast­ur en alls ekki síðri þegar kem­ur að þæg­ind­um, akstri eða út­liti. Raun­ar lagði Lex­us mikið upp úr að tala um bíl­inn sem „sann­an“ Lex­us er hann kom fyrst á markað, enda ef­laust marg­ir sem bjugg­ust við eins kon­ar „diet“ Lex­us á lægra verði. LBX vant­ar þó síður en svo karakt­er­ein­kenni, ekki frek­ar en stærri bif­reiðarn­ar frá Lex­us.

Fátt hef­ur verið til sparað í bíln­um og hef­ur yf­ir­hönnuður hans, Kuni­hi­ko Endo, full­yrt að teymið hafi á móti þurft að finna nýj­ar leiðir og lausn­ir til að fram­leiða lúx­us­bíl á lægra verði. Að sögn Endos var krefj­andi að halda í við fágaða og ríku­lega staðla Lex­us og þurftu hönnuðir því að nálg­ast hönn­un­ina öðru­vísi en þeir hjá Lex­us eru van­ir með notk­un hljóðein­angr­un­ar­efna. Var sér­stök áhersla lögð á að viðhalda sömu akst­urstil­finn­ingu og Lex­us kenn­ir alla sína bíla við, þétt­leika og ör­yggi. Orð fram­leiðand­ans hafa ekki reynst inn­an­tóm og hef­ur Lex­us sannað ágæti sitt með því að hljóta titil­inn „bíll árs­ins 2024“ frá breska bíla­tíma­rit­inu What Car?

Viðmót bílsins er afar gott og fallegur en einfaldur miðjustokkur …
Viðmót bíls­ins er afar gott og fal­leg­ur en ein­fald­ur miðju­stokk­ur aðskil­ur sæt­in. Eyþór Árna­son

 

Japönsk Gest­risni

LBX á taug­ar til Jap­an að mörgu leyti en fram­leiðsla hans og hönn­un fór m.a. fram þar. Bíll­inn er fram­leidd­ur með svo­kölluðu Takumi-hand­bragði – en hver og einn Takumi-meist­ari hef­ur 25 ára reynslu að baki og ein­kenn­ast vinnu­brögð þeirra af ná­kvæmni, hraða og ástríðu fyr­ir hand­verki. Hönn­un bíls­ins bygg­ir einnig á jap­anska gild­inu „omoten­ashi“ – eða gest­risni.

Omoten­ashi þýðir raun­ar að gest­gjafi sjái þarf­ir gests­ins fyr­ir og hann þurfi því aldrei að biðja um neitt. Það finnst vel að hönnuðir bíls­ins hafa haft þá hug­sjón að leiðarljósi við hönn­un­ina og er sem LBX vænti þarfa bíl­stjór­ans. Til að mynda er viðmót bíls­ins vel hannað í kring­um þarf­ir í akstri en bíl­stjór­an­um á hægri hönd eru höld­ur und­ir kaffi­mál og til að leggja frá sér sím­ann. Und­ir­rituð var far­in að spyrja sig hvort það gæti verið að aðeins væri pláss fyr­ir eitt drykkjar­mál í bíln­um en upp­götvaði þá að hægt væri að renna sætis­arm­in­um ei­lítið til baka og finna þar aukapláss fyr­ir drykkjar­mál.

Ágæt­is geymslupláss er í bíln­um miðað við stærð, þá sér­stak­lega und­ir miðju­stokkn­um og und­ir sætis­arm­in­um. Skottið var sömu­leiðis afar pass­legt und­ir helg­ar­ferðarfar­ang­ur­inn eða Sorpu­ferðina þó að smá brún sé á milli sæta og skotts og eru sæt­in því ekki al­veg flöt þegar þau eru lögð niður sem get­ur verið minna praktískt. Af næg­um USB-hleðsluinn­stung­um er að taka í bíln­um og er auk þeirra einn­hleðslu­flöt­ur, sem reynd­ar virt­ist ein­um of gjarn á að missa teng­ingu við sím­ann.

Fallegur saumur dregur línu í gegnum bak stólsins og prýðir …
Fal­leg­ur saum­ur dreg­ur línu í gegn­um bak stóls­ins og prýðir mæla­borð og dyr. Eyþór Árna­son

Bop it-hand­föng

Ef­laust er það um­deild skoðun en það er eitt­hvað heill­andi við út­stæð ytri hand­föng á nýj­um bíl­um, enda óút­skýr­an­legt hvers vegna all­ir nýir bíl­ar á markaðnum þurfa að vera með inn­fell­an­leg hand­föng. Það er í það minnsta ekki mik­ill vá-fa­ktor yfir því leng­ur. Sag­an er aft­ur á móti önn­ur þegar kem­ur að innri hand­föng­um LBX sem eru satt best að segja ögn pirr­andi. Erfitt er að átta sig á því hvaða hand­bragði á að beita til þess að opna dyrn­ar, hvort þrýsta eigi tvisvar á hand­fangið, snúa eða toga. Manni fer hratt að líða eins og maður sé fast­ur í Bop it-leik sem maður bað ekki um að taka þátt í. Eig­in­leik­inn er víst í ör­ygg­is­skyni en al­mátt­ug­ur – hvers á maður að gjalda?

Ra­f­ræna læs­ing­ar­kerfið í LBX er þó einnig tengt við blindsvæðis­skynj­ara bíls­ins sem er ágæt­is aðstoðar­kerfi fyr­ir ör­ugga út­göngu og kem­ur í veg fyr­ir að farþegar opni dyrn­ar ef til dæm­is bíl­ar eða hjól­reiðafólk er beint við hlið bíls­ins.

Að allri drama­tík und­an­skil­inni er fátt annað að LBX að finna hvað varðar virkni. Hann skil­ar sínu og ger­ir það vel. Líkt og flest­ir úr fjöl­skyld­unni er LBX einnig bú­inn tökk­um fyr­ir miðstöðvar­kerfi og helstu still­ing­ar, sem und­ir­rituð get­ur ekki lofað nóg enda fátt verra en að þurfa að fikta í skjá til að kveikja á blæstri. Útlit takk­anna og viðmót miðstokks­ins mætti reynd­ar al­veg upp­færa ei­lítið og gera meira móðins en ég kann engu að síður að meta til­vist þeirra.

Til að auðvelda akst­ur í þröng­um rým­um get­ur mynda­vél bíls­ins veitt 360° yf­ir­sýn í raun­tíma yfir svæðið kring­um bíl­inn, ásamt mynd af svæðinu und­ir bíln­um. Einnig býður mynda­vél­in upp á þrívíða mynd af bif­reiðinni úr lofti ásamt leiðbein­ing­um á skján­um til að aðstoða við akst­ur í þröng­um aðstæðum. Vert er að taka fram að þessi eig­in­leiki er ekki í boði í staðal­út­gáfu LBX. Bakk­mynda­vél­in veit­ir sömu­leiðis skýra og greini­lega mynd – raun­ar svo skýra að hægt er að lesa á skilti í gegn­um hana.

Japanska omotenashi-hugmynda fræðin birtist í hverju smáatriði LBX. Hugsað hefur …
Jap­anska omoten­ashi-hug­mynda fræðin birt­ist í hverju smá­atriði LBX. Hugsað hef­ur verið fyr­ir nán­ast öllu. Eyþór Árna­son

„Eitt­hvað lítið og dýrt“

Marg­miðlun­ar­kerfi LBX er af­bragðsgott og býður að sjálf­sögðu upp á teng­ingu við Apple Car Play og Android Auto. Sjálft kerfi Lex­us er þó ekki af verri gerðinni og er leiðsagn­ar­kerfið þjált og ná­kvæmt þó að und­ir­rituð freist­ist sjald­an til að nota annað en Google Maps. Hljóðkerfi LBX á eig­in­lega skilið sér­kafla en hljómb­urður­inn er á við í heima­bíói eða álíka – en er aft­ur ekki fá­an­legt í staðal­út­gáf­unni. 13 hátal­ara Mark Levin­son Premium-hljóðkerfið er sér­hannað fyr­ir inn­an­rými bíls­ins og skil­ar ein­stök­um 7,1 rás­ar hljómi. Naut und­ir­rituð svo sann­ar­lega nýrr­ar plötu Charli XCX í botn í sönn­um Brat-sum­arstíl. Radd­stýr­ing er einnig inn­byggð í bíl­inn og m.a. hægt að gefa fyr­ir­skip­an­ir í akstri, eins og að opna glugga, sem er ansi framtíðarleg upp­lif­un. „Hey Lex­us“-raddaðstoðin skil­ur venju­legt tal­mál og sam­hengi í setn­ing­um eins og „mér er kalt“ og get­ur greint hvor farþeg­inn í fram­sæt­inu tal­ar.

Býður Lex­us LBX einnig upp á teng­ingu við snjall­for­ritið Lex­us Link+ en í for­rit­inu get­ur bíl­stjóri hitastillt bíl­inn eða brætt ís­inn af rúðunum – jafn­vel áður en hann er kom­inn fram úr rúm­inu. Sömu­leiðis ger­ir for­ritið viðvart ef bíll­inn er ólæst­ur, gluggi op­inn eða ef gleymst hef­ur að slökkva á aðalljós­un­um. Frek­ar þægi­legt fyr­ir klaufagangs- og at­hygl­is­brest­spésa heims­ins.

Það er eins og fyrr sagði fátt út á LBX að setja að und­an­skild­um ör­fá­um smá­atriðum. Vel tekst til við að láta bíl­inn troða nýj­ar slóðir á veg­um Lex­us án þess þó að hann hafi minna upp á að bjóða en for­ver­ar hans og hann er knár þótt hann sé smár. Föður­amma mín heit­in var mik­ill fag­ur­keri og spurð hvað hún vildi í jóla- og af­mæl­is­gjöf svaraði hún iðulega: „Eitt­hvað lítið og dýrt.“ Lex­us­inn er kannski ódýr­ari í sam­an­b­urði við systkini hans en maður finn­ur svo sann­ar­lega fyr­ir því að hann er lít­ill lúx­us­bíll í fremsta flokki – og hefði því vel getað sómt sér sem gjöf fyr­ir ömmu.

Sjá má hvernig bíllinn skiptir á milli orkugjafa.
Sjá má hvernig bíll­inn skipt­ir á milli orku­gjafa. Eyþór Árna­son

Lex­us LBX Relax Premium

Fjór­hjóla­drif­inn

136 hest­öfl

Hröðun 0-100 km/​klst.: 9,2 sek.

Há­marks­hraði: 170 km/​klst.

Há­mark­s­tog vél­ar: 120 Nm

Há­mark­s­tog raf­mótors: 185 Nm

Eldsneytis­eyðsla blandaður akst­ur: 4,5 l/​100 km

Heild­arþyngd: 1.820 kg

Eldsneyt­is­geym­ir: 36 lítr­ar

Drátt­ar­geta: 650-750 kg

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka