Vetnisbíll gefur miklar væntingar

Vetnisbíllinn er mun léttari en forveri hans og kemur á …
Vetnisbíllinn er mun léttari en forveri hans og kemur á óvart hversu hljóðlátur hann er jafnvel á verstu vegum.

Raf­knún­ir bíl­ar duga flest­um al­menn­um borg­ur­um sem nota far­ar­tæki sitt til að kom­ast frá A til B. Fyr­ir suma skapa raf­bíl­arn­ir þó meira vesen en þeir eru virði. Toyota bauð blaðamönn­um í grjót­námu vinnu­véla­fram­leiðand­ans JCB þar sem þeir fengu að spreyta sig aðstæðunum þar á frum­gerð vetn­is­drif­ins Toyota Hilux-pall­bíls.

Var það strax nokkuð ljóst að raf­bíll myndi duga skammt í námunni, enda ekki val­kost­ur að hlaða far­ar­tækið og eng­in raf­hleðslu­stöð í grennd­inni. Sömu­leiðis væri erfitt að koma upp hleðslu­stöð við námuna þar sem leiða þyrfti um 78 km langa raflínu að svæðinu.

Vatns­bær og blátt lón

Svæðið er nán­ar til­tekið í ná­grenni við Buxt­on-bæ í Miðhéruðum Eng­lands en bær­inn er einna þekkt­ast­ur fyr­ir vatn. Vatns­flösk­ur í bresk­um mat­vöru­versl­un­um eru marg­ar hverj­ar merkt­ar Buxt­on, sem var áður vin­sæll or­lofs­bær breskra stór­borg­ar­búa í leit að hvíld og end­ur­nær­ingu í heilsu­lind­um bæj­ar­ins.

Bæj­ar­mynd­in ber þess aug­ljós merki að Buxt­on var á há­tindi vin­sælda sinna seint á 18. öld­inni og eru flest­ar bygg­ing­ar bæj­ar­ins í anda Georgs­tíma­bils­ins.

Á bær­inn ótrú­legt en sagt kenni­leiti sam­eig­in­legt með Grinda­vík, en hann á sér einnig blátt lón þó að und­ir­rituð leyfi sér að full­yrða að hið ís­lenska lón sé mun til­komu­meira – eða í það minnsta bet­ur markaðssett. Bláa lónið í Buxt­on er raun­ar svo fullt af eit­ur­efna- og bíla­úr­gangi að bæj­ar­yf­ir­völd hafa í lengstu lög reynt að fæla ferðamenn frá því að synda í vatn­inu enda nóg af heilsu­lind­um sem fólk get­ur sótt til að njóta jarðhitalind­ar bæj­ar­ins.

Toyota hefur framleitt 10 eintök af vetnisdrifna Toyota Hilux-pallbílnum en …
Toyota hef­ur fram­leitt 10 ein­tök af vetn­is­drifna Toyota Hilux-pall­bíln­um en seg­ir þróun á loka­stigi.

Vetn­is­drifn­ar vinnu­vél­ar

Það var því fátt meira viðeig­andi en að prufu­keyra frum­gerð vetn­is­drifna Toyota Hilux-pall­bíls­ins í ná­grenni við bæ­inn, raun­ar í grjót­námu JCB-vinnu­véla­fram­leiðand­ans sem hef­ur sótt inn­blást­ur í gnægt­ir vatns­ins í um­hverf­inu og þróað vetn­is­drifn­ar vinnu­vél­ar.

Fram­leiðand­inn hef­ur til þessa not­ast við vetni á sprengi­hreyfla (e. in­ternal combusti­on eng­ine) sem hafa sam­bæri­lega vinnslu og venju­leg­ar bens­ín- og dísil­vél­ar þar sem kveikt er í eldsneyt­inu.

Fram­leiðend­ur vinnu­bíla og vinnu­véla hafa raun­ar marg­ir verið feimn­ir við að fara í raf­orku­skipti þar sem raf­magnið er ein­fald­lega óhent­ugra fyr­ir stærri vél­ar eða bíla sem þurfa að ferja þung­an farm. Bíl­arn­ir þurfa stærri batte­rí sem eru þar að auki ekki besti kost­ur­inn fyr­ir mikið notaða bíla sem keyra lang­ar vega­lengd­ir í öll­um veðrum og vinna jafn­vel á af­skekkt­um svæðum fjarri hleðslu­stöðvum.

Til­gang­ur ferðar­inn­ar var þó ekki að prufu­keyra vetn­is­drifna trak­tora eða þreski­vél­ar JCB held­ur eins og áður seg­ir að kynn­ast frum­gerð vetn­is­drif­ins Toyota Hilux en pall­bíll­inn er með sam­bæri­leg­an efn­arafal og Mirai-vetn­is­bíl­arn­ir sem Toyota kynnti á markað árið 2014.

Í raun raf­magns­bíll

Aðeins hafa verið fram­leidd tíu ein­tök til þessa enda um að ræða til­rauna­verk­efni á loka­stigi að sögn Toyota, þó að enn liggi ekki fyr­ir hvenær bíll­inn kem­ur á al­menn­an markað. Fimm ein­tök voru til reiðu til prufuakst­urs fyr­ir blaðamenn en hinir fimm voru á leið til Par­ís­ar­borg­ar til að taka þátt í setn­ing­ar­at­höfn Ólymp­íu­leik­anna í júlí.

Toyota hef­ur fjár­fest mikið í þróun vetn­is síðan 1992 og ger­ir ráð fyr­ir að Evr­ópa verði einn stærsti vetniseldsneyt­is­markaður í heimi árið 2030. Fram­leiðand­inn seg­ir þróun vetn­is­drif­ins Hilux vera mik­il­vægt skref í frek­ari þróun og út­færslu á vetni­s­tækni og vetn­is­innviðum um alla heims­álf­una.

Vetn­is­bíl­ar eru í raun raf­magns­bíl­ar þar sem vetni er fram­leitt með raf­grein­ingu úr vatni en þar er vetnið skilið frá súr­efn­inu í vatn­inu. Vetn­inu er síðan dælt á bíl­inn þar sem það er leitt aft­ur sam­an við súr­efni í efn­arafli (e. fuel-cell). Við það mynd­ast raf­magn sem notað er við að knýja bíl­inn. Eini „út­blástur­inn“ frá bíln­um er því vatn.

Helsti kost­ur vetnis­knú­inna bíla er að ein­ung­is tek­ur ör­fá­ar mín­út­ur að fylla fólks­bíl af vetni sem dug­ar í 400-600 km akst­ur. Ork­u­nýt­ing­in er því ekki af verri tag­inu og eng­inn út­blást­ur hljóm­ar vel.

Helsti ókost­ur vetn­is er ef­laust hve flókn­ar vetn­is­stöðvar eru í upp­setn­ingu og eins og innviðir eru í dag er lítið um áfyll­ing­ar­stöðvar fyr­ir hinn al­menna neyt­anda. Með verk­efn­inu Hydrogen Mobility Europe (H2ME) er aft­ur á móti stefnt að fyrsta sam­evr­ópska neti vetnis­áfyll­ing­ar­stöðva um þess­ar mund­ir, sem mun greiða aðgang að vetnis­áfyll­ing­ar­stöðum til muna.

Hef­ur það til þessa sömu­leiðis verið gagn­rýnt hve orku­frek vetn­is­fram­leiðslan get­ur verið en svo­kallað „blátt vetni“ sem unnið er úr jarðgasi leiðir af sér tals­verða kolt­ví­sýr­ings­los­un. Á hinn bóg­inn er svo­kallað „grænt vetni“ þar sem raf­orkan sem nýtt er í fram­leiðslu­ferli vetn­is­ins kem­ur frá end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjafa. Fram­leiðslu­ferlið kall­ast raf­grein­ing vatns en Orka Nátt­úr­unn­ar er eini fram­leiðandi vetn­is á Íslandi og fram­leiðir grænt vetni.

Hernaður og heim­skaut

Frum­gerð vetn­is­drif­ins Hilux er aft­ur­hjóla­drif­in og er með einn raf­mótor á aft­urásn­um sem fram­leiðir um 134 kW afl og 300 Nm tog.

Toyota hef­ur komið fyr­ir þrem­ur háþrýstieldsneyt­is­geym­um í und­ir­vagni bíls­ins, en hver tank­ur um sig get­ur inni­haldið 2,6 kg af vetni. Fjöllaga efn­ara­fall­inn hef­ur 330 raffrum­ur og er fest­ur fyr­ir ofan framás bíls­ins, en 1,2 kWh li­tíumraf­hlaða geym­ir raf­magnið sem efn­ara­fall­inn fram­leiðir. Batte­ríið er staðsett aft­ar­lega í und­ir­vagn­in­um fyr­ir ofan vetn­is­geym­ana til að ganga ekki á plássið inni í farþega­rými bíls­ins.

Bíll­inn er með 600 km drægni, sem Toyota full­yrðir að sé mun meira en hægt væri að ná með raf­hlöðudrifn­um Hilux, þar sem vetn­is­drifna afl­rás­in ger­ir bíl­inn mun létt­ari og veit­ir meiri hleðslu og drátt­ar­getu fyr­ir vikið.

Útlit frum­gerðar­inn­ar er ekki frá­brugðið hinum hefðbundna Hilux eins og hann hef­ur litið út á síðustu árum en bíll­inn hef­ur vissu­lega þró­ast síðan hann var kynnt­ur á markað árið 1968. Hafa innri burðir og afl bíls­ins sömu­leiðis þró­ast mikið frá fyrstu út­gáfu og hef­ur hann skapað sér nafn sem þolgóður og áreiðan­leg­ur bíll sem get­ur staðið af sér flesta notk­un eða bein­lín­is djöf­ul­gang.

Það hef­ur einkum lýst sér í vin­sæld­um hans til fjöl­breyttr­ar notk­un­ar sem nær yfir allt frá bú­skap og kapp­akstri að heim­skauta­leiðöngr­um og jafn­vel hernaði her­skárra hópa.

Það var því vart hægt að ímynda sér við hverju væri að bú­ast í fyrsta sinn bak við stýrið á vetn­is­drifn­um Toyota Hilux. Upp­lýs­ingapakk­inn frá Toyota um reynsluakst­ur­inn hafði raun­ar vakið fleiri spurn­ing­ar en svör um hvað væri í vænd­um. Hvers vegna er reynsluakst­ur­inn í grjót­námu? Af hverju þarf ég skó með stáltá? Er áþreif­an­leg­ur mun­ur á dísil- og vetn­is-Hilux?

Svarið við þeirri síðast­nefndu kom svo sann­ar­lega á óvart en und­ir­rituð leyf­ir sér að full­yrða að það sé svo sann­ar­lega him­inn og haf á milli vetn­is­drif­ins Hilux og þess dísildrifna.

Létt­ur og hljóðlát­ur

Blaðamenn fengu fyrst að spreyta sig á dísil­bíln­um í grjót­námunni til að fá til­finn­ingu fyr­ir hinum hefðbundna Hilux á veg­um sem hann er ætlaður til notk­un­ar á. Þrátt fyr­ir að hafa keyrt víða, þ. á m. um gríska fjall­vegi og á al­ræmd­um göt­um Par­ís­ar­borg­ar, stóð und­ir­ritaðri ekki al­veg á sama á laus­um og ryk­ug­um veg­um námunn­ar.

Dísil­bíll­inn gaf þó ekk­ert eft­ir og hélt sínu striki á grýtt­um jarðveg­in­um og brött­um brekk­un­um. Það var þó vart hægt að heyra eig­in hugs­an­ir, hvað þá í farþeg­an­um, enda bíll­inn ansi há­vær á vegi. Hugs­an­ir um að skipta yfir í fjór­hjólagír tóku einnig að sækja að á versta kafla brekk­unn­ar, en bíll­inn stóð það engu að síður af sér án gír­breyt­inga.

Ekki má þó gleyma að Hilux er pall­bíll svo hann er kannski ekki lip­ur í beygj­um og hring­torg­um og því ráðleg­ast að draga vel úr hraða í beygj­um – eins og gild­ir al­mennt um bíla af slík­um toga.

Sag­an var aft­ur á móti gjör­ólík í vetn­is­bíln­um en sjald­an hef­ur bíll verið jafn hljóðlát­ur á vegi svo ekki sé minnst á grýtt­an námu­veg. Þá var einna mest áber­andi hve létt­ur en stöðugur vetn­is-Hilux­inn er, svo mikið raun­ar að maður varð þess vart var að keyra yfir grjót­hnull­ung eða ofan í stóra holu. Vetn­is-Hilux er eig­in­lega eins og dísil-Hilux hafi farið í megr­un – mun lipr­ari í beygj­um og mjúk­ur á jafn­vel verstu veg­um.

Eins og áður sagði er fátt sem stöðvar Hilux bíl­ana al­mennt en vetn­isút­gáf­an stend­ur óneit­an­lega und­ir orðspor­inu og fór létti­lega með mold­artroðning, bratt­ar brekk­ur, möl og grjót. Ekki gafst færi á að prófa bíl­inn yfir fljót eða hlaða hann þung­um farmi að sinni en áhuga­vert væri að sjá hvort hann standi sig jafn vel eða bet­ur en for­ver­ar hans. Eitt er þó víst og það er að vetn­isút­gáf­an er svo sann­ar­lega eng­in und­an­tekn­ing þegar kem­ur að akstri og ger­ir raun bet­ur í þæg­ind­um og ör­ygg­is­til­finn­ingu fyr­ir bíl­stjór­ann.

Reynsluakst­ur­inn var stutt­ur að þessu sinni enda aðeins fimm bíl­ar til af­nota fyr­ir tíu blaðamenn, en það má hik­laust full­yrða að nýi Hilux­inn hafi á skömm­um tíma gert sig eft­ir­minni­leg­an og fyllt und­ir­ritaða til­hlökk­un til að prófa loka­af­urðina þegar þar að kem­ur.

Þar sem bíll­inn er enn í vinnslu var inn­rétt­ing hans ekki full­kláruð að sögn véla­verk­fræðings­ins Barneys Gardners, sem var með í prufuakstr­in­um til leiðsagn­ar. Það var óneit­an­lega létt­ir að heyra að enn ætti eft­ir að fín­pússa viðmót í farþega­rými bíls­ins sem var satt best að segja ör­lítið fá­brotið og óspenn­andi. En þar sem enn er um frum­gerð að ræða er það fyr­ir­gefið – að sinni.

„Það liggur í augum uppi að vetni er góður kostur …
„Það ligg­ur í aug­um uppi að vetni er góður kost­ur þegar kem­ur að grænni orku fyr­ir vinnu­vél­ar og vinnu­bíla á borð við Hilux.“

Ein­blínt á raf­bíla

Í spjalli um framtíð vetn­is­ins við verk­fræðing­inn Gardner sagði hann um áherslu und­an­far­inna ára á raf­orku­skipti bíla­fram­leiðenda að að hans mati væru þau ein­fald­lega ekki fram­kvæm­an­leg. Viður­kenndi Gardner að hann væri vissu­lega ekki hlut­laus, enda hefði hann unnið að þróun vetn­is­drifna Hilux-bíls­ins í þrjú ár, en að mik­il­vægt væri að horfa til fjöl­breytt­ari lausna en ein­ung­is raf­bíla.

Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að Toyota hef­ur ekki verið að flýta sér inn á raf­bíla­markaðinn og ef­laust myndu sum­ir segja að þeir hafi sofnað á verðinum við að koma sér inn á ört vax­andi markaðinn. Á hinn bóg­inn var Toyota mik­ill frum­kvöðull þegar kom að þróun tvinn­bíla (e. hybrid) sem fram­leiðand­inn var fyrst­ur til að kynna á al­menn­an markað árið 1997. Hef­ur Toyota því í staðinn ákveðið að taka af stað á eig­in hraða og marka sína eig­in stefnu til að draga úr los­un með því að horfa lengra til framtíðar.

Stefna Toyota miðar að því að „nota öll verk­fær­in í verk­færa­k­ist­unni“ enda ekki sami bíll sem hent­ar hverj­um og ein­um ein­stak­lingi, sam­fé­lagi eða um­hverfi og ekki enda­laust fram­boð á raf­hlöðum sem duga til.

Þess skal þó geta að Toyota hef­ur til­kynnt að raf­drif­in út­gáfa af Hilux-bíln­um muni líta dags­ins ljós í lok árs 2025 í Taílandi.

Það ligg­ur aft­ur á móti í aug­um uppi að vetni er góður kost­ur þegar kem­ur að grænni orku fyr­ir vinnu­vél­ar og vinnu­bíla á borð við Hilux sem hingað til hef­ur verið dísildrif­inn. Get­ur vetni meira að segja verið framtíðarsvarið við að binda enda á los­un lesta og skipa – en þá erum við kom­in út fyr­ir efni þess­ar­ar grein­ar.

Voldugir gulir háþrýstieldsneytisgeymar eru í undirvagni bílsins og tekur hver …
Vold­ug­ir gul­ir háþrýstieldsneyt­is­geym­ar eru í und­ir­vagni bíls­ins og tek­ur hver um sig 2,6 kg af vetni. Unnið er að fjölg­un vetn­is­stöðva.

Toyota Hilux H2 Frum­gerð

Aft­ur­hjóla­drif­inn

Drægni: Allt að 600 km

Há­mark­s­tog: 300 Nm

Há­marks­vélarafl: 134 kW

Batte­rí: Li­tí­um

Umboð: Toyota

Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær
bíllinn fer á al­menn­an mark

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »

Loka