Kunnuglegur en þó afar framandi

EX90 tekur sig vel út í íslenska vetrarrökkrinu.
EX90 tekur sig vel út í íslenska vetrarrökkrinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Þeir hjá Volvo segja að EX90 sé kraft­mesta, tækni­vædd­asta og fágaðasta bif­reið sem fyr­ir­tækið hef­ur nokkru sinni hannað og fram­leitt. Og ef það er ekki nóg, þá býður bíll­inn upp á pláss fyr­ir sjö farþega og ör­ygg­is­búnað sem slær flest­um ef ekki öll­um öðrum öku­tækj­um við. Þetta eru vissu­lega stór orð hjá Volvo-mönn­um, en senni­lega rétt líka. EX90 er hreint út sagt frá­bær í akstri og sterk­ur val­kost­ur fyr­ir þá sem vilja láta fara vel um sig í um­ferðinni eða, eins og ég, eiga stór­an skara af krökk­um sem taka pláss.

Kynni mín af EX90 frá Volvo hóf­ust í höfuðstöðvum Brim­borg­ar í Reykja­vík. Þangað var ég mætt­ur til að fá í hend­ur raf­magnaðan fjöl­skyldu­bíl sem í fyrstu virt­ist afar kunn­ug­leg­ur. Við hljót­um öll að sjá það; EX90 er æði lík­ur hinum vel kynnta XC90 sem slegið hef­ur hressi­lega í gegn hér á eyj­unni. En hann er samt ekki al­veg eins og það er eitt­hvað fram­andi við EX90-bíl­inn. Sú til­finn­ing fylg­ir manni áfram við akst­ur­inn, hvort sem það er úti á opn­um þjóðvegi eða á göt­um höfuðborg­ar­inn­ar, sem all­ar virðast ein­kenn­ast af mik­illi viðhaldsþörf og skorti á framtíðar­sýn.

Nú veit ég ekki hvort nauðsyn­legt er að lýsa innra rými bíls­ins í mikl­um smá­atriðum. Þeir sem sest hafa upp í XC90 ein­hvern tím­ann á lífs­leiðinni vita að sá bíll er af­skap­lega smekk­leg­ur að inn­an, ein­kenn­ist í raun af munaði og þæg­ind­um. EX90 ger­ir það líka og held­ur í þá hönn­un sem Volvo veit að virk­ar svo vel. Ökumaður og farþegar sitja hátt uppi, eru um­vafðir ör­ygg­is­búnaði, sí­gildri hönn­un og þæg­ind­um. Allt er, eins og fyrr seg­ir, svo kunn­ug­legt. En svo koma fram­andi hlut­ir í ljós á borð við stór­an snerti­skjá í miðju­stokki við fram­sæti, en þar má stjórna nær öllu því sem stjórna þarf. Kannski ein­um of miklu. Ég meina, eru takk­ar ekki leng­ur í tísku – má ekki skilja eft­ir nokkra vel valda fyr­ir okk­ur sem vilj­um stilla hliðarspegla eða stjórna miðstöðinni án þess að sog­ast inn í sta­f­ræn­an heim? Jæja, rúðuþurrk­ur og stefnu­ljós eru þó enn á sín­um stað. Og það má þakka fyr­ir það.

Ekki mis­skilja, þessi snerti­skjár er góður. Raun­ar frá­bær í notk­un og ger­ir allt sem beðið er um án þess að hiksta eða hika. Kannski er ég bara að úr­eld­ast með auk­inni tækni. Löng­un eft­ir tökk­um sit­ur bara kirfi­lega föst í mér.

EX90 frá Volvo er einstaklega laglegur bíll sem svipar mjög …
EX90 frá Volvo er ein­stak­lega lag­leg­ur bíll sem svip­ar mjög til hins vin­sæla CX90 sem Íslend­ing­ar þekkja svo vel.

Fjór­ir bíl­stól­ar – ekk­ert mál

Þeir hjá Brim­borg vissu að ég myndi fylla bíl­inn af krökk­um og voru ófeimn­ir við að láta á það reyna. Senni­lega vissu þeir að EX90 fer létt með að flytja stór­ar fjöl­skyld­ur, enda hannaður með þær í huga. Börn­in eru fjög­ur tals­ins, frá sjö ára og niður í eins árs. Bíl­stól­arn­ir eru því jafn marg­ir, og sum­ir þeirra pláss­frek­ir. Elstu tvö börn­in fóru í þriðju og öft­ustu sætaröð, en til að lyfta þeim sæt­um upp er takki – já, takki (!) – á hægri hönd í skott­inu. Sæt­in eru raf­knú­in og er því mjög þægi­legt að lyfta þeim upp fyr­ir notk­un. Þarna er einnig takki til að lækka bíl­inn að aft­an, sem er mjög hent­ugt þegar bera á þunga hluti inn í skottið, og enn ann­ar sem dreg­ur fram krók­inn.

En aft­ur að öft­ustu sætaröð: Volvo full­yrðir að hún sé nógu rúm­góð fyr­ir tvo full­orðna ein­stak­linga. Ég veit ekki al­veg hvort karl­menn um og yfir 185 cm geti þægi­lega setið þar í lengri ferðum, en fyr­ir börn er sætaröðin aft­ur á móti mjög góð. Hvað aft­ur­sæt­in varðar, þá henta þau öll­um. Sæt­in eru þægi­leg og fóta- og höfuðpláss mikið. Ekk­ert út á þetta að setja.

Far­ang­urs­rými í EX90 verður að telj­ast mjög gott, tel­ur vel rúm­lega 600 lítra og með öft­ustu sætaröð í notk­un er rými enn nokkuð gott fyr­ir inn­kaupa­poka eða minni tösk­ur. EX90 er því ólík­ur mörg­um öðrum sjö sæta bíl­um hvað þetta varðar. Vilji menn hins veg­ar enn stærra rými fyr­ir far­ang­ur er hægt að leggja öll sæti niður og mynda þannig rúm­lega 1.900 lítra hvelf­ingu. Geri aðrir bet­ur!

Farþegarýmin hjá Volvo eru stílhrein og falleg.
Farþega­rým­in hjá Volvo eru stíl­hrein og fal­leg. Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Örugg­ur staður í um­ferðinni

Ver­andi Volvo, þá er EX90 hlaðinn ör­ygg­is- og hjálp­ar­búnaði af ýms­um toga. Má nefna hefðbund­inn búnað á borð við blindpunktsviðvör­un, bíla­stæðaaðstoð, útafa­kst­ursvörn og loft­púða sem bregðast við ólík­um óhöpp­um. EX90 er hins veg­ar einnig með sjálf­virk­an skriðstilli, viðbragð við óvæntri um­ferð gang­andi og hjólandi veg­far­enda, sjálf­virka heml­un við gatna­mót, um­ferðarskynj­ara og hug­búnað fyr­ir áfeng­islás og sjálf­virk­an akst­ur svo fátt eitt sé nefnt. Bíll­inn er því gjör­sam­lega hlaðinn tækni og framtíðar­mús­ík.

Í boði eru tvær út­gáf­ur af EX90: Svo­nefnd­ar Twin Motor og Twin Motor Per­formance. Sú fyrr­nefnda er 408 hest­öfl og er togið 779 Nm. Hröðun þar er 5,9 sek­únd­ur úr kyrr­stöðu og upp í 100 km/​klst. Hin út­gáf­an býður upp á 517 hest­öfl og er togið þá 910 Nm þar sem hröðunin er 4,9 sek­únd­ur í hundraðið. Báðar þess­ar út­gáf­ur tak­marka hins veg­ar há­marks­hraða bíls­ins af ör­ygg­is­ástæðum og er hann stillt­ur á 180 km/​klst. Á ís­lensk­um veg­um þarf eng­inn að kvarta yfir því.

Á þjóðveg­in­um svín­ligg­ur EX90, fer yfir gróft und­ir­lag og ójöfn­ur af yf­ir­veg­un og ör­yggi. Svipaða sögu er að segja af þröng­um borg­ar­göt­um og þegar leggja þarf í bíla­stæði sem ekki hafa haldið í við stækk­un öku­tækja. Volvo-inn er sem hug­ur manns hvert sem farið er.

En fyr­ir hverja er þessi bíll – jú, þá öku­menn sem kjósa ör­yggi og stíl­hreint um­hverfi í bland við pláss og þæg­indi.

Farangursrýmið er afar rúmgott og með einum takka er hægt …
Far­ang­urs­rýmið er afar rúm­gott og með ein­um takka er hægt að lyfta þriðju sætaröðinni upp.

Volvo EX90

Orku­gjafi: Raf­magn

Drif: AWD

Hest­öfl: 408

Drægni: Allt að 613 km, sam­kvæmt WLTP

Orku­notk.: 20,8 kWst/​100 km

0-100 km/​klst. á 5,9 sek.

Eig­in þyngd: 2.780 kg

Há­marksþyngd eft­ir­vagns: 2.200 kg

Far­ang­urs­rými: Allt að 697 l að aft­an og 46 l að fram­an

Hæð: 1.744 mm

Breidd: 1.964 mm

Lengd: 5.037 mm

Sæta­fjöldi: 7

Verð: Frá 16.790.000 kr

Umboð: Brim­borg

Grein­in birt­ist upp­haf­lega í Bíla­blaði Morg­un­blaðsins 18. fe­brú­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »