Náði myndum af leynibíl Benz á Íslandi

Benzinn knái með íslenskt hraun á alla kanta í nágrenni …
Benzinn knái með íslenskt hraun á alla kanta í nágrenni Bláa lónsins.

Þessa dagana er Mercedes Benz að skjóta auglýsingu hér á landi af nýjum bíl fyrirtækisins sem fengið hefur nafnið CLA. Þessi bíll hefur ekki komið fyrir augu almennings og mikil leynd hvílir yfir honum. Engu að síður náði erlendur ljósmyndari að nafni Bernhard Kohlmeier myndum af honum við Bláa lónið og tók þær út um glugga herbergis síns á Northern Light Inn-hótelinu. Hulunni verður ekki svipt af þessum nýja bíl fyrr en á næsta ári, en hætt er við að margur landinn hafi samt barið hann augum vegna auglýsingagerðarinnar.

Bíllinn er nokkuð smár af Mercedes Benz-bíl að vera og liggur í stærð á milli B-Class- og C-Class-bíla Benz. Honum verður líklega mikið beint að Ameríkumarkaði, en þar hafa hingað til smærri bílar ekki átt mikið upp á pallborðið, sem virðist þó vera að breytast. Yrði þetta smæsti Benz-bíllinn sem þar yrði í boði.

CLA er byggður á sama MFA-undirvagni og A-Class- og B-Class-bílarnir en svo virðist sem Benz ætli að smíða marga bíla á þeim vel heppnaða undirvagni, líklega fimm talsins. Grunnútgáfa CLA-bílsins sem boðinn verður vestanhafs verður sennilega með 211 hestafla 1,8 lítra bensínvél og mun heita CLA250. Hann verður með sjö gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum.

Hér sést framan á CLA- bílinn
Hér sést framan á CLA- bílinn
.......og á hlið
.......og á hlið
mbl.is

Bloggað um fréttina