Bílar hinna ofurríku

Stjörn­urn­ar vest­an­hafs fá jafn­an greitt í millj­örðum og því end­ur­spegl­ar lífs­stíll þeirra inn­kom­una. Þær þurfa því ekki beint að spara við sig og það sést gjarna á bíla­eign þeirra.

Þegar maður veit vart aura sinna tal er ekki við öðru að bú­ast en að viðkom­andi láti eft­ir sér far­ar­tæki sem kem­ur manni frá A til B með til­hlýðileg­um stíl.

Hér eru nokk­ur dæmi um of­ur­dýra bíla þekktra ein­stak­linga.

Bir­dm­an – May­bach Ex­elero: 1.015 millj­ón­ir króna

Fram­leiðslu May­bach of­ur­lúx­us­bíl­anna, sem var í eigu Mercedes Benz, hef­ur nú verið hætt enda náði fram­leiðslan aldrei að borga sig. Meðal af­reka May­bach má þó telja Ex­elero. Bíll­inn sá er bók­staf­lega ein­stök smíð því aðeins einn var bú­inn árið 2005 eft­ir sér­pönt­un. Bíll­inn, sem Jay-Z fékk lánaðan fyr­ir mynd­bandið við lag sitt „Lost One“, hef­ur þríveg­is skipt um eig­anda síðan þá, með sí­hækk­andi verði, og er í dag í eigu rapp­ar­ans og bíla­dellu­manns­ins Bir­dm­an sem snaraði út 8 millj­ón­um dala, eða sem svar­ar rúm­um millj­arði króna, fyr­ir leik­tækið. Þessi bíll er 12 strokka og með tveim­ur forþjöpp­um, skil­ar 700 hest­öfl­um og þeyt­ir þess­um stóra bíl í hundraðið á 4,4 sek­únd­um.

Bir­dm­an og Simon Cowell – Bugatti Veyron: 255 millj­ón­ir króna

Áður­nefnd­ur Bir­dm­an virðist mik­ill aðdá­andi dýrra og flottra bíla því hann á einnig Bugatti Veyron, sem er hraðskreiðasti fjölda­fram­leiddi bíll í heimi og var bara fram­leidd­ur í 300 ein­tök­um. Bir­dm­an hef­ur þó vel efni á þess­um tveim­ur bíl­um því eign­ir hans eru metn­ar á 125 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala. Bugatti Bir­dm­an kemst á 408 kíló­metra hraða. Ann­ar þekkt­ur maður sem fæst við að dæma tónlist á sams kon­ar bíl, Simon nokk­ur Cowell. Hann á reynd­ar líka Ferr­ari og Rolls Royce Phantom.

Jerry Sein­feld – Porsche 959: 89 millj­ón­ir króna

Sá sem síðast hlær í heimi grín­ista virðist Sein­feld. Hann hef­ur safnað að sér mikl­um fjár­fúlg­um og hef­ur meðal ann­ars eytt þeim í Porsche 959 sem kost­ar hátt í hundrað millj­ón­ir króna. Þetta er ekki eini bíll grín­ist­ans því hann er for­fall­inn bíla­áhugamaður og í bíl­skúr hans eru 46 bíl­ar. Bíl­skúr­inn góði er reynd­ar flug­skýli á Santa Monica flug­vell­in­um í Kali­forn­íu. Aðeins 337 ein­tök eru til af Porsche 959.

Nicolas Cage – Ferr­ari Enzo: 85 millj­ón­ir króna

Ekki er langt síðan Nicolas Cage fór með aðal­hlut­verk í mótor­hjóla­mynd­inni Ghost Ri­der, sem floppaði illi­lega. Það er kannski ekki nema von þar sem áhuga­svið Cage ligg­ur ekki þar, held­ur í bíl­um. Hann keypti sér til dæm­is Ferr­ari Enzo, of­ursnögg­an bíl sem kemst í hundraðið á 3,4 sek­únd­um. Það eru aðeins 399 ein­tök til af þeim bíl, sem er með 12 strokka vél.

Jay Leno – Mercedes SLR McLar­en: 57 millj­ón­ir króna

Ekki aðeins er hlát­ur­inn besta meðalið held­ur get­ur hann fært sum­um mik­il auðævi. Það á að minnsta kosti við Jay Leno sem er einn þekkt­asti bíla­safn­ari í heimi. Meðal þeirra bíla sem hann á er Mercedes Benz SLR McLar­en. Jay Leno á bíl­skýli sem er 1.600 fer­metr­ar og þar stend­ur meðal annarra 1906 ár­gerðin af Stanley Stea­mer, Dod­ge Chal­lenger ár­gerð 1970 og EcoJet flug­vél sem Leno hef­ur fram­leitt í sam­starfi við Gener­al Motors.

Dav­id Beckham – Rolls Royce Phantom Droph­ead: 52 millj­ón­ir króna

Knatt­spyrnugoðið Dav­id Beckham er stolt­ur eig­andi Rolls Royce Phantom Droph­ead bíl með verðmiða uppá 52 millj­ón­ir, sem hann mun­ar ör­ugg­lega lítið um. Bíll­inn er út­færður sem fjöl­skyldu­bíll, ekki bara hrein­ræktaður sport­bíll, en Beckham er margra barna faðir og sést oft aka um Bever­ly Hills hverfið með son­um sín­um þrem­ur og Victoriu kryddpíu. Rolls Beckham er á 24 tommu felg­um sem eru í sama lit og inn­rétt­ing bíls­ins og núm­erið 23 er bróderað í sæt­in. Því núm­eri skrýðist hann er hann bregður sér í stutt­bux­ur og knatt­spyrnutreyju.

P. Diddy – May­bach 57 Zepp­el­in: 46 millj­ón­ir króna

P. Diddy er enn einn rapp­ar­inn sem gert hef­ur það gott og fjár­fest í May­bach bíl. Hans er þó ekki með verðmiða í lík­ingu við bíl Bir­dm­ans. Þessi bíll er þó ekki ætlaður hon­um sjálf­um held­ur 16 ára syni hans, Just­in. Þegar hann af­henti syni sín­um bíl­inn að gjöf var hann með stóra rauða slaufu og fal­lega inn­pakkaður. Auk þess fylgdi bíln­um einka­bíl­stjóri sem skutlað gæti Just­in hvert sem er um New York borg. Ekki slæm­ur pabbi þar.

Par­is Hilt­on – Bentley Cont­in­ental GT: 36 millj­ón­ir króna

Ekki er al­veg vitað fyr­ir hvað Par­is Hilt­on er fræg en eitt er þó víst, hún kem­ur til með að erfa for­rík­an hót­eleig­and­ann föður sinn. Bentley Cont­in­ental GT er al­veg sæmi­lega vel út­bú­inn en Par­is lét þó bæta við heilli dem­anta­hrúgu í mæla­borðið. Eins og henni einni er lagið var bíll­inn jóla­gjöf til henn­ar sjálfr­ar og af því svo nú var er flestallt bleikt í bíln­um, inn­an sem utan. Bleiki bíll­inn henn­ar Par­is er þó ekki með neina Barbie-vél, held­ur 12 strokka sleggju sem skil­ar þessu þunga málmstykki í hundraðið á 4,8 sek­únd­um, sem ætti að duga henni til að stinga ljós­mynd­ar­ana af, ef hún fengi ein­hvern tíma áhuga á því.

Kim Kar­dashi­an – Ferr­ari F430: 24 millj­ón­ir króna

Enn önn­ur dív­an sem á nóg af pen­ing­um en eng­inn veit fyr­ir hvað er Kim Kar­dashi­an sem festi kaup á Ferr­ari F430 bíl. Hún átti áður bíl eins og Par­is Hilt­on, Bentley Cont­in­ental GT, en skipti hon­um út fyr­ir Ferr­ari bíl­inn, rétt eins og hún skipti Kris Hump­hries út fyr­ir enn fræg­ari Kanye West. Ferr­ari bíll Kim er 8 strokka vél sem upp­run­in er frá Maserati og und­ir­vagn bíls­ins er að mestu úr áli.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »