Christian Von Koenigsegg er maður sem tekur sem tekur það alvarlega sem hann gerir. Hann hefur í fjölda ára unnið að gerð Koenigsegg-bílanna, sem eru hannaðir með það að leiðarljósi að hver einasti íhlutur sé sá besti sem völ er á.
Og sá metnaður nær líka til lakkvinnu bílanna. Í myndbandinu hér að neðan talar Christian, sem á reyndar íslenska konu, um hversu mikilvægt lakkið er í heildarútliti bílsins og því sé ekkert til sparað. Til dæmis fara 200 klukkutímar í það að pússa lakkið til á hverjum bíl. Það jafngildir fimm vinnuvikum.
Í myndbandinu er það nýjasti bíll Koenigsegg, Agera R, sem er málaður. Vilji væntanlegur kaupandi hafa áhrif á litaval á bílinn eru bara tvær takmarkanir: Fjárhagsstaða kaupandans og hugmyndaflug.