Flottasta farþegarými í heimi?

Þetta litaskema er kannski ekki fyrir alla, en munaðurinn og …
Þetta litaskema er kannski ekki fyrir alla, en munaðurinn og gæðin leyna sér ekki. koenigsegg.com

„Við notum ekki plast á fleti sem ökumaður og farþegi snerta. Bara leður, koltrefjaefni eða málma,“ segir Christian Von Koenigsegg um farþegarýmið í Agera R.

Koenigsegg hefur verið okkur hugleikinn síðustu daga, ekki síst vegna þess að hann hefur verið að birta myndbönd á vefnum sem sýna vel þann gríðarlega metnað sem lagður er í bíla hans. 

Innréttingin er þar engin undantekning, eins og myndbandið hér fyrir neðan sýnir. Stýrishjólið er til dæmis úr koltrefjaefnum og lögun þess er sérhönnuð til að auðvelda sýn á mælaborðið, en líka til að auðveldara sé að komast inn í bílinn, og auðvitað stýra honum.

Í umfjöllun Bílablaðs Morgunblaðsins á þriðjudag er meðal annars minnst á „draugalýsinguna“ sem notuð er í rofa í innréttingunni, en engu er líkara en baklýsingin komi í gegnum álið án þess að nein göt séu á því.

Hvernig er það gert? Skoðaðu myndbandið hér fyrir neðan.

Eldri myndbönd frá Koenigsegg má skoða hér.

mbl.is