Þyrla hrapar við tökur á Top Gear

Stuttu síðar fer allt í vaskinn.
Stuttu síðar fer allt í vaskinn. Youtube

Það er varla hægt að heim­sækja bíla­vefi í dag án þess að sjá þetta mynd­band. Við tök­ur á kór­esku út­gáf­unni af Top Gear (já, þessi þátt­ur er alls staðar!) brot­lend­ir AH1 Cobra-herþyrla eft­ir kapp­akst­ur við bíl. 

Þátt­ur­inn er grein­lega um margt lík­ur bresku fyr­ir­mynd­inni og í þessu til­felli var þyrlunni att á móti nýju ZR1 Cor­vett­unni í eins kon­ar spyrnu.

Að henni lok­inni virðist flugmaður þyrlunn­ar mis­reikna sig hrap­alega og steyp­ir henni á nefið í jörðina. Tök­ulið sést forða sér á hlaup­um en sam­kvæmt frétt­um slasaðist eng­inn al­var­lega við óhappið.

Tveim­ur spurn­ing­um er þó enn ósvarað: Hvað er kynn­ir­inn í Cor­vett­unni að segja, og hvenær fáum við ís­lensk­an Top Gear-þátt? 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »