Þyrla hrapar við tökur á Top Gear

Stuttu síðar fer allt í vaskinn.
Stuttu síðar fer allt í vaskinn. Youtube

Það er varla hægt að heimsækja bílavefi í dag án þess að sjá þetta myndband. Við tökur á kóresku útgáfunni af Top Gear (já, þessi þáttur er alls staðar!) brotlendir AH1 Cobra-herþyrla eftir kappakstur við bíl. 

Þátturinn er greinlega um margt líkur bresku fyrirmyndinni og í þessu tilfelli var þyrlunni att á móti nýju ZR1 Corvettunni í eins konar spyrnu.

Að henni lokinni virðist flugmaður þyrlunnar misreikna sig hrapalega og steypir henni á nefið í jörðina. Tökulið sést forða sér á hlaupum en samkvæmt fréttum slasaðist enginn alvarlega við óhappið.

Tveimur spurningum er þó enn ósvarað: Hvað er kynnirinn í Corvettunni að segja, og hvenær fáum við íslenskan Top Gear-þátt? 

mbl.is

Bloggað um fréttina