Á fyrri hluta síðust aldar sá Jam Handy um að framleiða auglýsingar og stuttar heimildarmyndir fyrir Chevrolet. Ef haft er í huga að almenn bílaeign er í raun frekar nýtt fyrirbæri á þessum tíma má ætla að þessar myndir hafi komið sér mörgum vel, og í raun verið kærkomin fræðsla fyrir almenning.
Hér fylgja tvö myndbönd sem Jam Handy gerði á sínum tíma. Annars vegar er myndband sem ætlað er að hvetja ökumenn til góðrar hegðunar í umferðinni. Sést þar glöggt að viss hegðun virðist hafa fylgt bílamenningunni frá árdögum hennar.
Þar fyrir neðan er stutt, teiknuð fræðslumynd um líf bensíndropa, frá því að hann fer úr bensíndælunni og þar til vofa hans skilar sér út um pústið. Já, þið lásuð rétt, vofa bensíndropa. Myndin sú er einnig býsna merkileg fyrir þær sakir að hún er með fyrstu myndunum sem sameina teiknimyndir og kvikmyndir með góðum árangri.
Sækið ykkur popp og kók og stökkvið rúm áttatíu ár aftur í tímann.