Eru 370 m. kr. of mikið fyrir bíl?

Hann heit­ir Lyk­an Hy­per­sport og er fyrsti bíll­inn í sín­um flokki sem er fram­leidd­ur í ar­ab­a­lönd­um. Og hann kost­ar 370 millj­ón­ir króna. Er það of mikið, ef haft er í huga að fram­ljós­in eru skreytt með ekta demönt­um?

Bíll­inn, sem var meðal ann­ars til sýn­is á báta­sýn­ingu (já, báta­sýn­ingu) í Dubai fyr­ir skemmstu, verður aðeins fram­leidd­ur í sjö ein­tök­um og er það talið höfða til vænt­an­legra kaup­enda sem eru fús­ir til að borga auka­lega fyr­ir svo sjald­gæf­an bíl. Fyr­ir utan það er ákveðið stöðutákn að eiga svo dýr­an bíl, og sum­ir líta jafn­vel á það sem fjár­fest­ingu.

Eig­ir þú 370 millj­ón­ir á lausu færðu vissu­lega eitt­hvað í staðinn. Bíll­inn er til dæm­is und­ir þrem­ur sek­únd­um í hundrað, þökk sé 750 ar­ab­ísk­um gæðing­um und­ir vél­ar­hlíf­inni, yf­ir­bygg­ing­in er öll úr koltrefj­um og mæla­borðið virk­ar svipað og þrívíðu heil­mynd­irn­ar úr Star Wars.

370 millj­ón­ir eru vissu­lega mikið, en er það OF mikið?

Bíll­inn fer í sölu á næsta ári.

mbl.is

Bílar »

Loka