Lögreglan í Dubai ekur á Lamborghini

Þær eru ekki af verri endanum bifreiðarnar sem lögreglan í Dubai fær til afnota. Nú hefur  glæsilegur Lamborghini Aventador bæst í flota lögreglunnar.

Er þetta gert til að bæta ímynd landsins og freista þess að koma þeim skilaboðum til umheimsins að velsæld og ljúfa lífið séu órjúfanlegir hlutar af því að búa og ferðast um Dubai.

 Lamborghini-lögreglubíllinn verður eingöngu notaður til eftirlits á ferðamannastöðum.

mbl.is