Af hverju að nota boxer-mótor?

Einhvernvegin svona lítur boxer-mótor út ... svona meira eða minna.
Einhvernvegin svona lítur boxer-mótor út ... svona meira eða minna.

Hægt er að skipta flest­um, þó ekki öll­um, bíl­vél­um í þrjá flokka; línu­mótora, V-mótora og boxer­mótora. Í línu­mótor eru strokk­arn­ir í beinni röð en í V-mótor fara þeir í "V" út frá sveif­ar­ásn­um sem alla jafna er neðst í mótorn­um.

Boxer-mótor er hins veg­ar eins og V-mótor sem er svo gleiður að strokk­arn­ir mynda 180° horn út frá sveif­ar­ásn­um. Eins og all­ir bíla­áhuga­menn ættu að vita eru boxer­mótor­ar eins kon­ar sér­kenni bíla­fram­leiðanda á borð við Porsche og Su­baru.

En af hverju boxer? Hver er ávinn­ing­ur­inn af því að nota mótora sem hafa hærra flækj­u­stig en línu­mótor­ar og erfiðara er að fá til að eyða litlu eldsneyti?

Þetta er ein af stóru spurn­ing­un­um sem Su­baru leit­ast við að svara í röð fræðslu­mynd­banda sem skarta lát­bragðsleik­ara í aðal­hlut­verki (en ekki hvað?).

Af hverju boxer, spyrðu? Horfðu á mynd­bandið hér að neðan.

Kíktu líka á mynd­bönd um reim­skipt­ing­ar og fjór­hjóla­drif Su­baru.

mbl.is
Loka