Af hverju að nota boxer-mótor?

Einhvernvegin svona lítur boxer-mótor út ... svona meira eða minna.
Einhvernvegin svona lítur boxer-mótor út ... svona meira eða minna.

Hægt er að skipta flestum, þó ekki öllum, bílvélum í þrjá flokka; línumótora, V-mótora og boxermótora. Í línumótor eru strokkarnir í beinni röð en í V-mótor fara þeir í "V" út frá sveifarásnum sem alla jafna er neðst í mótornum.

Boxer-mótor er hins vegar eins og V-mótor sem er svo gleiður að strokkarnir mynda 180° horn út frá sveifarásnum. Eins og allir bílaáhugamenn ættu að vita eru boxermótorar eins konar sérkenni bílaframleiðanda á borð við Porsche og Subaru.

En af hverju boxer? Hver er ávinningurinn af því að nota mótora sem hafa hærra flækjustig en línumótorar og erfiðara er að fá til að eyða litlu eldsneyti?

Þetta er ein af stóru spurningunum sem Subaru leitast við að svara í röð fræðslumyndbanda sem skarta látbragðsleikara í aðalhlutverki (en ekki hvað?).

Af hverju boxer, spyrðu? Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Kíktu líka á myndbönd um reimskiptingar og fjórhjóladrif Subaru.

mbl.is
Loka