Ekki bara bíll og ein myndavél

Það þarf heilmikla skipulagningu og aragrúa af starfsfólki, myndavélum og farartækjum til að gera gott bílamyndband. Og dekk, alveg helling af dekkjum.

Í fyrradag sýndum við ykkur gullfallegt drift-myndband með nýsjálenska undrabarninu Mike Whiddett, eða „Óða Mike“ eins og hann er stundum kallaður (sennilega út af hárgreiðslunni). Í myndbandinu, sem gert er af stuðningsaðila Mike, Red Bull, driftar hann upp fjallveg með 47 beygjum á 750 hestafla Mazda RX-7.

En Óði Mike var fjarri því að vera einn á fjallinu, því umstangið í kringum var heljarmikið, eins og sjá má í „gerð myndbandsins“-myndbandinu hér fyrir neðan.

mbl.is