Þetta gerist í árekstrarprófi

Í Evrópu sér EuroNCAP um að árekstraprófa bíla eftir ákveðnum stöðlum, en í Bandaríkjum er það IIHS (Insurance Institute for Highway Safety) sem sinnir sambærilegu hlutverki.

Það er prófunum sem þessum að þakka að bílar hafa orðið margfalt öruggari á síðustu tuttugu árum, eða svo. Það er reyndar ein af ástæðunum fyrir því að bílar eru líkar orðnir stærri, þyngri, dýrari og að erfiðara er að gera við þá.

En hvernig eru árekstrarpróf framkvæmd, og hvað er skoðað eftir að bílar hafa verið keyrðir í klessu? 

Í þessu myndbandi frá IIHS sjáum við hvernig árekstur á framenda bíls er framkvæmdur í tilraunastofu og hvaða upplýsingar fást úr slíkum árekstri.

mbl.is