Um helgina fór fram hin árlega Coca-Cola 600 keppni í Nascar kappakstrinum í Bandaríkjunum. Keppnin er sú lengsta á keppnisárinu, eða 600 mílur (965,6 km) og hefur verið haldin síðan 1960.
Eins og svo oft áður í Nascar gekk á ýmsu í keppninni. Meðal annars slitnaði vír sem hélt uppi sjónvarpsmyndamyndavél, svo hún féll til jarðar og meiddust nokkrir áhorfendur vegna þess.
Atvikið sem meðfylgjandi myndband sýnir er hins vegar lúmskt fyndið. Þar sjást Ricky Stenhouse Jr., Danica Patrick og Brad Keselowski keyra í hnapp, framarlega í keppninni.
Stenhouse (bíll nr. 17) rakst í Patrick (bíll nr. 10) sem ýtti svo Kewelowski (bíll nr. 2) út í vegg með þeim afleiðingum að hann varð að hætta keppni. Í fyrstu hélt Kewebowski að hann hefði verið valdur af árekstrinum, en við nánari skoðun kom í ljós að það var Stenhouse sem var valdurinn að öllu saman, eins og sjá má á myndbandinu og sagt er frá í frétt Deadspin.com.
Það sem er fyndið við það er að Ricky Stenhouse Jr. og Danica Patrick eru par. Það er ekki víst að hún sé par sátt við sinn mann fyrir að eyðileggja kappaksturinn, og kenna svo félaga sínum um það.
Sigurvegarinn að þessu sinni var Kevin Harvick sem lauk keppni á 4 klukkutímum, 35 mínútum og 49 sekúndum. Meðalhraði hans var rúmlega 209 km/klst.