Fleiri Fiat bílar fá Gucci meðferð

Fiat 500 Gucci er smábíll fyrir þá sem vilja smá …
Fiat 500 Gucci er smábíll fyrir þá sem vilja smá stíl

Fiat 500 Gucci mun snúa aftur sökum mikilla vinsælda. Sala á bílnum mun hefjast í haust en standa í takmarkaðan tíma líkt og fyrri Fiat 500 Gucci. Engin útgáfa af Fiat 500 hefur selst jafn hratt í Bandaríkjunum og Gucci útgáfan og ætti það því ekki að koma neinum á óvart að bíllinn skuli snúa aftur. Meðal þess sem felst í Gucci pakkanum má nefna það að bíllinn er svartur að lit að innan með Gucci rendum á sætunum. Gucci rendurnar eru einnig á hliðum bílsins og þeir bílar sem eru með blæju fá eina rönd á blæjuna í stað þessara á hliðunum. Á gluggalistunum og skottlokinu stendur Gucci í fallegu letri svo ekki fari fram hjá neinum hve smart þú ert.

mbl.is