Nýr og minni Lexus-jepplingur

Lexus NX verður minni en RX sem fáanlegur er í …
Lexus NX verður minni en RX sem fáanlegur er í dag

Þar sem Lexus RX-jepplingurinn hefur notið þó nokkurra vinsælda var það í raun bara orðin spurning um hvenær en ekki hvort Lexus myndi hefja framleiðslu á fleiri gerðum jepplinga. Nú þykir það orðið nokkuð ljóst að nýr jepplingur mun bætast við Lexus-línuna seint á næsta ári eða byrjun þess þarnæsta og mun hann að öllum líkindum verða frumsýndur á bílasýningunni í Tókýó í nóvember næstkomandi.

Nýi Lexus-jepplingurinn kemur ekki í stað RX heldur verður hann viðbót. Hann mun vera minni og ódýrari en RX og að öllum líkindum bera nafnið NX, en Toyota hefur fengið vörumerkið NX skráð.

Tvær vélar verða að öllum líkindum fáanlegar í Lexus NX. Önnur verður 2,0 lítra fjögurra strokka með túrbínu, hin vélin verður tvinnvél með bæði bensín- og rafmagnsmótor.

mbl.is