Hætt við ofurlúxus Cadillac

Nýtt flaggskip mun kannski líkjast Ciel hugmyndabílnum
Nýtt flaggskip mun kannski líkjast Ciel hugmyndabílnum

Sá orðrómur var kominn á kreik að Cadillac ætlaði að framleiða ofurlúxus bíl. Nú hefur Cadillac hinsvegar sagt að þeirri vinnu hafi verið hætt en hún mun ekki hafa verið langt á veg komin. Bíllinn sem sagt var að myndi kosta að minnsta kosti 100 þúsund dollara eða rúmlega tólf og hálfa milljón króna hefði ekki selst í nógu stóru upplagi til að réttlæta framleiðslu hans að sögn Cadillac.

Cadillac er hinsvegar ennþá að vinna að nýju flaggskipi sem mun vera ætlað að keppa við Mercedes Benz S-Class og BMW 7 línuna. Ofurlúxus bíllinn hefði ekki skorið sig nóg frá þeim bíl og hefði því ruglað viðskiptavini. Lítið er ennþá vitað um nýja flaggskipið en margir telja að bíllinn gæti líkst Cadillac Ciel-hugmyndabílnum frá 2011.

Cadillac Ciel hugmyndabíllinn
Cadillac Ciel hugmyndabíllinn
mbl.is