Toyota heldur áfram með grindarbyggða jeppa

Toyota Land Cruiser
Toyota Land Cruiser Morgunblaðið/Jakob Fannar

Þrátt fyrir að bílakaupendur haldi áfram að færast frá gamaldags jeppum sem eru á grind yfir í jeppa sem eru byggðir upp líkt og bílar þá hyggst Toyota ekki hætta framleiðslu á grindarbyggðum-jeppum. Þeir jeppar sem Toyota framleiðir í dag sem ennþá eru á grind eru 4Runner, FJ Cruiser, Land Cruiser og Sequoia. En Toyota segir að ennþá sé næg eftirspurn eftir þeim. FJ Cruiser gæti þó verið á leiðinni úr framleiðslu á næstu árum.

Að sögn Motoharu Araya, yfirverkfræðings jeppadeildar Toyota, er kaupendahópur grindarbyggðra jeppa allt annar en bíla-byggðra jeppa. Kaupendahópurinn sé jafnframt mjög breiður þar sem innan hans megi finna þá sem vilja geta keyrt torfærur og dregið þunga hluti þar sem grindarbyggðir jeppar eru sterkari.

Á síðasta ári seldi Toyota í Bandaríkjunum tæplega áttatíu þúsund grindarbyggða jeppa en rúmlega 120 þúsund bíla-byggða jeppa af Highlander-gerð.

Toyota Sequoia
Toyota Sequoia
Toyota 4Runner
Toyota 4Runner
Toyota FJ Cruiser
Toyota FJ Cruiser
mbl.is