Mæla ekki lengur með Toyota og Audi

Toyota Camry, eftir nýja prófið.
Toyota Camry, eftir nýja prófið.

Ófullnægjandi árangur í nýju árekstrarprófi hefur orðið til þess að neytendastofnunin Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur dregið til baka meðmæli með fjórum nýjum bílum.

Bílarnir eru Toyota Prius V, Toyota RAV4, Toyota Camry og Audi A4. Þess má geta að Toyota Camry var söluhæsti fólksbíllinn í Bandaríkjunum fyrstu níu mánuði ársins.

Stóðust ekki nýtt próf

Bílarnir fjórir eiga það sameiginlegt að hafa staðið sig vel í árekstrarprófum til þessa, auk þess að þykja vel smíðaðir og góðir í rekstri. Þeir hafa því verið á lista Consumer Reports yfir bíla sem mælt er með fyrir bandaríska neytendur, en ekki lengur.

Í nýjustu niðurstöðum árekstrarprófa IIHS, fá bílarnir hinsvegar falleinkunn í nýju prófi sem skoðar áhrif áreksturs  á framenda, með lítilli skörun. Það er að segja, árekstur á annað framhorn bílsins. Því er ekki mælt með þeim lengur.

Slík umferðaróhöpp telja um fjórðung af alvarlegum slysum, þar með talið banaslysum, þar sem ákoma bíls er á framendann. Hvort sem ekið er á annan bíl eða kyrrstæðan hlut, eins og tré eða umferðarskilti. 

Frá því að nýja prófið var kynnt til sögunnar hafa 60 bílar verið prófaðir, og aðeins 11 fengið góða dóma. Aðrir bílar sem fengu falleinkunn á prófinu hafa hins vegar ekki verið á lista Consumer Reports yfir bíla sem mælt er með, til dæmis vegna annarra árekstrarprófa, smíðagæða eða rekstrarkostnaðar. 

Bílar sem eru prófaðir eru sendir á 64 km hraða á 1,5 metra háa fyrirstöðu, þannig að fjórðungur af framenda bílsins, bílstjóramegin, lendi á fyrirstöðunni.

Góðir að öðru leiti

Eftir sem áður er prófað úr eldri hlutum prófsins, en það eru hliðarárekstur, aftanákeyrsla, bílvelta og árekstur að framan þar sem allur framendinn lendir á fyrirstöðu. Bílarnir fjórir fengu allir góða einkunn úr öðrum hlutum prófsins.

Þrátt fyrir þetta eru Toyota og Audi enn ofarlega á lista Consumer Reports, en topp 10 listi stofnunarinnar yfir bílategundir er sem hér segir:

• Lexus
• Toyota
• Acura (undirmerki Honda)
• Audi
• Mazda
• Infinity (undirmerki Nissan)
• Volvo
• Honda
• GMC (undirmerki GM)
• Subaru

Frétt FÍB
Frétt Reuters 

Toyota Camry
Toyota Camry Toyota Corp.
Toyota Prius
Toyota Prius mbl.is/Toyota
Toyota Rav 4
Toyota Rav 4
Audi A4
Audi A4
mbl.is