Koenigsegg One:1 - afturvængurinn

Koenigsegg One:1
Koenigsegg One:1

Og þú sem hélst að vindskeið væri bara vindskeið. Það er hins vegar ekkert „bara“ við afturvindskeiðina (eða -vænginn) á Koenigsegg One:1.

Vængurinn er sá fyrsti „aktívi“ sem fer í fjöldaframleiðslu sem er festur ofan frá. Dæmigerður vængur er festur neðan frá, því það er einfaldara, en hjá Koenigsegg hugsar fólk ekki um einfalt, heldur gott.

Með því að festa vænginn ofan frá nýtist neðri flötur hans betur í að toga afturenda bílsins niður á götuna. Festingarnar fyrir vænginn eru eins og tveir uggar og hjálpa til við stöðugleika á mikilli ferð.

Eins og við er að búast er vængurinn, og allt sem honum fylgir, úr koltrefjum til að spara þyngd. Búnaðurinn vegur aðeins 9-10 kíló, eða um þriðjung af því sem sambærilegur búnaður vigtar yfirleitt.

Í þessu myndbandi úr myndbandaseríu Koenigsegg um One:1 bílinn er afturvængurinn skoðaður. Hvort sem þú hefur áhuga á slíkum búnaði eða ekki er auðvelt að hrífast með Christian Von Koenigsegg þegar hann talar um bílana sína, því ástríða hans er jafn smitandi en ungbarnahlátur.

Þú getur horft á eldri þætti hér og hér.

mbl.is