Heyrðu Koenigsegg One:1 öskra

Koenigsegg One:1
Koenigsegg One:1

Þeir sem hafa staðið við hliðina á Koenigsegg-bíl þegar mótorinn er þaninn gleyma því ekki svo glatt. Stundum er talað um að vélar urri þegar þær eru þandar, en Koenigsegg stekkur yfir þann hluta og fer beint í öskrið.

Hafir þú ekki tækifæri til að heyra vélarhljóðið án milliliða er gott myndband líklega það næstbesta. Það sem fer hér á eftir er frá Danmörku og sýnir nýjustu afurð Koenigsegg, ofurbílinn One:1, settan í gang og þaninn. Mótorinn er 1.360 hestöfl og með risastóra forþjöppu.

Þar fyrir neðan er svo myndband af eldri Koeningsegg, með næstum helmingi aflminni mótor, þar sem forþjöppuhljóðið er ekki alveg eins yfirgnæfandi.

mbl.is
Loka