Gerði myndband, fær nýjan Porsche

Nick Murray segist ekki vera ríkur asni. Sem skírir af …
Nick Murray segist ekki vera ríkur asni. Sem skírir af hverju hann þarf að nota Porsche-inn sinn til að flytja kajaka.

Nick Murray seg­ist kannski vera asni, en alla vega ekki rík­ur asni. Til að eign­ast drauma­bíl­inn safnaði hann í fimm ár og lét svo eft­ir sér síðasta sum­ar að kaupa splunku­nýj­an Porsche 911 Car­rera S

Bíll­inn var keypt­ur af Porsche North America í Banda­ríkj­un­um, þar sem Murray býr. Stuttu síðar fór að bera á vanda­mál­um í bíln­um. Til dæm­is áttu hliðarrúðurn­ar það til að skrúf­ast ei­lítið niður á ferð, mæla­borðið datt út ef keyrt var yfir hraðahindr­un, reyk­ur barst inn­an úr farþega­h­urðinni og eft­ir klukku­tíma akst­ur var raf­geym­ir­inn tóm­ur, svo eitt­hvað sé nefnt.

Vanda­mál­um fjölgaði eft­ir 60 daga á verk­stæði

Eft­ir að bíll­inn hafði farið sjö sinn­um á verk­stæði, og dvalið þar sam­tals í 60 daga, tókst að leysa sum vanda­mál en ekki öll. Þegar ný vanda­mál fóru svo að skjóta upp koll­in­um, eins og vatns­poll­ur á gólf­inu farþega­meg­in þegar rigndi, gafst Murray upp og bað um end­ur­greiðslu eða ann­an bíl sömu teg­und­ar.

Porsche North America neitaði að verða við þeirri bón og bauð í staðinn að bíll­inn yrði keypt­ur af Murray á end­ur­sölu­verði, þar sem reiknað væri með verðlækk­un þar sem bíll­inn væri nú notaður.

Það sætti Murray sig ekki við. Frá því að bíll­inn brást hon­um fyrst hef­ur hann birt mynd­bönd á Youtu­be þar sem hann lýs­ir vanda­mál­um bíls­ins og sam­skipt­un­um við umboðið. Þegar hon­um var nóg boðið birti hann mynd­bandið sem fer hér á eft­ir. Þar lýs­ir hann öll­um vanda­mál­un­um og fer ekki fögr­um orðum um fram­komu umboðsins við viðskipta­vini sína. 

Millj­ón áhorf­end­ur breyta miklu

Það mynd­band hef­ur nú verið skoðað tæp­lega millj­ón sinn­um, sem varð til þess að Porsche North America brást við og bauð Murray að ganga frá mál­un­um eins og hann óskaði eft­ir í upp­hafi. Hann get­ur því valið á milli þess að fá bíl­inn end­ur­greidd­an, eða að fá ann­an sams­kon­ar bíl (sem ætti þá von­andi að vera í lagi).

Í síðasta mynd­bandi sínu seg­ir Murray að hann sé al­var­lega að íhuga að velja seinni kost­inn, því hann hafi verið ánægður með bíl­inn þá tvo mánuði sem hann virkaði sem skildi. Enn­frem­ur sé hann sann­færður um að bíll­inn sé það sem vest­an­hafs er kallað sítr­óna (e. lemon) en við þekkj­um hér á klak­an­um sem mánu­dags­bíl. Hann beri enn traust til merk­is­ins og vilji ekki að reynsla hans breyti áliti annarra á Porsche bíl­um.

mbl.is

Bílar »

Loka