Akstursíþróttatímabilið að hefjast

Með hækk­andi sól sæk­ir akst­ursíþrótta­fólk út úr bíl­skúr­un­um. Fyrsti viðburður­inn á keppn­is­da­ga­tali Akst­ursíþrótta­sam­bands Íslands verður á laug­ar­dag­inn þegar fyrsta um­ferð í Íslands­mót­inu í rallycross verður keyrð.

Keppn­in fer fram á svæði Akst­ursíþrótta­fé­lags Hafn­ar­fjarðar í Kap­ellu­hrauni.

Á keppn­is­da­ga­tal­inu fyr­ir 2014, sem birt er á heimasíðu Akst­ursíþrótta­smbands­ins, eru yfir 50 viðburðir. Auk rallycross eru þar meðal ann­ars keppn­ir í kvart­mílu, gókart, ralli, öku­leikni, drifti, tor­færu, traktor­stor­færu og sand­spyrnu, svo eitt­hvað sé nefnt.

mbl.is

Bílar »