Clarkson verður áfram með Top Gear

Mynd/BBC

Að sögn fjölmiðla í Bretlandi hefur Jeremy Clarkson fengið nýjan samning við BBC um gerð þáttanna Top Gear. Ef marka má fjölmiðla mun hann fá um 12 milljónir punda fyrir þriggja ára samning. 

Koma þessar fréttir í kjölfar umdeilds atviks sem átti sér stað við upptökur á þættinum. Í atriði sem var að vísu klippt úr þættinum, á hann að hafa notað orðið „negri“ (e. „nigger“) þegar hann fór með vögguvísu. Clarkson baðst afsökunar á uppákomunni og hefur nú fengið nýjan samning við BBC. 

Top Gear eru gríðarlega vinsælir bílaþættir sem sýndir hafa verið frá árinu 2002. Talið er að um 350 milljónir manna um allan heim horfi á þættina. 

Sjá frétt mbl.is: Hvað sagði Clarkson?

Sjá frétt mbl.is: Clarkson fær lokaviðvörun

mbl.is