Brimborg frumsýnir nýjan Volvo V40 Cross Country á laugardaginn kemur, 18. október, milli klukkan 12 og 16 í sýningarsal Volvo að Bíldshöfða 6.
Volvo V40, sem kom fyrst á markað árið 2012, er bæði nútímalegur og svipmikill. Hann er útbúinn lúxusbúnaði sem er klæðskerasniðinn að skandinavískum áherslum.
Í tilkynningu frá Brimborg segir, að lúxusinn sé stílhreinn, fágaður og hagnýtur. Volvo V40 Cross Country sé áhugaverð og einstaklega vel heppnuð útfærsla af þessum vinsæla Volvo.
Volvo V40 Cross Country sé 40 mm hærri en grunnbíllinn sem geri innstig þægilegra sem og bílinn hentugri fyrir akstur utan borgarmarkanna.
Ýmsar útlitsbreytingar eru á V40 Cross Country. Stuðarinn að aftan og framan er með breyttu útliti og hönnun grillsins er einnig með breyttu sniði. Langbogar eru á þakinu og hliðarspeglarnir eru svartir á lit. Hjólbarðanir eru jafnframt stærri en í grunnútfærslunni.
Öruggasti bíll í heimi
„Volvo V40 er öruggasti bíll í heimi, með fimm stjörnur hjá Euro NCAP og hæsta skor sem náðst hefur í árekstrarprófunum. Volvo er nú sem fyrr leiðandi í umferðaröryggi og ætti Volvo ávallt að vera fyrsta val þeirra sem láta sér annt um öryggi sitt og annarra.
Meðal öryggisstaðalbúnaðar Volvo V40 er loftpúði fyrir vegfarendur, veglínuskynjari, Borgaröryggi (City Safety), bílastæðaaðstoð, blindpunktsaðvörun (BLIS kerfi), vegfarendavari, beygjustýring Xenonljósa og radarkerfi sem gerir viðvart sé umferð að koma þegar bakkað er úr stæði (Cross Traffic Alert),“ að því er segir í tilkynningu frá Brimborg.