Brimborg lækkar verð á Ford og Volvo

Brimborg hefur lækkað verð á bílum frá Volvo og Ford.
Brimborg hefur lækkað verð á bílum frá Volvo og Ford. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Brimborg hefur lækkað verð á öllum nýjum bílum frá Volvo og Ford um 1,2%. Er það gert vegna  fyrirhugaðra breytinga á virðisaukaskatti sem taka gildi 1. janúar næstkomandi.

Við breytingarnar lækkar virðisaukaskatturinn úr 25,5% í 24% sem þýðir um 1,2% lækkun á verði nýrra bíla, sem er sú lækkun sem Brimborg hefur gripið til.

Sem dæmi má nefna Ford Ka sem var á 1.690.000 kr. en er nú á 1.670.000 kr. sem er lægsta verðið á Íslandi á nýjum bíl, segir í tilkynningu. Þá lækkar Ford Focus C-MAX sem úr  3.690.000 krónum í 3.630.000, eða um 60 þúsund krónur. Ford Explorer var áður á 9.650.000 kr. en er nú á 9.520.000 kr.

Í einhverjum tilfellum hafa verð á nýjum bílum lækkað um meira en 1,2%. Það á við um  Ford Fiesta Trend sem er nú á 2.390.000 en var áður á 2.450.000 kr. og Ford Kuga var á 6.290.000 kr. en er nú fáanlegur á 6.190.000 kr.

Sem dæmi má um verðlækkun hjá Volvo má nefna Volvo V40 sem var á 4.390.000 kr. en er nú á 4.330.000 kr. Þá var Volvo XC60 var á 8.490.000 kr. en er nú á 8.380.000 kr.

Volvo S60 Momentum sjálfskiptur hefur reyndar lækkað meira en 1,2%. Hann er nú á 5.990.00 kr. en var á 6.190.000 kr. og Volvo V60 Momentum sjálfkiptur  er nú á kr. 6.290.000 en var á kr. 6.490.000.

mbl.is