Hekla notaðir bílar flytja sýningarrými sitt í einn stærsta sýningarsal á Íslandi að Kletthálsi 13.
Hekla notaðir bílar hafa verið til húsakynnum Heklu að Laugavegi en með flutningunum gerbreytist aðstaðan til hins betra, segir í tilkynningu um flutningana.
Nýja húsnæðið er yfir 1.300 fermetrar og rúmar sýningarsalurinn og útisvæðið allt að 160 bíla.
„Þetta eru ákveðin tímamót og afar spennandi fyrir okkur að opna á nýjum stað. Ný og framúrskarandi aðstaða gerir okkur kleift að þjónusta okkar viðskiptavini enn betur“, segir Ármann Sigmarsson sölustjóri.