Völdu Ford Focus RS bíl ársins

Ford Focus RS
Ford Focus RS

Breska bílatímaritið TopGear Magazine hafa valið Ford Focus RS bíl ársins  2016.

Blaðið segir að keppnin hafi verið hörð og öflugir bílar á borð við Porsche og Ferrari orðið að lúta í lægra haldi fyrir Focus RS, sem einnig var útnefndur heitasti stallbakur ársins. year.

„Focus RS er fullkominn pakki og vinnur æðstu verðlaunin á kostnað bíla sem kosta tífalt meira,“ sagði ritstjórinn Charlie Turner í tilefni niðurstöðunnar. „Hann býður upp á mikla getu og skemmtan og sannar að menn þurfa ekki að eyða gríðarlegum upphæðum til að skemmta sér,“ bætti hann við.

Ford Focus RS kemur til Íslands í maí, að því er fram kemur á vef Brimborgar, umboðsaðila Ford á Íslandi. Hann er með kraftmikla 350 PS Ecoboost-vél. Sé hún þanin til hins ítrasta nær Focus RS 100 km hraða úr kyrrstöðu á 4,7 sekúndum.

Fyrir utan titlana tvo sem féllu Ford Focus RS í skaut hjá TopGear Magazine þá veitti tímaritið fleiri titla, eða sem hér segir:

Bílsmiður ársins - McLaren
Tveggja dyra fólksbíll - BMW M2
Langbakur ársins - Mercedes-AMG C63 Estate
Fjölskyldubíll ársins - Land Rover Discovery Sport
Fyrirbæri ársins - Ariel Nomad
Mergjaðastsi bíll ársins - Porsche 911 GT3 RS
Lúxusbíll ársins - Rolls-Royce Dawn
Kraftabíl ársins - Ford Mustang GT350R
Skarkali ársins - Range Rover Sport SVR
Opinn sportbíll ársins - Mazda MX-5
Lúxusvagn ársins - Jaguar XF
Sportbíll ársins - Porsche Cayman GT4
Ofurbíll ársins - Ferrari 488 GTB
Borgarbíll ársins - Mazda CX-3
Innsæisbíll ársins - Volvo XC90
Vél ársins - Ferrari F12tdf

Ford Focus RS
Ford Focus RS
Ford Focus RS
Ford Focus RS
mbl.is