Breska bílatímaritið TopGear Magazine hafa valið Ford Focus RS bíl ársins 2016.
Blaðið segir að keppnin hafi verið hörð og öflugir bílar á borð við Porsche og Ferrari orðið að lúta í lægra haldi fyrir Focus RS, sem einnig var útnefndur heitasti stallbakur ársins. year.
„Focus RS er fullkominn pakki og vinnur æðstu verðlaunin á kostnað bíla sem kosta tífalt meira,“ sagði ritstjórinn Charlie Turner í tilefni niðurstöðunnar. „Hann býður upp á mikla getu og skemmtan og sannar að menn þurfa ekki að eyða gríðarlegum upphæðum til að skemmta sér,“ bætti hann við.
Ford Focus RS kemur til Íslands í maí, að því er fram kemur á vef Brimborgar, umboðsaðila Ford á Íslandi. Hann er með kraftmikla 350 PS Ecoboost-vél. Sé hún þanin til hins ítrasta nær Focus RS 100 km hraða úr kyrrstöðu á 4,7 sekúndum.
Fyrir utan titlana tvo sem féllu Ford Focus RS í skaut hjá TopGear Magazine þá veitti tímaritið fleiri titla, eða sem hér segir:
Bílsmiður ársins - McLaren
Tveggja dyra fólksbíll - BMW M2
Langbakur ársins - Mercedes-AMG C63 Estate
Fjölskyldubíll ársins - Land Rover Discovery Sport
Fyrirbæri ársins - Ariel Nomad
Mergjaðastsi bíll ársins - Porsche 911 GT3 RS
Lúxusbíll ársins - Rolls-Royce Dawn
Kraftabíl ársins - Ford Mustang GT350R
Skarkali ársins - Range Rover Sport SVR
Opinn sportbíll ársins - Mazda MX-5
Lúxusvagn ársins - Jaguar XF
Sportbíll ársins - Porsche Cayman GT4
Ofurbíll ársins - Ferrari 488 GTB
Borgarbíll ársins - Mazda CX-3
Innsæisbíll ársins - Volvo XC90
Vél ársins - Ferrari F12tdf