Bílasalan 100 bílar opnar á Stekkjarbakka

Bílasalan 100bilar.is er við Stekkjarbakka.
Bílasalan 100bilar.is er við Stekkjarbakka. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Á laugardag verður formleg opnun bílasölunnar 100 bílar (www.100bilar.is) á Stekkjarbakka 4 í Mjódd, við hlið Garðheima.

Bílasalan var stofnuð árið 2005 og var fyrst til húsa í Funahöfða 1 en flutti í Mosfellsbæ í byrjun árs 2009.

100 bílar selur bíla fyrir einstaklinga og fyrirtæki og annast einnig sölu á notuðum bílum fyrir Ís-Band sem var að opna umboð fyrir Fiat Chrysler samsteypuna. Verður Ís-Band tímabundið með nýja bíla frá Fiat Chrysler í húsnæði 100 bíla á meðan breytingar standa yfir á sýningarsal Ís-Band í Mosfellsbæ. Á Stekkjarbakka má því núna finna úrval nýrra Fiat, Jeep og Dodge-bíla.

Verður haldin formleg opnun í Stekkjarbkka næstkomandi laugardag, 17. september og veitingar í boði fyrir gesti á milli 11 og 15.

Opið verður virka daga frá 10 til 18 og frá kl. 11-15 á laugardögum.

ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: