Klæðist 66°Norður í Top Gear

Chris Harris (t.h.) klæddur í íslenska hönnun frá 66°Norður.
Chris Harris (t.h.) klæddur í íslenska hönnun frá 66°Norður.

Chris Harris, Matt LeBlanc og Rory Reid tóku við sem umsjónarmenn bílaþáttarins vinsæla Top Gear á BBC.

Þeir tóku við af Chris Evans sem náði engan veginn að halda uppi vinsældum þáttarins eftir daga þríeykisins vinsæla Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond. Nýju þáttastjórnendurnir hafa farið vel af stað með þáttinn og áhorfið farið aftur upp.

Athygli vekur að í nýjasta þættinum, þeim sjöunda í þáttaröð þeirra félaga, er Chris Harris klæddur í íslenska hönnun frá 66°Norður. Kappinn er í svartri peysu frá íslenska fataframleiðandanum þegar hann reynir að breyta ljótasta bíl í heimi í lúxussnekkju.

Matt LeBlanc, sem er frægastur fyrir að hafa leikið Joey í Friends, ekur átta hjóla rússneksum hjálparsveitarbíl í þættinum og Chris Harris reynsluekur og dæmir nýjan Porsche Cayman.

Chris Harris fyrir miðju í íslensku peysunni, Matt LeBlanc til …
Chris Harris fyrir miðju í íslensku peysunni, Matt LeBlanc til vinstri og Rory Reid hvítklæddur til hægri.
mbl.is